Langlífir og hamingjusamir en um leið methafar í lyfjanotkun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. janúar 2023 20:00 Margrét Ólafía Tómasdóttir heimilislæknir segir brýnt að skoða hvað valdi því að Íslendingar setja hvert metið á fætur öðru í lyfjanotkun. Á sama tíma sé langlífi og hamingja mikil hér samanborið við önnur lönd. Vísir/Arnar Á meðan Íslendingar eru meðal hamingjusömustu og langlífustu þjóða í heimi setja þeir hvert metið á fætur öðru í lyfjanotkun. Heimilislæknir segir mikilvægt að finna út hvað veldur þessu og meta stöðuna upp á nýtt. Það geti verið skaðlegt að vera mörgum lyfjum í langan tíma. Nýjar alþjóðlega mælingar sýna að Íslendingar eru meðal hamingjusömustu og langlífustu þjóða. Það samrýmist illa þeirri staðreynd að á sama tíma er þjóðin að setja fjölmörg met í lyfjanotkun. „Við toppum nánast öll lönd nánast sama hvaða lönd við skoðum þá erum við að ávísa mun meira af lyfjum en löndin í kringum okkur. Ef maður skoða mismunandi lyfjaflokka þá erum við langt langt á undan hinum Norðurlöndunum með ADHD lyfin og eru þar svona á pari við Bandaríkin. Við erum langt á undan hinum Norðurlandaþjóðunum varðandi notkun sýklalyfja, við notum meira af bakflæðilyfjum, meira af asmalyfjum.“ segir Margrét Ólafía Tómasdóttir sem var með málþing um viðfangsefnið á Læknadögum í dag.. Margrét segir þetta kom á óvart. „Við toppum okkur varðandi hamingju þjóðarinnar, við erum langlíf, heilsan er góð, lýðheilsuþættir eins og reykingar og áfengi eru í mjög góðu standi hér þess vegna kemur á óvart hvað við notum mikið af lyfjum,“ segir hún. Aðspurð hvort lyfjanotkunin gæti verið lykillinn að hamingjunni og langlífinu svarar hún. „Það er eitt af því sem þarf að skoða líka.“ Aðrar skýringar geti verið. „Þetta er skuggahliðin á kappsemi þjóðarinnar. Ég held við þurfum að skoða betur og mögulega endurmeta stöðuna. Meta hvort þetta hafi eitthvað að gera með heilsulæsi, uppbyggingu heilbrigðiskerfisins eða samfélagsbygginguna hjá okkur“ segir hún. Það þurfi að endurmeta þessi mál. „Lyfjanotkun til lengri tíma er skaðleg. Við erum að breyta því hvernig líkaminn hegðar sér. Eftir því sem við erum á fleiri lyfjum þá erum við að valda meiri skaða þannig að þarna koma alls konar þættir inn sem geta haft áhrif á lífskjör og lífslengd,“ segir Margrét að lokum. Lyf Heilsa Heilsugæsla Heilbrigðismál Mannfjöldi Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira
Nýjar alþjóðlega mælingar sýna að Íslendingar eru meðal hamingjusömustu og langlífustu þjóða. Það samrýmist illa þeirri staðreynd að á sama tíma er þjóðin að setja fjölmörg met í lyfjanotkun. „Við toppum nánast öll lönd nánast sama hvaða lönd við skoðum þá erum við að ávísa mun meira af lyfjum en löndin í kringum okkur. Ef maður skoða mismunandi lyfjaflokka þá erum við langt langt á undan hinum Norðurlöndunum með ADHD lyfin og eru þar svona á pari við Bandaríkin. Við erum langt á undan hinum Norðurlandaþjóðunum varðandi notkun sýklalyfja, við notum meira af bakflæðilyfjum, meira af asmalyfjum.“ segir Margrét Ólafía Tómasdóttir sem var með málþing um viðfangsefnið á Læknadögum í dag.. Margrét segir þetta kom á óvart. „Við toppum okkur varðandi hamingju þjóðarinnar, við erum langlíf, heilsan er góð, lýðheilsuþættir eins og reykingar og áfengi eru í mjög góðu standi hér þess vegna kemur á óvart hvað við notum mikið af lyfjum,“ segir hún. Aðspurð hvort lyfjanotkunin gæti verið lykillinn að hamingjunni og langlífinu svarar hún. „Það er eitt af því sem þarf að skoða líka.“ Aðrar skýringar geti verið. „Þetta er skuggahliðin á kappsemi þjóðarinnar. Ég held við þurfum að skoða betur og mögulega endurmeta stöðuna. Meta hvort þetta hafi eitthvað að gera með heilsulæsi, uppbyggingu heilbrigðiskerfisins eða samfélagsbygginguna hjá okkur“ segir hún. Það þurfi að endurmeta þessi mál. „Lyfjanotkun til lengri tíma er skaðleg. Við erum að breyta því hvernig líkaminn hegðar sér. Eftir því sem við erum á fleiri lyfjum þá erum við að valda meiri skaða þannig að þarna koma alls konar þættir inn sem geta haft áhrif á lífskjör og lífslengd,“ segir Margrét að lokum.
Lyf Heilsa Heilsugæsla Heilbrigðismál Mannfjöldi Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira