Fyrsti Sunnlendingurinn loksins fæddur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. janúar 2023 07:15 Fjölskyldan með fyrsta Sunnlending ársins 2023, stúlku, sem kom í heiminn 8. janúar. Fyrir eiga þau Elínu, sem fæddist í október 2019. Aðsend Fyrsta barnið, sem fæddist á fæðingardeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi á árinu 2023 kom í heiminn 8. janúar en það var stúlka og er hún því fyrsti Sunnlendingur þessa nýja árs. Hún var 53 cm og 17,5 merkur. Foreldrarnir eru þau Matthildur María Guðmundsdóttir, stöðvarstjóri hjá Landsvirkjun á Sogssvæði og Oddgeir Eiríksson, vélaverktaki í eigin rekstri hjá Strá ehf. Fyrir eiga þau Elínu, sem er fædd 19. október 2019. Fjölskyldan býr í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. “Við áttum nú frekar von á því að fólk hefði verið búið að drífa í þessu á undan okkur. Það var langt liðið á árið þann 8. janúar. Ein amma barnsins hafði þó alltaf sagt að þetta yrði fyrsta barn ársins á Suðurlandi þannig að hún hafði rétt fyrir sér,” segir Matthildur og hlær. Matthildur var sett 29. desember en stúlkan lét bíða eftir sér til 8. janúar. Hún er fyrsta barn ársins 2023, sem fæðist á Suðurlandi. Ánægð með þjónustu fæðingardeildar HSU Matthildur segir að hjónin hafi verið mjög ánægð með alla þá þjónustu, sem þau fengu á fæðingardeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi (HSU) og þjónustuna í mæðraverndinni á heilsugæslustöðinni í Laugarási í Bláskógabyggð. “Herborg Pálsdóttir, ljósmóðir tók á móti stúlkunni á Selfossi en hún hafði einnig sinnt okkur í mæðravernd í Laugarási. Þjónustan var samfelld, fagleg og góð. Það var í raun tilviljun að Herborg væri á vaktinni þegar ég fór af stað því hún hafði verið í fríi einhverja daga á undan og höfðum við grínast með það að barnið kæmi ekki fyrr en Herborg væri komin aftur til vinnu. Við vorum mjög ánægð að hafa ljósmóður í fæðingunni sem ég þekkti vel og treysti. Einnig var til aðstoðar Gróa Sturludóttir ljósmóðir en hún hafði einmitt leyst Herborgu af í tvö skipti í mæðraverndinni og þekkti hún því einnig okkur foreldranna, sem var góð tilhugsun í fæðingunni,” segir Matthildur. Rakel Ásgeirsdóttir ljósmóðir sinnir nú heimaþjónustu fyrstu dagana eftir fæðingu eins og með fyrra barn þeirra hjóna. „Ljósmæðurnar hjá HSU eru allar svo yndislegar og gott að leita til þeirra til að fá aðstoð, stuðning og ráð,” bætir Matthildur við. 10 vatnsfæðingar 2022 Alls fæddust 56 börn á fæðingardeildinni á síðasta ári, 20 stúlkur og 36 drengir. Vatnsfæðingar voru 10. Þá voru 7 fæðingar á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum á nýliðnu ári og tvær fæðingar á Höfn í Hornafirði samkvæmt upplýsingum frá Björk Steindórsdóttur, yfirljósmóður hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Allt klárt til að fara heima af fæðingardeild HSU á Selfossi.Aðsend Árborg Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Hún var 53 cm og 17,5 merkur. Foreldrarnir eru þau Matthildur María Guðmundsdóttir, stöðvarstjóri hjá Landsvirkjun á Sogssvæði og Oddgeir Eiríksson, vélaverktaki í eigin rekstri hjá Strá ehf. Fyrir eiga þau Elínu, sem er fædd 19. október 2019. Fjölskyldan býr í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. “Við áttum nú frekar von á því að fólk hefði verið búið að drífa í þessu á undan okkur. Það var langt liðið á árið þann 8. janúar. Ein amma barnsins hafði þó alltaf sagt að þetta yrði fyrsta barn ársins á Suðurlandi þannig að hún hafði rétt fyrir sér,” segir Matthildur og hlær. Matthildur var sett 29. desember en stúlkan lét bíða eftir sér til 8. janúar. Hún er fyrsta barn ársins 2023, sem fæðist á Suðurlandi. Ánægð með þjónustu fæðingardeildar HSU Matthildur segir að hjónin hafi verið mjög ánægð með alla þá þjónustu, sem þau fengu á fæðingardeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi (HSU) og þjónustuna í mæðraverndinni á heilsugæslustöðinni í Laugarási í Bláskógabyggð. “Herborg Pálsdóttir, ljósmóðir tók á móti stúlkunni á Selfossi en hún hafði einnig sinnt okkur í mæðravernd í Laugarási. Þjónustan var samfelld, fagleg og góð. Það var í raun tilviljun að Herborg væri á vaktinni þegar ég fór af stað því hún hafði verið í fríi einhverja daga á undan og höfðum við grínast með það að barnið kæmi ekki fyrr en Herborg væri komin aftur til vinnu. Við vorum mjög ánægð að hafa ljósmóður í fæðingunni sem ég þekkti vel og treysti. Einnig var til aðstoðar Gróa Sturludóttir ljósmóðir en hún hafði einmitt leyst Herborgu af í tvö skipti í mæðraverndinni og þekkti hún því einnig okkur foreldranna, sem var góð tilhugsun í fæðingunni,” segir Matthildur. Rakel Ásgeirsdóttir ljósmóðir sinnir nú heimaþjónustu fyrstu dagana eftir fæðingu eins og með fyrra barn þeirra hjóna. „Ljósmæðurnar hjá HSU eru allar svo yndislegar og gott að leita til þeirra til að fá aðstoð, stuðning og ráð,” bætir Matthildur við. 10 vatnsfæðingar 2022 Alls fæddust 56 börn á fæðingardeildinni á síðasta ári, 20 stúlkur og 36 drengir. Vatnsfæðingar voru 10. Þá voru 7 fæðingar á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum á nýliðnu ári og tvær fæðingar á Höfn í Hornafirði samkvæmt upplýsingum frá Björk Steindórsdóttur, yfirljósmóður hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Allt klárt til að fara heima af fæðingardeild HSU á Selfossi.Aðsend
Árborg Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira