„Oft getur heimskuleg umræða orðið að mjög góðri umræðu“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 15. janúar 2023 17:01 Sigríður Á. Andersen og Auður Jónsdóttir voru gestir í útvarpsþættinum Sprengisandi í dag. Vísir Sigríður Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra og Auður Jónsdóttir rithöfundur mættu í Sprengisand á Bylgjunni og ræddu þar meðal annars pólitískan rétttrúnað, tjáningarfrelsið og samfélagsmiðla. Í kjölfar „skessumálsins“ svokallaða í Vestmannaeyjum fyrr í vikunni hefur mikið verið rætt um að hatursorðræðu og orðanotkun einstaklinga á samfélagsmiðlum. Í þættinum sagði Sigríður að ekki mætti horfa framhjá því að bæði tungumálið og hegðun, framkoma og atferli manna er lifandi fyrirbæri sem verður illa stýrt með reglum og lögum. „Ég hef gaman af þeim sem stíga fram sem riddarar siðgæðisins eða málsvarar hinna og þessa sjónarmiða, þeir sem eru að stíga fram og brýna fyrir okkur hinum, stundum af mismikilli eða mislítilli vandlætingu. Ég hef alveg gaman af því og það ber alveg árangur. Margt af því er gott, mjög margt af því er mjög vont en ég held að til lengri tíma þá berum við öll gæfu til að breyta rétt á endanum. Að mínu mati snýst þetta um kurteisi, að reyna að temja sér það, og ég held flestir séu nú að reyna það. Sumum tekst það bara ekki.“ Við megum heldur ekki gleyma því að við erum ekki einsleitt samfélag. Það er kannski ekki öllum gefið að koma skoðunum sínum á framfæri með jafn vönduðum hætti og við myndum vilja temja okkur sjálf. Orðavalið er mikilvægt Auður benti jafnframt á að mikilvægt væri að gera greinarmun á hatursorðræðu og popúlisma. „Við erum með þennan lifandi netheim sem er orðinn okkar ósjálfráðu samskipti. Þegar að það koma upp svona sterk hugtök, sem eru kannski búin til svo við getum greint veruleikann, ef þau eru notuð á of auðveldan hátt þá þrengja þau jafnvel veruleikann. Ef fólk er ekki alveg að hafa vald á þeim þá geta þau snúist upp í popúlisma og þá skiptist þetta í „við“ og „hinir.“ Eða þú getur jafnvel beitt eineltistöktum án þess að gera þér grein fyrir því. Oft þegar fólk leggur upp í umræðu, með einhverja fyrirfram gefna skoðun sem það ætlar að rökstyðja, þá eltir það rökleiðsluna en er komið langt út frá samhenginu, af því að þannig virka orð.“ Þá sagði Auður jafnframt að vert væri að skoða þau orð sem verið er að nota í umræðunni. „Við erum að nota tungumálið til að greina umheiminn og hugsanir okkar og stundum missum við valdið á því, við erum komin svolítið langt út í móa í okkar rökleiðslu.“ Auður bætti við að fólk sé oft mjög hrætt við umræðu en umræða sé í raun alltaf af hinu góða. „Það fer eftir hvernig við tæklum hana. Oft getur heimskuleg umræða orðið að mjög góðri umræðu. Það er þessi vera sem hún er. “ Sprengisandur Tjáningarfrelsi Samfélagsmiðlar Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Í kjölfar „skessumálsins“ svokallaða í Vestmannaeyjum fyrr í vikunni hefur mikið verið rætt um að hatursorðræðu og orðanotkun einstaklinga á samfélagsmiðlum. Í þættinum sagði Sigríður að ekki mætti horfa framhjá því að bæði tungumálið og hegðun, framkoma og atferli manna er lifandi fyrirbæri sem verður illa stýrt með reglum og lögum. „Ég hef gaman af þeim sem stíga fram sem riddarar siðgæðisins eða málsvarar hinna og þessa sjónarmiða, þeir sem eru að stíga fram og brýna fyrir okkur hinum, stundum af mismikilli eða mislítilli vandlætingu. Ég hef alveg gaman af því og það ber alveg árangur. Margt af því er gott, mjög margt af því er mjög vont en ég held að til lengri tíma þá berum við öll gæfu til að breyta rétt á endanum. Að mínu mati snýst þetta um kurteisi, að reyna að temja sér það, og ég held flestir séu nú að reyna það. Sumum tekst það bara ekki.“ Við megum heldur ekki gleyma því að við erum ekki einsleitt samfélag. Það er kannski ekki öllum gefið að koma skoðunum sínum á framfæri með jafn vönduðum hætti og við myndum vilja temja okkur sjálf. Orðavalið er mikilvægt Auður benti jafnframt á að mikilvægt væri að gera greinarmun á hatursorðræðu og popúlisma. „Við erum með þennan lifandi netheim sem er orðinn okkar ósjálfráðu samskipti. Þegar að það koma upp svona sterk hugtök, sem eru kannski búin til svo við getum greint veruleikann, ef þau eru notuð á of auðveldan hátt þá þrengja þau jafnvel veruleikann. Ef fólk er ekki alveg að hafa vald á þeim þá geta þau snúist upp í popúlisma og þá skiptist þetta í „við“ og „hinir.“ Eða þú getur jafnvel beitt eineltistöktum án þess að gera þér grein fyrir því. Oft þegar fólk leggur upp í umræðu, með einhverja fyrirfram gefna skoðun sem það ætlar að rökstyðja, þá eltir það rökleiðsluna en er komið langt út frá samhenginu, af því að þannig virka orð.“ Þá sagði Auður jafnframt að vert væri að skoða þau orð sem verið er að nota í umræðunni. „Við erum að nota tungumálið til að greina umheiminn og hugsanir okkar og stundum missum við valdið á því, við erum komin svolítið langt út í móa í okkar rökleiðslu.“ Auður bætti við að fólk sé oft mjög hrætt við umræðu en umræða sé í raun alltaf af hinu góða. „Það fer eftir hvernig við tæklum hana. Oft getur heimskuleg umræða orðið að mjög góðri umræðu. Það er þessi vera sem hún er. “
Sprengisandur Tjáningarfrelsi Samfélagsmiðlar Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira