Afpöntuðu skíðaferðirnar fara fyrir Hæstarétt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. janúar 2023 13:21 Skíðasvæði í Madonna di Campiglio, Ítalíu, sem var áfangastaður ferðanna. Getty Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir þrjú mál sem tengjast endurgreiðslu afpantaðra skíðaferða vegna Covid-19. Dómstóllinn telur að málin geti haft fordæmisgildi um rétt til endurgreiðslu vegna afpantaðra pakkaferða. Málin þrjú tengjast öll skíðaferðum til Ítalíu á vegum Ferðaskrifstofu Íslands sem voru á dagskrá í lok febrúar árið 2020 þegar heimsfaraldur Covid-19 var að hefjast. Ferðirnar afpantaðar með sjö klukkustunda fyrirvara Áætluð brottför var 29. febrúar en í öllum málunum voru ferðirnar afpantaðar þann 28. febrúar, með sjö klukkutíma fyrirvara fyrir áætlaða brottför. Sama dag greindist fyrsta staðfesta tilfelli Covid-19 hér á landi. Farið var fram á endurgreiðslu ferðanna í öllum tilvikum. Ferðaskrifstofan hafnaði því og vísaði í skilmála þar sem fram kom að ferðir sem væru að fullu greiddar yrðu ekki endurgreiddar. Þetta sættu umræddir viðskiptavinir sig ekki við og höfðuðu að lokum dómsmál. Héraðsdómur Reykjaness mat það svo í málunum að þær óvenjulegu og óviðráðanlegu aðstæður sem uppi voru á áfangastað fyrirhugaðrar skíðaferðar fjölskyldunnar þegar hún var afpöntuð, það er ör útbreiðsla Covid-19 sjúkdómsins þar, hafi verið þess eðlis að þær höfðu afgerandi áhrif á fyrirhugað ferðalag hennar og gerðu það að verkum að ekki var öruggt fyrir hana að ferðast þangað. Ættu viðskiptavinirnir því rétt á endurgreiðslu. Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms í málunum. Ferðaskrifstofa Íslands óskaði eftir leyfi Hæstaréttar til að skjóta málunum til dómstólsins. Var það gert á þeim grundvelli að úrslit málsins hefðu verulegt gildi fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu sem selji pakkaferðir. Þá telji ferðaskrifstofan að niðurstaða Landsréttar sé bersýnilega röng, ferðamaður sem treysti sér ekki í pakkaferð sem framkvæmd hafi verið með þeim hætti sem kveðið var á um við sölu geti hann ekki losnað undan skuldbindingu sinni, heldur eigi hann aðeins þann rétt að afpanta ferð fyrir upphaf hennar og greiða þóknun í samræmi við reglur um afpantanir fyrir upphaf ferðar. Hæstiréttur telur, sem fyrr segir, að dómur í málunum, geti haft fordæmisgildi rétt til endurgreiðslu vegna afpöntunar pakkaferðar. Mun dómstóllinn því taka málin þrjú fyrir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Dómsmál Neytendur Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Sjá meira
Málin þrjú tengjast öll skíðaferðum til Ítalíu á vegum Ferðaskrifstofu Íslands sem voru á dagskrá í lok febrúar árið 2020 þegar heimsfaraldur Covid-19 var að hefjast. Ferðirnar afpantaðar með sjö klukkustunda fyrirvara Áætluð brottför var 29. febrúar en í öllum málunum voru ferðirnar afpantaðar þann 28. febrúar, með sjö klukkutíma fyrirvara fyrir áætlaða brottför. Sama dag greindist fyrsta staðfesta tilfelli Covid-19 hér á landi. Farið var fram á endurgreiðslu ferðanna í öllum tilvikum. Ferðaskrifstofan hafnaði því og vísaði í skilmála þar sem fram kom að ferðir sem væru að fullu greiddar yrðu ekki endurgreiddar. Þetta sættu umræddir viðskiptavinir sig ekki við og höfðuðu að lokum dómsmál. Héraðsdómur Reykjaness mat það svo í málunum að þær óvenjulegu og óviðráðanlegu aðstæður sem uppi voru á áfangastað fyrirhugaðrar skíðaferðar fjölskyldunnar þegar hún var afpöntuð, það er ör útbreiðsla Covid-19 sjúkdómsins þar, hafi verið þess eðlis að þær höfðu afgerandi áhrif á fyrirhugað ferðalag hennar og gerðu það að verkum að ekki var öruggt fyrir hana að ferðast þangað. Ættu viðskiptavinirnir því rétt á endurgreiðslu. Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms í málunum. Ferðaskrifstofa Íslands óskaði eftir leyfi Hæstaréttar til að skjóta málunum til dómstólsins. Var það gert á þeim grundvelli að úrslit málsins hefðu verulegt gildi fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu sem selji pakkaferðir. Þá telji ferðaskrifstofan að niðurstaða Landsréttar sé bersýnilega röng, ferðamaður sem treysti sér ekki í pakkaferð sem framkvæmd hafi verið með þeim hætti sem kveðið var á um við sölu geti hann ekki losnað undan skuldbindingu sinni, heldur eigi hann aðeins þann rétt að afpanta ferð fyrir upphaf hennar og greiða þóknun í samræmi við reglur um afpantanir fyrir upphaf ferðar. Hæstiréttur telur, sem fyrr segir, að dómur í málunum, geti haft fordæmisgildi rétt til endurgreiðslu vegna afpöntunar pakkaferðar. Mun dómstóllinn því taka málin þrjú fyrir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Dómsmál Neytendur Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Sjá meira