Bolsonaro til rannsóknar vegna óeirðanna Ólafur Björn Sverrisson skrifar 14. janúar 2023 08:25 Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu. Getty/Andressa Anholete Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu er grunaður um að hafa hvatt til mótmæla sem leiddu til árásanna á helstu opinberu byggingar Brasilíuborgar. Hæstiréttur landsins hefur staðfest að rannsókn á óeirðunum muni meðal annars snúa að þætti forsetans fyrrverandi. „Opinberar persónur sem halda áfram að vinna gegn lýðræðinu munu þurfa að svara fyrir það,“ sagði dómarinn Alexandra de Moraes, sem staðfesti beiðni saksóknara um að hefja rannsókn á þætti forsetans fyrrverandi. Í tilkynningu saksóknaraembættis segir að rannsóknin muni snúa að hvatningu forsetans og stuðningi við innbrot fjölda stuðningsamnna sinna í opinberar byggingar 8. janúar. Þá vísar saksóknar í myndband þar sem Bolsonaro dregur niðurstöður kosninga, þar sem hann beið lægri hlut gegn sitjandi forseta Lula da Silva, í efa. Ríkissaksóknari telur að myndbandið, sem nú hefur verið eytt, réttlæti rannsókn á aðgerðum Bolsonaro fyrir og eftir 8. janúar síðastliðinn. Hann er nú staddur í Bandaríkjunum. Dómsmálayfirvöld í Brasilíu hafa einnig gefið út handtökutilskipanir á hendur hátt settum embættismönnum í landinu vegna árásanna, þar á meðal Anderson Torres, sem gegndi embætti dómsmálaráðherra í forsetatíð Bolsonaros. Hann er grunaður um að hafa unnið með mótmælendum. Forseti Brasilíu, Lula da Silva, hefur fordæmt múginn sem réðst inn í byggingarnar og heitir því að þeir sem eiga hlut að máli, sem hann kallar „skemmdarvarga og fasista,“ verði dregnir til ábyrgðar. Brasilía Tengdar fréttir „Þetta er atlaga að lýðræðinu“ Forseti Brasilíu segir engin fordæmi fyrir árásinni á opinberar byggingar í gær og heitir því að óeirðarseggirnir verði sóttir til saka. Utanríkisráðherra Íslands telur að um sé að ræða atlögu að lýðræðinu sem minni óþægilega á atburðina í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum. Of mörg merki séu um að vegið sé að lýðræðinu. 9. janúar 2023 23:20 Stuðningsmenn Bolsonaro réðust inn í þinghúsið Stuðningsmenn Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseta Brasilíu, gerðu áhlaup á þinghús Brasilíu í dag. Þeim var mætt af lögregluliði sem beitti táragasi til að halda fólkinu frá. 8. janúar 2023 19:50 Þjóðarleiðtogar fordæma atburðina í Brasilíu Fjölmargir þjóðarleiðtogar heimsins hafa fordæmt atburðina í Brasilíu í gær þar sem æstur múgur réðst inn í margar helstu byggingar höfuðborgarinnar Brasilíu. 9. janúar 2023 15:49 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Sjá meira
„Opinberar persónur sem halda áfram að vinna gegn lýðræðinu munu þurfa að svara fyrir það,“ sagði dómarinn Alexandra de Moraes, sem staðfesti beiðni saksóknara um að hefja rannsókn á þætti forsetans fyrrverandi. Í tilkynningu saksóknaraembættis segir að rannsóknin muni snúa að hvatningu forsetans og stuðningi við innbrot fjölda stuðningsamnna sinna í opinberar byggingar 8. janúar. Þá vísar saksóknar í myndband þar sem Bolsonaro dregur niðurstöður kosninga, þar sem hann beið lægri hlut gegn sitjandi forseta Lula da Silva, í efa. Ríkissaksóknari telur að myndbandið, sem nú hefur verið eytt, réttlæti rannsókn á aðgerðum Bolsonaro fyrir og eftir 8. janúar síðastliðinn. Hann er nú staddur í Bandaríkjunum. Dómsmálayfirvöld í Brasilíu hafa einnig gefið út handtökutilskipanir á hendur hátt settum embættismönnum í landinu vegna árásanna, þar á meðal Anderson Torres, sem gegndi embætti dómsmálaráðherra í forsetatíð Bolsonaros. Hann er grunaður um að hafa unnið með mótmælendum. Forseti Brasilíu, Lula da Silva, hefur fordæmt múginn sem réðst inn í byggingarnar og heitir því að þeir sem eiga hlut að máli, sem hann kallar „skemmdarvarga og fasista,“ verði dregnir til ábyrgðar.
Brasilía Tengdar fréttir „Þetta er atlaga að lýðræðinu“ Forseti Brasilíu segir engin fordæmi fyrir árásinni á opinberar byggingar í gær og heitir því að óeirðarseggirnir verði sóttir til saka. Utanríkisráðherra Íslands telur að um sé að ræða atlögu að lýðræðinu sem minni óþægilega á atburðina í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum. Of mörg merki séu um að vegið sé að lýðræðinu. 9. janúar 2023 23:20 Stuðningsmenn Bolsonaro réðust inn í þinghúsið Stuðningsmenn Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseta Brasilíu, gerðu áhlaup á þinghús Brasilíu í dag. Þeim var mætt af lögregluliði sem beitti táragasi til að halda fólkinu frá. 8. janúar 2023 19:50 Þjóðarleiðtogar fordæma atburðina í Brasilíu Fjölmargir þjóðarleiðtogar heimsins hafa fordæmt atburðina í Brasilíu í gær þar sem æstur múgur réðst inn í margar helstu byggingar höfuðborgarinnar Brasilíu. 9. janúar 2023 15:49 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Sjá meira
„Þetta er atlaga að lýðræðinu“ Forseti Brasilíu segir engin fordæmi fyrir árásinni á opinberar byggingar í gær og heitir því að óeirðarseggirnir verði sóttir til saka. Utanríkisráðherra Íslands telur að um sé að ræða atlögu að lýðræðinu sem minni óþægilega á atburðina í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum. Of mörg merki séu um að vegið sé að lýðræðinu. 9. janúar 2023 23:20
Stuðningsmenn Bolsonaro réðust inn í þinghúsið Stuðningsmenn Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseta Brasilíu, gerðu áhlaup á þinghús Brasilíu í dag. Þeim var mætt af lögregluliði sem beitti táragasi til að halda fólkinu frá. 8. janúar 2023 19:50
Þjóðarleiðtogar fordæma atburðina í Brasilíu Fjölmargir þjóðarleiðtogar heimsins hafa fordæmt atburðina í Brasilíu í gær þar sem æstur múgur réðst inn í margar helstu byggingar höfuðborgarinnar Brasilíu. 9. janúar 2023 15:49