Ekki gerð refsing vegna líkamsárásar á sáttafundi Atli Ísleifsson skrifar 13. janúar 2023 13:30 Fyrir dómi kom þó fram að maðurinn sem fyrir árásinni varð hafi verið búinn að áreita ólögráða dóttur ákærða ítrekað og kynferðislega. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur sakfellt karlmann vegna líkamsárásar á sérstökum sáttafundi þar sem hann réðst á annan mann sem átti að hafa áreitt ólögráða dóttur ákærða ítrekað og kynferðislega. Manninum var ekki gerð sérstök refsing í málinu. Í dómi kemur fram að árásin hafi átt sér stað innandyra, á skrifstofu, í mars 2021 þar sem ákærði hafi gripið í höfuð brotaþolans, ítrekað slegið hann í höfuðið og andlit þar til að aðrir á staðnum hafi náð að ganga á milli. Maðurinn sem fyrir árásinni varð hlaut bólgu og hrufl við neðan vinstra auga og eymsli á nokkrum stöðum á höfði og hálsi. Ákærði játaði brotið skýlaust. Fyrir dómi kom þó fram að sá sem fyrir árásinni varð hafi verið búinn að áreita ólögráða dóttur ákærða ítrekað og kynferðislega. Árásin hafi svo verið gerð á sáttafundi þar sem ákærði hafi „misst stjórn á skapi sínu í örskamma stund og framið þann verknað sem lýst er í ákæru“. Landsréttur hafði áður dæmt árásarmanninn í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir meiriháttar líkamsárás og heimilisofbeldi. Brotið sem hann var sakfelldur fyrir nú var framið fyrir uppkvaðningu dóms Landsréttar í júlí 2021. Því hefði verið um hegningarauka nú, en með hliðsjón af greiðri játningu og hve langt sé um liðið frá ársinni þótti dómara ekki efni til að gera manninum frekari refsingu. Manninum var gert að greiða um 275 þúsund krónur í sakarkostnað. Dómsmál Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Fleiri fréttir Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Sjá meira
Í dómi kemur fram að árásin hafi átt sér stað innandyra, á skrifstofu, í mars 2021 þar sem ákærði hafi gripið í höfuð brotaþolans, ítrekað slegið hann í höfuðið og andlit þar til að aðrir á staðnum hafi náð að ganga á milli. Maðurinn sem fyrir árásinni varð hlaut bólgu og hrufl við neðan vinstra auga og eymsli á nokkrum stöðum á höfði og hálsi. Ákærði játaði brotið skýlaust. Fyrir dómi kom þó fram að sá sem fyrir árásinni varð hafi verið búinn að áreita ólögráða dóttur ákærða ítrekað og kynferðislega. Árásin hafi svo verið gerð á sáttafundi þar sem ákærði hafi „misst stjórn á skapi sínu í örskamma stund og framið þann verknað sem lýst er í ákæru“. Landsréttur hafði áður dæmt árásarmanninn í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir meiriháttar líkamsárás og heimilisofbeldi. Brotið sem hann var sakfelldur fyrir nú var framið fyrir uppkvaðningu dóms Landsréttar í júlí 2021. Því hefði verið um hegningarauka nú, en með hliðsjón af greiðri játningu og hve langt sé um liðið frá ársinni þótti dómara ekki efni til að gera manninum frekari refsingu. Manninum var gert að greiða um 275 þúsund krónur í sakarkostnað.
Dómsmál Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Innlent Fleiri fréttir Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Sjá meira