Sigurður svo öflugur að ekki hafi verið tilefni til að auglýsa starfið Elísabet Inga Sigurðardóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 13. janúar 2023 12:04 Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra segir að almenna reglan sé auðvitað að auglýsa í störf og að það geri hann. Sigurður Helgi sé þó öflugur stjórnandi og því ekki talin ástæða til að auglýsa starfið. vísir Heilbrigðisráðherra segist fylgja þeirri reglu að auglýsa í opinber störf en að í tilviki Sigurðar Helga Helgasonar, nýskipaðs forstjóra Sjúkratrygginga, sé hann svo öflugur stjórnandi að ekki hafi verið talin ástæða til að auglýsa stöðuna. Í gær greindum við frá því að Sigurður Helgi Helgason, skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu hafi verið skipaður forstjóri Sjúkratryggingar. Samkvæmt heimildum fréttastofu var Sigurður skipaður án þess að starfið væri auglýst. Ákvörðun sem tryggi samfellu „Almenna reglan er auðvitað að auglýsa og við fylgjum henni. Það er hins vegar heimild til þess að skipa í stöður og þarna erum við með stjórnanda sem hefur bakgrunn og þekkingu, sérþekkingu á málefnum þessarar stofnunar tilteknu og málefnum heilbrigðisþjónustunnar. Til þess að tryggja samfellu, það er öflugur stjórnandi að fara frá og til að tryggja samfellu í starfsemi stofnunarinnar þá tók ég þá ákvörðun um að skipa Sigurð Helgason í embætti sjúkratrygginga.“ Sagði Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra í samtali við Bjarka Sigurðsson fréttamann að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Svo hæf að ekki var talin ástæða til að auglýsa starfið Í haust skapaðist mikil umræða um umdeilda ákvörðun Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra um að skipa Hörpu Þórsdóttir í embætti þjóðminjavarðar án auglýsingar. Lilja sagði að Harpa væri mjög hæf. „Og Harpa Þórsdóttir, sem hefur verið safnstjóri í Listasafni Íslands, hún er sérstaklega hæf og uppfyllir öll þau skilyrði sem þurfa að vera til staðar,“ sagði Lilja að loknum ríkisstjórnarfundi þann 30. ágúst 2022. Í kjölfarið ákvað Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra að ráðist í gerð samantektar um flutning embættismanna. Fylgir þeirri reglu að auglýsa en ekki í tilviki Sigurðar Þessi heimild sem þú nýtir er undantekningaheimild. Er hún ekki orðin að almennri reglu hjá þessari ríkisstjórn? „Ég skil þetta þannig að þetta sé í undantekningartilvikum. Ég hef fylgt þeirri reglu að auglýsa en í þessu tilviki erum við með öflugan stjórnanda með öflugan bakgrunn sem talar mjög vel inn í það sem til þarf til að leiða þessa stofnun og þess vegna tók ég þá ákvörðun.“ Heilbrigðismál Félagsmál Tryggingar Sjúkratryggingar Tengdar fréttir Skipaður forstjóri Sjúkratrygginga án auglýsingar Sigurður Helgi Helgason, skrifstofustjóri skrifstofu stjórnunar og umbóta í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, hefur verið skipaður forstjóri Sjúkratryggingar. Þetta staðfestir Sigurður í samtali við Vísi og segist spenntur að taka við starfinu. Stofnunin heyrir undir heilbrigðisráðuneyti Willums Þórs Þórssonar. 12. janúar 2023 15:02 Segir skipun þjóðminjavarðar afar farsæla Menningarmálaráðherra segir skipun hennar í stöðu þjóðminjavarðar án auglýsingar afar farsæla. Gagnrýni sem hafi komið fram í málinu hafi verið lærdómsrík og skili því að nú megi æðstu stjórnendur höfuðsafnanna ekki starfa lengur en í fimm ár. 17. nóvember 2022 18:30 Segir samantekt forsætisráðuneytisins ófullnægjandi Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir að ný samantekt forsætisráðuneytisins um flutning embættismanna á milli embætta, sé ófullnægjandi og að nefndin muni taka upp þráðinn. Í samantektinni séu ekki skipanir utan stjórnarráðsins. 3. október 2022 13:42 Skipað í embætti án auglýsingar í fimmtungi tilfella Skipað var í embætti í kjölfar auglýsingar í um áttatíu prósent tilfella á tímabilinu 2009 til 2022. Í tuttugu prósent tilfella var embættismaður fluttur í annað embætti ýmist á grundvelli flutningsheimildar í lögum eða sérstakra lagaheimilda. Ef flutningar embættismanna sem gerðir voru í tengslum við breytingar á skipulagi stofnana eða ráðuneyta eru ekki taldir með, fer hlutfall skipana í kjölfar auglýsingar upp í rúm níutíu prósent. 3. október 2022 08:39 Segja auglýsingu hafa verið tilbúna en svo barst „tillaga“ Búið var að smíða auglýsingu um stöðu þjóðminjavarðar þegar sveigt var af leið og ákveðið að skipa í stöðuna án þess að auglýsa hana. Svo virðist sem tillaga hafi borist á borð ráðherra sem varð þess valdandi að staðan var ekki auglýst. 30. september 2022 07:16 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Sjá meira
Í gær greindum við frá því að Sigurður Helgi Helgason, skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu hafi verið skipaður forstjóri Sjúkratryggingar. Samkvæmt heimildum fréttastofu var Sigurður skipaður án þess að starfið væri auglýst. Ákvörðun sem tryggi samfellu „Almenna reglan er auðvitað að auglýsa og við fylgjum henni. Það er hins vegar heimild til þess að skipa í stöður og þarna erum við með stjórnanda sem hefur bakgrunn og þekkingu, sérþekkingu á málefnum þessarar stofnunar tilteknu og málefnum heilbrigðisþjónustunnar. Til þess að tryggja samfellu, það er öflugur stjórnandi að fara frá og til að tryggja samfellu í starfsemi stofnunarinnar þá tók ég þá ákvörðun um að skipa Sigurð Helgason í embætti sjúkratrygginga.“ Sagði Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra í samtali við Bjarka Sigurðsson fréttamann að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Svo hæf að ekki var talin ástæða til að auglýsa starfið Í haust skapaðist mikil umræða um umdeilda ákvörðun Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra um að skipa Hörpu Þórsdóttir í embætti þjóðminjavarðar án auglýsingar. Lilja sagði að Harpa væri mjög hæf. „Og Harpa Þórsdóttir, sem hefur verið safnstjóri í Listasafni Íslands, hún er sérstaklega hæf og uppfyllir öll þau skilyrði sem þurfa að vera til staðar,“ sagði Lilja að loknum ríkisstjórnarfundi þann 30. ágúst 2022. Í kjölfarið ákvað Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra að ráðist í gerð samantektar um flutning embættismanna. Fylgir þeirri reglu að auglýsa en ekki í tilviki Sigurðar Þessi heimild sem þú nýtir er undantekningaheimild. Er hún ekki orðin að almennri reglu hjá þessari ríkisstjórn? „Ég skil þetta þannig að þetta sé í undantekningartilvikum. Ég hef fylgt þeirri reglu að auglýsa en í þessu tilviki erum við með öflugan stjórnanda með öflugan bakgrunn sem talar mjög vel inn í það sem til þarf til að leiða þessa stofnun og þess vegna tók ég þá ákvörðun.“
Heilbrigðismál Félagsmál Tryggingar Sjúkratryggingar Tengdar fréttir Skipaður forstjóri Sjúkratrygginga án auglýsingar Sigurður Helgi Helgason, skrifstofustjóri skrifstofu stjórnunar og umbóta í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, hefur verið skipaður forstjóri Sjúkratryggingar. Þetta staðfestir Sigurður í samtali við Vísi og segist spenntur að taka við starfinu. Stofnunin heyrir undir heilbrigðisráðuneyti Willums Þórs Þórssonar. 12. janúar 2023 15:02 Segir skipun þjóðminjavarðar afar farsæla Menningarmálaráðherra segir skipun hennar í stöðu þjóðminjavarðar án auglýsingar afar farsæla. Gagnrýni sem hafi komið fram í málinu hafi verið lærdómsrík og skili því að nú megi æðstu stjórnendur höfuðsafnanna ekki starfa lengur en í fimm ár. 17. nóvember 2022 18:30 Segir samantekt forsætisráðuneytisins ófullnægjandi Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir að ný samantekt forsætisráðuneytisins um flutning embættismanna á milli embætta, sé ófullnægjandi og að nefndin muni taka upp þráðinn. Í samantektinni séu ekki skipanir utan stjórnarráðsins. 3. október 2022 13:42 Skipað í embætti án auglýsingar í fimmtungi tilfella Skipað var í embætti í kjölfar auglýsingar í um áttatíu prósent tilfella á tímabilinu 2009 til 2022. Í tuttugu prósent tilfella var embættismaður fluttur í annað embætti ýmist á grundvelli flutningsheimildar í lögum eða sérstakra lagaheimilda. Ef flutningar embættismanna sem gerðir voru í tengslum við breytingar á skipulagi stofnana eða ráðuneyta eru ekki taldir með, fer hlutfall skipana í kjölfar auglýsingar upp í rúm níutíu prósent. 3. október 2022 08:39 Segja auglýsingu hafa verið tilbúna en svo barst „tillaga“ Búið var að smíða auglýsingu um stöðu þjóðminjavarðar þegar sveigt var af leið og ákveðið að skipa í stöðuna án þess að auglýsa hana. Svo virðist sem tillaga hafi borist á borð ráðherra sem varð þess valdandi að staðan var ekki auglýst. 30. september 2022 07:16 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Sjá meira
Skipaður forstjóri Sjúkratrygginga án auglýsingar Sigurður Helgi Helgason, skrifstofustjóri skrifstofu stjórnunar og umbóta í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, hefur verið skipaður forstjóri Sjúkratryggingar. Þetta staðfestir Sigurður í samtali við Vísi og segist spenntur að taka við starfinu. Stofnunin heyrir undir heilbrigðisráðuneyti Willums Þórs Þórssonar. 12. janúar 2023 15:02
Segir skipun þjóðminjavarðar afar farsæla Menningarmálaráðherra segir skipun hennar í stöðu þjóðminjavarðar án auglýsingar afar farsæla. Gagnrýni sem hafi komið fram í málinu hafi verið lærdómsrík og skili því að nú megi æðstu stjórnendur höfuðsafnanna ekki starfa lengur en í fimm ár. 17. nóvember 2022 18:30
Segir samantekt forsætisráðuneytisins ófullnægjandi Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir að ný samantekt forsætisráðuneytisins um flutning embættismanna á milli embætta, sé ófullnægjandi og að nefndin muni taka upp þráðinn. Í samantektinni séu ekki skipanir utan stjórnarráðsins. 3. október 2022 13:42
Skipað í embætti án auglýsingar í fimmtungi tilfella Skipað var í embætti í kjölfar auglýsingar í um áttatíu prósent tilfella á tímabilinu 2009 til 2022. Í tuttugu prósent tilfella var embættismaður fluttur í annað embætti ýmist á grundvelli flutningsheimildar í lögum eða sérstakra lagaheimilda. Ef flutningar embættismanna sem gerðir voru í tengslum við breytingar á skipulagi stofnana eða ráðuneyta eru ekki taldir með, fer hlutfall skipana í kjölfar auglýsingar upp í rúm níutíu prósent. 3. október 2022 08:39
Segja auglýsingu hafa verið tilbúna en svo barst „tillaga“ Búið var að smíða auglýsingu um stöðu þjóðminjavarðar þegar sveigt var af leið og ákveðið að skipa í stöðuna án þess að auglýsa hana. Svo virðist sem tillaga hafi borist á borð ráðherra sem varð þess valdandi að staðan var ekki auglýst. 30. september 2022 07:16