Gummi Ben með einhverja tilfinningu fyrir Napoli: Lýsir stórleiknum í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2023 13:00 Napoli leikmaðurinn Khvicha Kvaratskhelia í leik á móti Internazionale fyrr á þessu tímabili. Getty/Stefano Guidi Stórleikur kvöldsins í ítalska fótboltanum er leikur Napoli og Juventus í Napolíborg en þetta eru tvö efstu liðin í Seríu A eftir sautján umferðir. Juventus er búið að vinna átta leiki í röð og hefur náð að minnka forskot Napoli í sjö stig. Sigur í kvöld myndi gera toppslaginn enn meira spennandi. Í tilefni af toppslagnum þá var boðið upp á sérstaka viðhafnarútgáfu af hlaðvarpsþættinum Punktur & basta en heiðursgestur þáttarins að þessu sinni var Guðmundur Benediktsson. Árni Þórður Randversson og Þorgeir Logason ræddu við Gumma Ben um leik Napoli og Juventus sem og annað sem við kemur ítalska fótboltanum . Þar á meðal Albert Guðmundsson sem hefur verið að skora mörk fyrir Genoa í Seríu B. Leikur Napoli og Juventus er afar athyglisverður. Napoli var óstöðvandi fyrir jól en nú eru Juve menn komnir á mikið flug. Þessi leikur í kvöld gefur því góð fyrirheit um hvernig tímabilið muni þróast. Guðmundur Benediktsson lýsir leiknum á Stöð 2 Sport 2 í kvöld en hann hefst klukkan 19.45. Þorgir Logason vildi fá að vita hvort að þeir Gummi Ben og Árni sæju einhvern annan brag á Napoli liðinu í ár en áður. Napoli menn hafa oft litið vel út á tímabilum en gefið svo eftir undir lokin. „Það yrði mjög týpískt ef Juventus myndi skríða fram úr þeim að lokum og vinna þetta en það er samt einhver tilfinning sem ég hef með Napoli þetta árið,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Liðið þeirra er einu ári eldra og frammistaða liðsins í öllum leikjunum er þroskaðri en við sáum fyrir ári síðan. Þrátt fyrir að það hafi verið rosalega gaman að horfa á Napoli á síðustu leiktíð þá finnst mér þeir miklu betri en fyrir ári síðan,“ sagði Guðmundur. Guðmundur nefnir sérstaklega Kvara-dona eins og Khvicha Kvaratskhelia er oft kallaður en hann er nýjast stórstjarnan í ítalska fótboltanum. Hér fyrir neðan má hlusta á þáttinn þar sem er farið vel yfir stórleikinn og margt annað sem kemur að ítalska fótboltanum. Ítalski boltinn Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Juventus er búið að vinna átta leiki í röð og hefur náð að minnka forskot Napoli í sjö stig. Sigur í kvöld myndi gera toppslaginn enn meira spennandi. Í tilefni af toppslagnum þá var boðið upp á sérstaka viðhafnarútgáfu af hlaðvarpsþættinum Punktur & basta en heiðursgestur þáttarins að þessu sinni var Guðmundur Benediktsson. Árni Þórður Randversson og Þorgeir Logason ræddu við Gumma Ben um leik Napoli og Juventus sem og annað sem við kemur ítalska fótboltanum . Þar á meðal Albert Guðmundsson sem hefur verið að skora mörk fyrir Genoa í Seríu B. Leikur Napoli og Juventus er afar athyglisverður. Napoli var óstöðvandi fyrir jól en nú eru Juve menn komnir á mikið flug. Þessi leikur í kvöld gefur því góð fyrirheit um hvernig tímabilið muni þróast. Guðmundur Benediktsson lýsir leiknum á Stöð 2 Sport 2 í kvöld en hann hefst klukkan 19.45. Þorgir Logason vildi fá að vita hvort að þeir Gummi Ben og Árni sæju einhvern annan brag á Napoli liðinu í ár en áður. Napoli menn hafa oft litið vel út á tímabilum en gefið svo eftir undir lokin. „Það yrði mjög týpískt ef Juventus myndi skríða fram úr þeim að lokum og vinna þetta en það er samt einhver tilfinning sem ég hef með Napoli þetta árið,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Liðið þeirra er einu ári eldra og frammistaða liðsins í öllum leikjunum er þroskaðri en við sáum fyrir ári síðan. Þrátt fyrir að það hafi verið rosalega gaman að horfa á Napoli á síðustu leiktíð þá finnst mér þeir miklu betri en fyrir ári síðan,“ sagði Guðmundur. Guðmundur nefnir sérstaklega Kvara-dona eins og Khvicha Kvaratskhelia er oft kallaður en hann er nýjast stórstjarnan í ítalska fótboltanum. Hér fyrir neðan má hlusta á þáttinn þar sem er farið vel yfir stórleikinn og margt annað sem kemur að ítalska fótboltanum.
Ítalski boltinn Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira