„Covid bjargaði starfinu hjá Gumma“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. janúar 2023 07:01 Arnar Daði Arnarsson er stjórnandi handboltahlaðvarpsins Handkastið en Arnar Daði er fyrrverandi þjálfari Gróttu í Olís-deildinni. Vísir/Hulda Margrét/Vilhelm Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi Handkastsins, fékk þrjá sérfræðinga til sín til að ræða tap Íslands gegn Ungverjalandi í gær. Mikið hefur verið rætt um ástæður tapsins á laugardag og fóru þeir félagar yfir öll helstu málin. Þjóðin sat límd við sjónvarpsskjáina á laugardagskvöldið þegar Ísland mætti Ungverjalandi á heimsmeistaramótinu í handknattleik og vonbrigðin voru gríðarleg þegar úrslitin voru ljós enda Ísland verið í góðri stöðu en glatað niður fínu forskoti í síðari hálfleiknum. Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi Handkastsins, fékk til sín þá Arnar Svein Geirsson, Jóhann Má Helgason og Hrafnkel Frey Ágútsson til að ræða leikinn en þremenningarnir eru betur þekktur sem sérfræðingar í knattspyrnuhlaðvarpinu Dr.Football. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur fengið töluverða gagnrýni á sig fyrir að rúlla ekki meira á liðinu í leikjum liðsins og Arnar Sveinn, sem er sonur Geirs Sveinssonar fyrrverandi landsliðsþjálfara, tók undir þá gagnrýni. „Fyrir mér er þetta ekkert flókið, það var bara einn maður sem tapaði þessum leik og það er þjálfari liðsins. Hann er að gera svo mikil grundvallar þjálfaramistök og mér finnst ótrúlegt að reyndir aðstoðarmenn hans nái heldur ekki að stíga inn. Hann virðist bara vera með „já-menn“ í kringum sig þegar enginn virðist geta stigið inn í og sagt: „Hvað er að gerast hérna?“, sagði Arnar Sveinn og hélt áfram. „Við erum fimm mörkum yfir og hvernig getur það verið að Ómar (Ingi Magnússon) byrji ekki á bekknum í seinni hálfleik? Að Viggó byrji ekki úti hægra megin? Skiptum honum allavega út varnarlega, þú ert með stutta skiptingu og þú getur allavega gert það.“ „Þetta er skandall“ Þá vildi Arnar Sveinn meina að sú staðreynd að Janus Daði Smárason hafi ekki komið inn fyrr en skammt var eftir hafi ekki gert honum auðvelt fyrir. „Af hverju spilar Janus (Daði Smárason) ekki fyrr í leiknum? Hann kemur fyrst inn þegar 51 mínúta er liðin og það eru komin óþægindi í leikinn og þú setur Janus inn í þær aðstæður. Janus spilaði illa og hann á að gera betur, klárt. Þú ert samt ekki að bjóða honum upp á að vera í takt við leikinn. Það eru mistökin sem Gummi gerir og þjálfarateymið.“ „Það er bara svo glatað að hafa tapað þessum leik sem var unninn. Heilt yfir er þetta bara skandall.“ Gummi Gumm gæti sparað HSÍ peninginn með því að vera bara með 10 leikmenn í hóp. #Handkastið— Arnar Daði (@arnardadi) January 14, 2023 Arnar Daði hélt umræðunni áfram og sagði að lykilmenn liðsins hefðu verið orðnir þreyttir. Hann hefði viljað sjá Viggó Kristjánsson koma inn á til að hvíla Ómar Inga Magnússon. „Það má ekki gleyma því að við erum með þá í köðlunum. Við erum fimm mörkum yfir og það sem gerist er að menn eru orðnir þreyttir. Ég hefði alveg treyst Viggó til að koma inn og bara einhvern veginn spila þetta áfram og hvíla þessa lykilmenn sem eru búnir á því undir lok leiks.“ Í fyrra lenti íslenska landsliðið í miklum vandræðum vegna kórónuveirunnar og þurfti að kalla nýja leikmenn inn í hópinn í stað reyndra lykilmanna. Arnar Daði segir að Guðmundur hafi ekkert lært síðan þá. „Reynslan er ekki að hjálpa Gumma Gumm í dag. Leikurinn er búinn að breytast síðustu tíu árin, hann er orðinn miklu hraðari. Þú getur ekki farið í gegnum stórmót og spilað á 9-10 leikmönnum.“ „Hvað segja menn sem eru á Gumma Gumm-vagninum: „Hann lærði þetta í fyrra“. Hann lærði ekkert í fyrra. Covid bjargaði honum í fyrra og hann hefur ekkert lært á því. Covid bjargaði starfinu hjá Gumma Gumm, hann var píndur út í það að rótera liðinu.“ Alla umræðu þeirra félaga í þættinum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Handkastið Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Fleiri fréttir „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Sjá meira
Þjóðin sat límd við sjónvarpsskjáina á laugardagskvöldið þegar Ísland mætti Ungverjalandi á heimsmeistaramótinu í handknattleik og vonbrigðin voru gríðarleg þegar úrslitin voru ljós enda Ísland verið í góðri stöðu en glatað niður fínu forskoti í síðari hálfleiknum. Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi Handkastsins, fékk til sín þá Arnar Svein Geirsson, Jóhann Má Helgason og Hrafnkel Frey Ágútsson til að ræða leikinn en þremenningarnir eru betur þekktur sem sérfræðingar í knattspyrnuhlaðvarpinu Dr.Football. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur fengið töluverða gagnrýni á sig fyrir að rúlla ekki meira á liðinu í leikjum liðsins og Arnar Sveinn, sem er sonur Geirs Sveinssonar fyrrverandi landsliðsþjálfara, tók undir þá gagnrýni. „Fyrir mér er þetta ekkert flókið, það var bara einn maður sem tapaði þessum leik og það er þjálfari liðsins. Hann er að gera svo mikil grundvallar þjálfaramistök og mér finnst ótrúlegt að reyndir aðstoðarmenn hans nái heldur ekki að stíga inn. Hann virðist bara vera með „já-menn“ í kringum sig þegar enginn virðist geta stigið inn í og sagt: „Hvað er að gerast hérna?“, sagði Arnar Sveinn og hélt áfram. „Við erum fimm mörkum yfir og hvernig getur það verið að Ómar (Ingi Magnússon) byrji ekki á bekknum í seinni hálfleik? Að Viggó byrji ekki úti hægra megin? Skiptum honum allavega út varnarlega, þú ert með stutta skiptingu og þú getur allavega gert það.“ „Þetta er skandall“ Þá vildi Arnar Sveinn meina að sú staðreynd að Janus Daði Smárason hafi ekki komið inn fyrr en skammt var eftir hafi ekki gert honum auðvelt fyrir. „Af hverju spilar Janus (Daði Smárason) ekki fyrr í leiknum? Hann kemur fyrst inn þegar 51 mínúta er liðin og það eru komin óþægindi í leikinn og þú setur Janus inn í þær aðstæður. Janus spilaði illa og hann á að gera betur, klárt. Þú ert samt ekki að bjóða honum upp á að vera í takt við leikinn. Það eru mistökin sem Gummi gerir og þjálfarateymið.“ „Það er bara svo glatað að hafa tapað þessum leik sem var unninn. Heilt yfir er þetta bara skandall.“ Gummi Gumm gæti sparað HSÍ peninginn með því að vera bara með 10 leikmenn í hóp. #Handkastið— Arnar Daði (@arnardadi) January 14, 2023 Arnar Daði hélt umræðunni áfram og sagði að lykilmenn liðsins hefðu verið orðnir þreyttir. Hann hefði viljað sjá Viggó Kristjánsson koma inn á til að hvíla Ómar Inga Magnússon. „Það má ekki gleyma því að við erum með þá í köðlunum. Við erum fimm mörkum yfir og það sem gerist er að menn eru orðnir þreyttir. Ég hefði alveg treyst Viggó til að koma inn og bara einhvern veginn spila þetta áfram og hvíla þessa lykilmenn sem eru búnir á því undir lok leiks.“ Í fyrra lenti íslenska landsliðið í miklum vandræðum vegna kórónuveirunnar og þurfti að kalla nýja leikmenn inn í hópinn í stað reyndra lykilmanna. Arnar Daði segir að Guðmundur hafi ekkert lært síðan þá. „Reynslan er ekki að hjálpa Gumma Gumm í dag. Leikurinn er búinn að breytast síðustu tíu árin, hann er orðinn miklu hraðari. Þú getur ekki farið í gegnum stórmót og spilað á 9-10 leikmönnum.“ „Hvað segja menn sem eru á Gumma Gumm-vagninum: „Hann lærði þetta í fyrra“. Hann lærði ekkert í fyrra. Covid bjargaði honum í fyrra og hann hefur ekkert lært á því. Covid bjargaði starfinu hjá Gumma Gumm, hann var píndur út í það að rótera liðinu.“ Alla umræðu þeirra félaga í þættinum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Handkastið Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Fleiri fréttir „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn