„Covid bjargaði starfinu hjá Gumma“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. janúar 2023 07:01 Arnar Daði Arnarsson er stjórnandi handboltahlaðvarpsins Handkastið en Arnar Daði er fyrrverandi þjálfari Gróttu í Olís-deildinni. Vísir/Hulda Margrét/Vilhelm Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi Handkastsins, fékk þrjá sérfræðinga til sín til að ræða tap Íslands gegn Ungverjalandi í gær. Mikið hefur verið rætt um ástæður tapsins á laugardag og fóru þeir félagar yfir öll helstu málin. Þjóðin sat límd við sjónvarpsskjáina á laugardagskvöldið þegar Ísland mætti Ungverjalandi á heimsmeistaramótinu í handknattleik og vonbrigðin voru gríðarleg þegar úrslitin voru ljós enda Ísland verið í góðri stöðu en glatað niður fínu forskoti í síðari hálfleiknum. Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi Handkastsins, fékk til sín þá Arnar Svein Geirsson, Jóhann Má Helgason og Hrafnkel Frey Ágútsson til að ræða leikinn en þremenningarnir eru betur þekktur sem sérfræðingar í knattspyrnuhlaðvarpinu Dr.Football. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur fengið töluverða gagnrýni á sig fyrir að rúlla ekki meira á liðinu í leikjum liðsins og Arnar Sveinn, sem er sonur Geirs Sveinssonar fyrrverandi landsliðsþjálfara, tók undir þá gagnrýni. „Fyrir mér er þetta ekkert flókið, það var bara einn maður sem tapaði þessum leik og það er þjálfari liðsins. Hann er að gera svo mikil grundvallar þjálfaramistök og mér finnst ótrúlegt að reyndir aðstoðarmenn hans nái heldur ekki að stíga inn. Hann virðist bara vera með „já-menn“ í kringum sig þegar enginn virðist geta stigið inn í og sagt: „Hvað er að gerast hérna?“, sagði Arnar Sveinn og hélt áfram. „Við erum fimm mörkum yfir og hvernig getur það verið að Ómar (Ingi Magnússon) byrji ekki á bekknum í seinni hálfleik? Að Viggó byrji ekki úti hægra megin? Skiptum honum allavega út varnarlega, þú ert með stutta skiptingu og þú getur allavega gert það.“ „Þetta er skandall“ Þá vildi Arnar Sveinn meina að sú staðreynd að Janus Daði Smárason hafi ekki komið inn fyrr en skammt var eftir hafi ekki gert honum auðvelt fyrir. „Af hverju spilar Janus (Daði Smárason) ekki fyrr í leiknum? Hann kemur fyrst inn þegar 51 mínúta er liðin og það eru komin óþægindi í leikinn og þú setur Janus inn í þær aðstæður. Janus spilaði illa og hann á að gera betur, klárt. Þú ert samt ekki að bjóða honum upp á að vera í takt við leikinn. Það eru mistökin sem Gummi gerir og þjálfarateymið.“ „Það er bara svo glatað að hafa tapað þessum leik sem var unninn. Heilt yfir er þetta bara skandall.“ Gummi Gumm gæti sparað HSÍ peninginn með því að vera bara með 10 leikmenn í hóp. #Handkastið— Arnar Daði (@arnardadi) January 14, 2023 Arnar Daði hélt umræðunni áfram og sagði að lykilmenn liðsins hefðu verið orðnir þreyttir. Hann hefði viljað sjá Viggó Kristjánsson koma inn á til að hvíla Ómar Inga Magnússon. „Það má ekki gleyma því að við erum með þá í köðlunum. Við erum fimm mörkum yfir og það sem gerist er að menn eru orðnir þreyttir. Ég hefði alveg treyst Viggó til að koma inn og bara einhvern veginn spila þetta áfram og hvíla þessa lykilmenn sem eru búnir á því undir lok leiks.“ Í fyrra lenti íslenska landsliðið í miklum vandræðum vegna kórónuveirunnar og þurfti að kalla nýja leikmenn inn í hópinn í stað reyndra lykilmanna. Arnar Daði segir að Guðmundur hafi ekkert lært síðan þá. „Reynslan er ekki að hjálpa Gumma Gumm í dag. Leikurinn er búinn að breytast síðustu tíu árin, hann er orðinn miklu hraðari. Þú getur ekki farið í gegnum stórmót og spilað á 9-10 leikmönnum.“ „Hvað segja menn sem eru á Gumma Gumm-vagninum: „Hann lærði þetta í fyrra“. Hann lærði ekkert í fyrra. Covid bjargaði honum í fyrra og hann hefur ekkert lært á því. Covid bjargaði starfinu hjá Gumma Gumm, hann var píndur út í það að rótera liðinu.“ Alla umræðu þeirra félaga í þættinum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Handkastið Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sjá meira
Þjóðin sat límd við sjónvarpsskjáina á laugardagskvöldið þegar Ísland mætti Ungverjalandi á heimsmeistaramótinu í handknattleik og vonbrigðin voru gríðarleg þegar úrslitin voru ljós enda Ísland verið í góðri stöðu en glatað niður fínu forskoti í síðari hálfleiknum. Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi Handkastsins, fékk til sín þá Arnar Svein Geirsson, Jóhann Má Helgason og Hrafnkel Frey Ágútsson til að ræða leikinn en þremenningarnir eru betur þekktur sem sérfræðingar í knattspyrnuhlaðvarpinu Dr.Football. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur fengið töluverða gagnrýni á sig fyrir að rúlla ekki meira á liðinu í leikjum liðsins og Arnar Sveinn, sem er sonur Geirs Sveinssonar fyrrverandi landsliðsþjálfara, tók undir þá gagnrýni. „Fyrir mér er þetta ekkert flókið, það var bara einn maður sem tapaði þessum leik og það er þjálfari liðsins. Hann er að gera svo mikil grundvallar þjálfaramistök og mér finnst ótrúlegt að reyndir aðstoðarmenn hans nái heldur ekki að stíga inn. Hann virðist bara vera með „já-menn“ í kringum sig þegar enginn virðist geta stigið inn í og sagt: „Hvað er að gerast hérna?“, sagði Arnar Sveinn og hélt áfram. „Við erum fimm mörkum yfir og hvernig getur það verið að Ómar (Ingi Magnússon) byrji ekki á bekknum í seinni hálfleik? Að Viggó byrji ekki úti hægra megin? Skiptum honum allavega út varnarlega, þú ert með stutta skiptingu og þú getur allavega gert það.“ „Þetta er skandall“ Þá vildi Arnar Sveinn meina að sú staðreynd að Janus Daði Smárason hafi ekki komið inn fyrr en skammt var eftir hafi ekki gert honum auðvelt fyrir. „Af hverju spilar Janus (Daði Smárason) ekki fyrr í leiknum? Hann kemur fyrst inn þegar 51 mínúta er liðin og það eru komin óþægindi í leikinn og þú setur Janus inn í þær aðstæður. Janus spilaði illa og hann á að gera betur, klárt. Þú ert samt ekki að bjóða honum upp á að vera í takt við leikinn. Það eru mistökin sem Gummi gerir og þjálfarateymið.“ „Það er bara svo glatað að hafa tapað þessum leik sem var unninn. Heilt yfir er þetta bara skandall.“ Gummi Gumm gæti sparað HSÍ peninginn með því að vera bara með 10 leikmenn í hóp. #Handkastið— Arnar Daði (@arnardadi) January 14, 2023 Arnar Daði hélt umræðunni áfram og sagði að lykilmenn liðsins hefðu verið orðnir þreyttir. Hann hefði viljað sjá Viggó Kristjánsson koma inn á til að hvíla Ómar Inga Magnússon. „Það má ekki gleyma því að við erum með þá í köðlunum. Við erum fimm mörkum yfir og það sem gerist er að menn eru orðnir þreyttir. Ég hefði alveg treyst Viggó til að koma inn og bara einhvern veginn spila þetta áfram og hvíla þessa lykilmenn sem eru búnir á því undir lok leiks.“ Í fyrra lenti íslenska landsliðið í miklum vandræðum vegna kórónuveirunnar og þurfti að kalla nýja leikmenn inn í hópinn í stað reyndra lykilmanna. Arnar Daði segir að Guðmundur hafi ekkert lært síðan þá. „Reynslan er ekki að hjálpa Gumma Gumm í dag. Leikurinn er búinn að breytast síðustu tíu árin, hann er orðinn miklu hraðari. Þú getur ekki farið í gegnum stórmót og spilað á 9-10 leikmönnum.“ „Hvað segja menn sem eru á Gumma Gumm-vagninum: „Hann lærði þetta í fyrra“. Hann lærði ekkert í fyrra. Covid bjargaði honum í fyrra og hann hefur ekkert lært á því. Covid bjargaði starfinu hjá Gumma Gumm, hann var píndur út í það að rótera liðinu.“ Alla umræðu þeirra félaga í þættinum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Handkastið Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sjá meira