Sveindís Jane í þætti UEFA um stjörnur kvennaboltans: Stolt að vera blönduð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2023 11:30 Sveindís Jane Jónsdóttir er á myndinni fyrir annan þáttinn þar sem er fjallað um kvennafótbolta á Norðurlöndum. UEFA Íslenski landsliðsframherjinn Sveindís Jane Jónsdóttir er andlit íslenskrar knattspyrnu í nýjum heimildaþáttum evrópska knattspyrnusambandsins. Sveindís Jane kemur nefnilega fram í öðrum þætti heimildarþáttarraðarinnar EQUALS (Jafningjar) sem UEFA var að gefa út um kvennaknattspyrnu en þeim þætti er fjallað um Norðurlöndin. Norðurlöndin hafa alltaf verið í fararbroddi þegar kemur að kvennafótboltanum og bæði Noregur og Svíþjóð hafa orðið Evrópumeistarar, Danir hafa komist alla leið í úrslitaleikinn, Finnar fóru einu sinni í undanúrslitin og Ísland hefur verið með á síðustu fjórum Evrópumótum. Í þættinum um Norðurlöndin velta menn fyrir sér hvað gerir Norðurlandaþjóðirnar einstakar og af hverju þær hafa náð svo góðum árangri á stóra sviði kvennafótboltans. Rætt er við knattspyrnukonurnar Ödu Hegerberg frá Noregi, Mögdu Erikkson frá Svíþjóð, Sveindísi Jane, Lindu Sallstrom frá Finnlandi og Pernille Harder frá Danmörku. Sveindís er því þarna í frábærum hópi. Sveindís Jane er heimsótt til Keflavíkur þar sem hún ólst upp og spilaði sín fyrstu tímabil í meistaraflokki. Hún sést heima við og í göngutúr upp að goðstöðvunum á Reykjanesi. Sveindís er fulltrúi íslenska landsliðsins í heimildarþáttunum EQUALS sem UEFA var að gefa út um kvennaknattspyrnu. Hér má horfa á þáttinn um Norðurlöndin https://t.co/jJoTR5Cek9— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 10, 2023 „Ég held að hugarfarið okkar skiptir máli. Við viljum alltaf gera okkar besta og erum líkamlega sterkar inn á vellinum. Í sambandi við íslenska liðið þá höfum við alltaf verið þekktar fyrir að láta finna aðeins fyrir okkur en við erum að þróa okkar leik og við viljum spila góðan fótbolta líka,“ sagði Sveindís Jane. „Ég er fædd á Íslandi en mamma mín kemur frá Gana. Ég er fimmtíu-fimmtíu, ég er blönduð og ég er mjög stolt af því,“ sagði Sveindís. „Fjölskyldan er mér mjög mikilvæg og að flytja í burtu frá þeim svona ung hefur verið erfitt fyrir mig. Ég var samt heppnin að kærastinn minn kom með mér út til Þýskalands,“ sagði Sveindís. „Ég held að þetta hafi kallað á það að ég fullorðnaðist fyrr sem er gott mál,“ sagði Sveindís. „Það er mjög mikilvægt fyrir okkur yngri stelpurnar að hlusta á þær eldri og reyndari í landsliðinu þegar þær tala um það hvernig þetta var allt þegar þær voru yngri. Hvað mikið hefur breyst og þær voru að berjast fyrir betri dögum fyrir okkur,“ sagði Sveindís. „Þegar ég verð eldri þá ætla ég líka að berjast fyrir betri dögum fyrir yngri stelpurnar. Það er mér mjög mikilvægt að kvennafótboltinn haldi áfram að vaxa,“ sagði Sveindís. Heimildarþáttarröðin inniheldur alls sjö þætti og þar er farið yfir kvennafótboltann alls staðar að í heiminum en það eru fáar íþróttagreinar í veröldinni sem eru á jafn mikilli uppleið og hann. Það má horfa á þáttinn með því að smella hér en það þarf að skrá sig inn til að horfa. Landslið kvenna í fótbolta UEFA Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sjá meira
Sveindís Jane kemur nefnilega fram í öðrum þætti heimildarþáttarraðarinnar EQUALS (Jafningjar) sem UEFA var að gefa út um kvennaknattspyrnu en þeim þætti er fjallað um Norðurlöndin. Norðurlöndin hafa alltaf verið í fararbroddi þegar kemur að kvennafótboltanum og bæði Noregur og Svíþjóð hafa orðið Evrópumeistarar, Danir hafa komist alla leið í úrslitaleikinn, Finnar fóru einu sinni í undanúrslitin og Ísland hefur verið með á síðustu fjórum Evrópumótum. Í þættinum um Norðurlöndin velta menn fyrir sér hvað gerir Norðurlandaþjóðirnar einstakar og af hverju þær hafa náð svo góðum árangri á stóra sviði kvennafótboltans. Rætt er við knattspyrnukonurnar Ödu Hegerberg frá Noregi, Mögdu Erikkson frá Svíþjóð, Sveindísi Jane, Lindu Sallstrom frá Finnlandi og Pernille Harder frá Danmörku. Sveindís er því þarna í frábærum hópi. Sveindís Jane er heimsótt til Keflavíkur þar sem hún ólst upp og spilaði sín fyrstu tímabil í meistaraflokki. Hún sést heima við og í göngutúr upp að goðstöðvunum á Reykjanesi. Sveindís er fulltrúi íslenska landsliðsins í heimildarþáttunum EQUALS sem UEFA var að gefa út um kvennaknattspyrnu. Hér má horfa á þáttinn um Norðurlöndin https://t.co/jJoTR5Cek9— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 10, 2023 „Ég held að hugarfarið okkar skiptir máli. Við viljum alltaf gera okkar besta og erum líkamlega sterkar inn á vellinum. Í sambandi við íslenska liðið þá höfum við alltaf verið þekktar fyrir að láta finna aðeins fyrir okkur en við erum að þróa okkar leik og við viljum spila góðan fótbolta líka,“ sagði Sveindís Jane. „Ég er fædd á Íslandi en mamma mín kemur frá Gana. Ég er fimmtíu-fimmtíu, ég er blönduð og ég er mjög stolt af því,“ sagði Sveindís. „Fjölskyldan er mér mjög mikilvæg og að flytja í burtu frá þeim svona ung hefur verið erfitt fyrir mig. Ég var samt heppnin að kærastinn minn kom með mér út til Þýskalands,“ sagði Sveindís. „Ég held að þetta hafi kallað á það að ég fullorðnaðist fyrr sem er gott mál,“ sagði Sveindís. „Það er mjög mikilvægt fyrir okkur yngri stelpurnar að hlusta á þær eldri og reyndari í landsliðinu þegar þær tala um það hvernig þetta var allt þegar þær voru yngri. Hvað mikið hefur breyst og þær voru að berjast fyrir betri dögum fyrir okkur,“ sagði Sveindís. „Þegar ég verð eldri þá ætla ég líka að berjast fyrir betri dögum fyrir yngri stelpurnar. Það er mér mjög mikilvægt að kvennafótboltinn haldi áfram að vaxa,“ sagði Sveindís. Heimildarþáttarröðin inniheldur alls sjö þætti og þar er farið yfir kvennafótboltann alls staðar að í heiminum en það eru fáar íþróttagreinar í veröldinni sem eru á jafn mikilli uppleið og hann. Það má horfa á þáttinn með því að smella hér en það þarf að skrá sig inn til að horfa.
Landslið kvenna í fótbolta UEFA Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sjá meira