„Oft getur heimskuleg umræða orðið að mjög góðri umræðu“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 15. janúar 2023 17:01 Sigríður Á. Andersen og Auður Jónsdóttir voru gestir í útvarpsþættinum Sprengisandi í dag. Vísir Sigríður Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra og Auður Jónsdóttir rithöfundur mættu í Sprengisand á Bylgjunni og ræddu þar meðal annars pólitískan rétttrúnað, tjáningarfrelsið og samfélagsmiðla. Í kjölfar „skessumálsins“ svokallaða í Vestmannaeyjum fyrr í vikunni hefur mikið verið rætt um að hatursorðræðu og orðanotkun einstaklinga á samfélagsmiðlum. Í þættinum sagði Sigríður að ekki mætti horfa framhjá því að bæði tungumálið og hegðun, framkoma og atferli manna er lifandi fyrirbæri sem verður illa stýrt með reglum og lögum. „Ég hef gaman af þeim sem stíga fram sem riddarar siðgæðisins eða málsvarar hinna og þessa sjónarmiða, þeir sem eru að stíga fram og brýna fyrir okkur hinum, stundum af mismikilli eða mislítilli vandlætingu. Ég hef alveg gaman af því og það ber alveg árangur. Margt af því er gott, mjög margt af því er mjög vont en ég held að til lengri tíma þá berum við öll gæfu til að breyta rétt á endanum. Að mínu mati snýst þetta um kurteisi, að reyna að temja sér það, og ég held flestir séu nú að reyna það. Sumum tekst það bara ekki.“ Við megum heldur ekki gleyma því að við erum ekki einsleitt samfélag. Það er kannski ekki öllum gefið að koma skoðunum sínum á framfæri með jafn vönduðum hætti og við myndum vilja temja okkur sjálf. Orðavalið er mikilvægt Auður benti jafnframt á að mikilvægt væri að gera greinarmun á hatursorðræðu og popúlisma. „Við erum með þennan lifandi netheim sem er orðinn okkar ósjálfráðu samskipti. Þegar að það koma upp svona sterk hugtök, sem eru kannski búin til svo við getum greint veruleikann, ef þau eru notuð á of auðveldan hátt þá þrengja þau jafnvel veruleikann. Ef fólk er ekki alveg að hafa vald á þeim þá geta þau snúist upp í popúlisma og þá skiptist þetta í „við“ og „hinir.“ Eða þú getur jafnvel beitt eineltistöktum án þess að gera þér grein fyrir því. Oft þegar fólk leggur upp í umræðu, með einhverja fyrirfram gefna skoðun sem það ætlar að rökstyðja, þá eltir það rökleiðsluna en er komið langt út frá samhenginu, af því að þannig virka orð.“ Þá sagði Auður jafnframt að vert væri að skoða þau orð sem verið er að nota í umræðunni. „Við erum að nota tungumálið til að greina umheiminn og hugsanir okkar og stundum missum við valdið á því, við erum komin svolítið langt út í móa í okkar rökleiðslu.“ Auður bætti við að fólk sé oft mjög hrætt við umræðu en umræða sé í raun alltaf af hinu góða. „Það fer eftir hvernig við tæklum hana. Oft getur heimskuleg umræða orðið að mjög góðri umræðu. Það er þessi vera sem hún er. “ Sprengisandur Tjáningarfrelsi Samfélagsmiðlar Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Í kjölfar „skessumálsins“ svokallaða í Vestmannaeyjum fyrr í vikunni hefur mikið verið rætt um að hatursorðræðu og orðanotkun einstaklinga á samfélagsmiðlum. Í þættinum sagði Sigríður að ekki mætti horfa framhjá því að bæði tungumálið og hegðun, framkoma og atferli manna er lifandi fyrirbæri sem verður illa stýrt með reglum og lögum. „Ég hef gaman af þeim sem stíga fram sem riddarar siðgæðisins eða málsvarar hinna og þessa sjónarmiða, þeir sem eru að stíga fram og brýna fyrir okkur hinum, stundum af mismikilli eða mislítilli vandlætingu. Ég hef alveg gaman af því og það ber alveg árangur. Margt af því er gott, mjög margt af því er mjög vont en ég held að til lengri tíma þá berum við öll gæfu til að breyta rétt á endanum. Að mínu mati snýst þetta um kurteisi, að reyna að temja sér það, og ég held flestir séu nú að reyna það. Sumum tekst það bara ekki.“ Við megum heldur ekki gleyma því að við erum ekki einsleitt samfélag. Það er kannski ekki öllum gefið að koma skoðunum sínum á framfæri með jafn vönduðum hætti og við myndum vilja temja okkur sjálf. Orðavalið er mikilvægt Auður benti jafnframt á að mikilvægt væri að gera greinarmun á hatursorðræðu og popúlisma. „Við erum með þennan lifandi netheim sem er orðinn okkar ósjálfráðu samskipti. Þegar að það koma upp svona sterk hugtök, sem eru kannski búin til svo við getum greint veruleikann, ef þau eru notuð á of auðveldan hátt þá þrengja þau jafnvel veruleikann. Ef fólk er ekki alveg að hafa vald á þeim þá geta þau snúist upp í popúlisma og þá skiptist þetta í „við“ og „hinir.“ Eða þú getur jafnvel beitt eineltistöktum án þess að gera þér grein fyrir því. Oft þegar fólk leggur upp í umræðu, með einhverja fyrirfram gefna skoðun sem það ætlar að rökstyðja, þá eltir það rökleiðsluna en er komið langt út frá samhenginu, af því að þannig virka orð.“ Þá sagði Auður jafnframt að vert væri að skoða þau orð sem verið er að nota í umræðunni. „Við erum að nota tungumálið til að greina umheiminn og hugsanir okkar og stundum missum við valdið á því, við erum komin svolítið langt út í móa í okkar rökleiðslu.“ Auður bætti við að fólk sé oft mjög hrætt við umræðu en umræða sé í raun alltaf af hinu góða. „Það fer eftir hvernig við tæklum hana. Oft getur heimskuleg umræða orðið að mjög góðri umræðu. Það er þessi vera sem hún er. “
Sprengisandur Tjáningarfrelsi Samfélagsmiðlar Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent