Árni yfirgefur Moggann og gengur til liðs við RÚV Jakob Bjarnar skrifar 16. janúar 2023 15:30 Margir eiga erfitt með að nefna Morgunblaðið ekki í sömu andrá og Árna Matthíasson, en hann hefur verið mikilvægur starfsmaður blaðsins í um fjóra áratugi. Hann er nú genginn til liðs við erkióvininn Ríkisútvarpið. vísir/vilhelm Árni Matthíasson fyrrverandi netritstjóri Morgunblaðsins, pistlahöfundur og blaðamaður þar til fjörutíu ára hefur yfirgefið Hádegismóa og gengið til liðs við Ríkisútvarpið. Árni er fæddur árið 1957 og var áratugum innsti koppur í búri hvað varðar mbl.is sem lengi var víðlesnasti fréttavefur landsins þar til Vísir greip þann kyndil. Þannig má segja að þetta geti talist nokkurt áfall fyrir Morgunblaðið, að missa einn sinn mikilvægasta mann og það yfir til erkióvinarins Ríkisútvarpsins en ef marka má leiðaraskrif blaðsins undanfarin árin eru litlir kærleikar milli þessara tveggja miðla. Fyrsti dagur Árna í stofnuninni við Efstaleitið var í dag. Vísi hefur ekki tekist að ná í Árna en gamla Mogga-símanúmerið hans, sem margir kunna utanbókar, er óvirkt. Eftir því sem Vísir kemst næst verða dagskrárgerð og ráðgjafastörf nokkuð sem meðal annars verður á könnu Árna en hann fjallaði á löngum tíma um tónlist á síðum Morgunblaðsins. Fáir hafa til að mynda skrifað eins mikið um Björk og Sykurmolana og svo Bubba en Árni sendi frá sér bók um hann fyrir tveimur árum. Þannig að tónlistardeild Ríkisútvarpsins ætti að geta ausið af þeim viskubrunni. Fjölmiðlar Vistaskipti Ríkisútvarpið Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Árni er fæddur árið 1957 og var áratugum innsti koppur í búri hvað varðar mbl.is sem lengi var víðlesnasti fréttavefur landsins þar til Vísir greip þann kyndil. Þannig má segja að þetta geti talist nokkurt áfall fyrir Morgunblaðið, að missa einn sinn mikilvægasta mann og það yfir til erkióvinarins Ríkisútvarpsins en ef marka má leiðaraskrif blaðsins undanfarin árin eru litlir kærleikar milli þessara tveggja miðla. Fyrsti dagur Árna í stofnuninni við Efstaleitið var í dag. Vísi hefur ekki tekist að ná í Árna en gamla Mogga-símanúmerið hans, sem margir kunna utanbókar, er óvirkt. Eftir því sem Vísir kemst næst verða dagskrárgerð og ráðgjafastörf nokkuð sem meðal annars verður á könnu Árna en hann fjallaði á löngum tíma um tónlist á síðum Morgunblaðsins. Fáir hafa til að mynda skrifað eins mikið um Björk og Sykurmolana og svo Bubba en Árni sendi frá sér bók um hann fyrir tveimur árum. Þannig að tónlistardeild Ríkisútvarpsins ætti að geta ausið af þeim viskubrunni.
Fjölmiðlar Vistaskipti Ríkisútvarpið Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira