Á döfinni í fyrra: Því að lífið er svo miklu meira en vinna Rakel Sveinsdóttir skrifar 15. janúar 2023 08:00 Við fórum víða við í helgarviðtölum og greinum í fyrra. Þar sem samtímasagan endurspeglast oftar en ekki vel í gegnum frásagnir viðmælenda. Sem koma úr öllum áttum og eru á ýmsum aldri. En hafa öll áhugaverða sögu að segja. Vísir/Vilhelm, Ljósmyndasafn Reykjavíkur Á sunnudögum í janúar ætlum við að rifja upp ýmiss viðtöl og efni úr Atvinnulífinu í fyrra eða á vegum umsjónarmanns Atvinnulífsins. Og komum víða við. Enda lífið svo miklu meira en vinna... Í Atvinnulífinu sjálfu hófum við árið 2022 með helgarviðtali við bræðurna Ívar og Guðmund Kristjánsson stofnendur 1939 GAMES tölvuleikjafyrirtækisins. Ívar og Guðmundur störfuðu báðir lengi vel hjá CCP en Guðmundur er meðal stofnenda þess fyrirtækis. Þá eru bræðurnir synir Kristjáns Guðmundssonar, listamanns. Í fyrra tókum við einnig fyrir 100 ára gamla sögu fyrirtækisins Héðins, sem svo sannarlega má segja að segja að sé ekki aðeins saga um fyrirtæki, heldur einnig saga um fólk og samfélag í 100 ár. Og ríflega það, því sögu Héðins má í raun rekja til ársins 1892. Héðinn var einn stærsti vinnustaður höfuðborgarinnar á síðustu öld en þar unnu tæplega fimmhundruð manns þegar mest var árið 1949. Enda hélt fyrirtækið úti sínu eigin fótboltaliði um tíma. Margar myndir prýða samantektina sem gaman er að sjá. Saga Héðins var rekin í tveimur hlutum. Í síðari hluta er meðal annars sagt frá þeim ólgusjó sem fyrirtækið fór í gegnum. Erfiðan rekstrartíma og uppbygginguna sem sísðar tók við, nýsköpun og næstu kynslóðum í brúnni. Atvinnulífið settist niður með Jóni Magnússyni stofnanda Skalla, en þeir eru ófáir sem muna eftir litríka ísnum á Skalla í Lækjargötunni sem var svo vinsæll að fólk hreinlega stóð í röðum til að kaupa ís. Bragðefni voru þó ekki kominn á markaðinn þegar þetta var og upplýsir Jón um það í viðtalinu að jarðaberjaísinn sem náði miklum vinsældum, var í raun venjulegur ís með rauðum matarlit. Saga Skalla nær aftur til ársins 1971 og virkilega gaman að heyra sögu Jóns, sem enn stendur vaktina í Skalla, nú staðsettur í Ögurhvarfinu. Í maí rifjuðum við upp söguna með Garðari Guðmundssyni sem þá varð áttræður. Garðar er af fyrstu kynslóð rokksöngvara á Íslandi, hinn íslenski Cliff Richards. Starfaði um árabil í Litaver og þjálfaði lengi fótbolta með Gróttu. „En taktu eftir: Þarna var rosalegt stuð og alveg troðið en ekkert vín haft um hönd. Það hreinlega tíðkaðist ekki á böllum unga fólksins á þessum tíma,“ segir Garðar meðal annars þegar hann rifjar upp gullaldartíma rokksins þegar unga fólkið flykktist á böllin til að dansa. Viðtalið við Garðar var birt undir hatti Lífsins á Vísi. Halla Guðrún Jónsdóttir, eða Halla Bondó frá Vestmannaeyjum eins og hún er að jafnaði kölluð, rifjar upp tímanna tvenna en hún starfaði hjá Kreditkortum, nú SaltPay, nánast frá upphafi tíma kreditkorta á Íslandi. Þegar aðeins eiginmennirnir gátu fengið kort og það helst fyrirmenn. „En mér finnst þetta samt svo skrýtin fyrirhyggja að allt í einu þegar maður verður 67 ára þá má maður ekki lengur ráða því hvað maður vill gera, heldur er bara stimplaður ellilífeyrisþegi alveg sama hvort þú ert fullfær um að vinna eða ekki,“ segir Halla meðal annars um starfslokin. Enda sjálf kona sem segist yfir höfuð aldrei pæla neitt í aldrinum. Á þjóðhátíðardaginn birtum við viðtal við Önnu Hildi Guðmundsdóttur formann SÁÁ en svo sannarlega hafið mikið gengið á hjá samtökunum mánuðina á undan. Fyrst Einarsmálið svo kallaða þar sem fyrrum formaður varð uppvís að því að hafa keypt vændi. Síðan dró Þóra Kristín Ásgeirsdóttir formannsframboð sitt til baka vegna skítkasts og leiðinda. Anna segir í einlægni sína sögu og þá ekki síst það hversu lengi hún viðurkenndi sig ekki innst inni sem alkóhólista. Ekki einu sinni þegar hún var búin í meðferð og hætt að drekka. Síðasta haust tókum við Valla sport að tali í tveimur hlutum og rifjuðum upp samtímasöguna um leið en Valli er fæddur árið 1968 en hefur þó komið víða við: Í viðskiptalífinu, í auglýsingabransanum, sem fjölmiðlamaður, rithöfundur, eggjabóndi, í íþróttum, lagahöfundur, hljómsveitagaur, í málefnum flóttafólks og svo mætti lengi telja. En Valli hefur líka upplifað kulnun og segir meðal annars frá því. Í október rýndum við í umhverfi fyrirtækja á Sikiley með samantekt í tveimur hlutum um mafíuna á Sikiley. Þar sem fyrirtækjaeigendur þurfa enn að greiða mafíuskatt af starfseminni, eða „pizzo" eins og sá skattur er kallaður á Sikiley. Þótt mafíuskatturinn sé í raun undirheimaskattur, er hann jafn eðlilegur partur af rekstri fyrirtækja þar að huga að, eins og virðisaukaskatturinn er hér heima. Fimmtíu ár voru liðin frá fyrstu Guðföðursmyndinni en umfjöllunin var birt undir hatti Lífsins á Vísi. Í nóvember fór Atvinnulífið á stúfana og ræddi við fólk sem telst til fólks á þriðja æviskeiðinu en er svo sannarlega enn í fullu fjöri. Þar ber fyrst að nefna Guðrúnu Hlín Þórarinsdóttir sem enn er í 100% starfi hjá IKEA og hefur starfað þar í áratugi. „Veistu, það hefur hreinlega aldrei neinn nefnt eitt eða neitt við mig um starfslok,“ segir Guðrún meðal annars í skemmtilegu viðtali. Næst var það saga Tryggva Pálssonar, sem án efa er eitt þekktasta nafnið úr heimi banka- og fjármála síðustu áratugi. Og reyndar einnig afabarn Ásgeirs Ásgeirssonar fyrrum forseta Íslands. Tryggvi snerti margar taugar þegar hann hvatti til þess að fólk lifði lífinu til fulls á meðan það hefði heilsu til, meðal annars með því að nota þá peninga sem það hefði þegar unnið sér inn. „Því þegar að við föllum frá má gera ráð fyrir að börnin okkar séu á sjötugsaldri og sjálf löngu búin að koma sér vel fyrir. Þau hafa fengið stuðning í uppeldinu, náminu og ef til vill við kaup á fyrstu íbúðinni. Þannig að til hvers að keppast við að eiga eitthvað til að arfleiða fullorðna afkomendur að í stað þess að njóta þess sem þú ert búinn að vinna þér fyrir?“ Í byrjun desember fórum við aðeins í rómantíkina og fengum að heyra hvernig alvöru ítalskt brúðkaup gengur fyrir sig. Enda nýtt trend hér að fólk velji að gifta sig á Ítalíu. Margar fallegar myndir einkenna þessa umfjöllun. Annað árið í röð birti Vísir ævisögu um jólin í tveimur hlutum. Í þetta sinn fjölskyldusögu sem svo sannarlega segir frá ástum og áföllum. Kossi í Austuríki, ungum ekkli með fjögur börn og um dótturmissi sem fær hjartað hreinlega til að herpast saman við lesturinn. Katrín Gísladóttir Sedlacek leirlistakona var viðmælandi viðtalsins en hún er fædd árið 1962. Í fyrri hluta fjölskyldusögunnar segjum við ástarsögu foreldra Katrínar, en þau kynntust árið 1959. Helgarviðtal Atvinnulífsins Fréttir ársins 2022 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Og komum víða við. Enda lífið svo miklu meira en vinna... Í Atvinnulífinu sjálfu hófum við árið 2022 með helgarviðtali við bræðurna Ívar og Guðmund Kristjánsson stofnendur 1939 GAMES tölvuleikjafyrirtækisins. Ívar og Guðmundur störfuðu báðir lengi vel hjá CCP en Guðmundur er meðal stofnenda þess fyrirtækis. Þá eru bræðurnir synir Kristjáns Guðmundssonar, listamanns. Í fyrra tókum við einnig fyrir 100 ára gamla sögu fyrirtækisins Héðins, sem svo sannarlega má segja að segja að sé ekki aðeins saga um fyrirtæki, heldur einnig saga um fólk og samfélag í 100 ár. Og ríflega það, því sögu Héðins má í raun rekja til ársins 1892. Héðinn var einn stærsti vinnustaður höfuðborgarinnar á síðustu öld en þar unnu tæplega fimmhundruð manns þegar mest var árið 1949. Enda hélt fyrirtækið úti sínu eigin fótboltaliði um tíma. Margar myndir prýða samantektina sem gaman er að sjá. Saga Héðins var rekin í tveimur hlutum. Í síðari hluta er meðal annars sagt frá þeim ólgusjó sem fyrirtækið fór í gegnum. Erfiðan rekstrartíma og uppbygginguna sem sísðar tók við, nýsköpun og næstu kynslóðum í brúnni. Atvinnulífið settist niður með Jóni Magnússyni stofnanda Skalla, en þeir eru ófáir sem muna eftir litríka ísnum á Skalla í Lækjargötunni sem var svo vinsæll að fólk hreinlega stóð í röðum til að kaupa ís. Bragðefni voru þó ekki kominn á markaðinn þegar þetta var og upplýsir Jón um það í viðtalinu að jarðaberjaísinn sem náði miklum vinsældum, var í raun venjulegur ís með rauðum matarlit. Saga Skalla nær aftur til ársins 1971 og virkilega gaman að heyra sögu Jóns, sem enn stendur vaktina í Skalla, nú staðsettur í Ögurhvarfinu. Í maí rifjuðum við upp söguna með Garðari Guðmundssyni sem þá varð áttræður. Garðar er af fyrstu kynslóð rokksöngvara á Íslandi, hinn íslenski Cliff Richards. Starfaði um árabil í Litaver og þjálfaði lengi fótbolta með Gróttu. „En taktu eftir: Þarna var rosalegt stuð og alveg troðið en ekkert vín haft um hönd. Það hreinlega tíðkaðist ekki á böllum unga fólksins á þessum tíma,“ segir Garðar meðal annars þegar hann rifjar upp gullaldartíma rokksins þegar unga fólkið flykktist á böllin til að dansa. Viðtalið við Garðar var birt undir hatti Lífsins á Vísi. Halla Guðrún Jónsdóttir, eða Halla Bondó frá Vestmannaeyjum eins og hún er að jafnaði kölluð, rifjar upp tímanna tvenna en hún starfaði hjá Kreditkortum, nú SaltPay, nánast frá upphafi tíma kreditkorta á Íslandi. Þegar aðeins eiginmennirnir gátu fengið kort og það helst fyrirmenn. „En mér finnst þetta samt svo skrýtin fyrirhyggja að allt í einu þegar maður verður 67 ára þá má maður ekki lengur ráða því hvað maður vill gera, heldur er bara stimplaður ellilífeyrisþegi alveg sama hvort þú ert fullfær um að vinna eða ekki,“ segir Halla meðal annars um starfslokin. Enda sjálf kona sem segist yfir höfuð aldrei pæla neitt í aldrinum. Á þjóðhátíðardaginn birtum við viðtal við Önnu Hildi Guðmundsdóttur formann SÁÁ en svo sannarlega hafið mikið gengið á hjá samtökunum mánuðina á undan. Fyrst Einarsmálið svo kallaða þar sem fyrrum formaður varð uppvís að því að hafa keypt vændi. Síðan dró Þóra Kristín Ásgeirsdóttir formannsframboð sitt til baka vegna skítkasts og leiðinda. Anna segir í einlægni sína sögu og þá ekki síst það hversu lengi hún viðurkenndi sig ekki innst inni sem alkóhólista. Ekki einu sinni þegar hún var búin í meðferð og hætt að drekka. Síðasta haust tókum við Valla sport að tali í tveimur hlutum og rifjuðum upp samtímasöguna um leið en Valli er fæddur árið 1968 en hefur þó komið víða við: Í viðskiptalífinu, í auglýsingabransanum, sem fjölmiðlamaður, rithöfundur, eggjabóndi, í íþróttum, lagahöfundur, hljómsveitagaur, í málefnum flóttafólks og svo mætti lengi telja. En Valli hefur líka upplifað kulnun og segir meðal annars frá því. Í október rýndum við í umhverfi fyrirtækja á Sikiley með samantekt í tveimur hlutum um mafíuna á Sikiley. Þar sem fyrirtækjaeigendur þurfa enn að greiða mafíuskatt af starfseminni, eða „pizzo" eins og sá skattur er kallaður á Sikiley. Þótt mafíuskatturinn sé í raun undirheimaskattur, er hann jafn eðlilegur partur af rekstri fyrirtækja þar að huga að, eins og virðisaukaskatturinn er hér heima. Fimmtíu ár voru liðin frá fyrstu Guðföðursmyndinni en umfjöllunin var birt undir hatti Lífsins á Vísi. Í nóvember fór Atvinnulífið á stúfana og ræddi við fólk sem telst til fólks á þriðja æviskeiðinu en er svo sannarlega enn í fullu fjöri. Þar ber fyrst að nefna Guðrúnu Hlín Þórarinsdóttir sem enn er í 100% starfi hjá IKEA og hefur starfað þar í áratugi. „Veistu, það hefur hreinlega aldrei neinn nefnt eitt eða neitt við mig um starfslok,“ segir Guðrún meðal annars í skemmtilegu viðtali. Næst var það saga Tryggva Pálssonar, sem án efa er eitt þekktasta nafnið úr heimi banka- og fjármála síðustu áratugi. Og reyndar einnig afabarn Ásgeirs Ásgeirssonar fyrrum forseta Íslands. Tryggvi snerti margar taugar þegar hann hvatti til þess að fólk lifði lífinu til fulls á meðan það hefði heilsu til, meðal annars með því að nota þá peninga sem það hefði þegar unnið sér inn. „Því þegar að við föllum frá má gera ráð fyrir að börnin okkar séu á sjötugsaldri og sjálf löngu búin að koma sér vel fyrir. Þau hafa fengið stuðning í uppeldinu, náminu og ef til vill við kaup á fyrstu íbúðinni. Þannig að til hvers að keppast við að eiga eitthvað til að arfleiða fullorðna afkomendur að í stað þess að njóta þess sem þú ert búinn að vinna þér fyrir?“ Í byrjun desember fórum við aðeins í rómantíkina og fengum að heyra hvernig alvöru ítalskt brúðkaup gengur fyrir sig. Enda nýtt trend hér að fólk velji að gifta sig á Ítalíu. Margar fallegar myndir einkenna þessa umfjöllun. Annað árið í röð birti Vísir ævisögu um jólin í tveimur hlutum. Í þetta sinn fjölskyldusögu sem svo sannarlega segir frá ástum og áföllum. Kossi í Austuríki, ungum ekkli með fjögur börn og um dótturmissi sem fær hjartað hreinlega til að herpast saman við lesturinn. Katrín Gísladóttir Sedlacek leirlistakona var viðmælandi viðtalsins en hún er fædd árið 1962. Í fyrri hluta fjölskyldusögunnar segjum við ástarsögu foreldra Katrínar, en þau kynntust árið 1959.
Helgarviðtal Atvinnulífsins Fréttir ársins 2022 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira