Sprenging í útköllum vegna veggjalúsa Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 12. janúar 2023 10:34 Steinar Smári, meindýraeyðir fer að meðaltali í eitt útkall á viku vegna veggjalúsa Vísir/Bjarni Meindýraeyðir segir sprengingu í útköllum vegna veggjalúsa á íslenskum heimilum. Þrátt fyrir að fást við óværur af öllu tagi, starfs síns vegna, segir hann að veggjalúsin sé það kvikindi sem hann vildi síst fá heim til sín. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sögðum við frá því að heilt vistkerfi af veggjalúsum hefði fundist í rúmi ungrar stúlku í Grafarvogi. Ófögnuðurinn kom í ljós eftir að stúlkan, Sigurbjörg Ósk Gunnarsdóttir, hafði fundið fyrir bitum og óþægindum um margra vikna skeið og grunaði um að mýbit væri að ræða. Talið er að padda hafi leynst með í ferðatösku úr ferðalagi frá Frakklandi og þannig komist inn á heimilið og dreift sér svo um munaði. Meindýraeyðirinn Steinar Smári Guðbergsson kom að aðgerðum í Grafarvogi en þetta tilfelli er svo sannarlega ekki það eina sem hann hefur fengist við af þessu tagi undanfarið. Það var ekki fögur sjón sem blasti við fjölskyldu í Grafarvogi þegar rúmgafl var tekinn frá rúmi heimasætunnar, eftir að hún fann sífelt fleiri bit á líkama sínum. „Veggjalýs eru orðnar mjög algengar hér á landi, því miður. Ég fer að meðaltali í eitt útkall á viku en alveg upp í þrisvar í viku,“ segir Steinar í samtali við fréttastofu. Steinar sagði marga rugla veggjalúsinni við veggjatítlur ,þá tegund skordýra sem finnast inni í húsum og éta timbur og eru algengar í Skandinavíu. Að hans mati ætti frekar að styðjast við enska heitið, bed bugs og þýða nafnið á þessari óværu sem rúmlús. Steinar er eðli málsins samkvæmt öllu vanur, hann segir þó að veggjalúsin sé það kvikindi sem hann vildi síst fá heim til sín. „Það er hræðilegt að vita til þess að einhver padda ráðist á þig á meðan þú sefur. Alveg hrikalegt.“ Sem fyrr segir eru útköll af þessu tagi orðin óhugnalega mörg hér á landi. Steinar segist finna fyrir mikilli fjölgun undanfarið ár. „Það var slatti af þessu fyrir covid. Svo dalaði þetta í faraldrinum þegar ferðamenn hættu að koma og fólk ferðaðist minna. En nú er komin sprenging aftur, það er búið að vera brjálað að gera undanfarið ár, ekki síst á hótelum og í airbnb íbúðum.“ Reykjavík Dýr Tengdar fréttir Fyrsta hugsun að kveikja í húsinu þegar veggjalýs komu í ljós Heimasæta í Grafarvogi lýsir því sem áfalli og fær enn martraðir eftir að heilt vistkerfi af veggjalúsum fannst í rúminu hennar. Sem betur fer gekk hreinsunarstarfið vel svo ekki reyndist ástæða til að kveikja í húsinu, sem móðirin segir að hafi verið sín fyrsta hugsun. 11. janúar 2023 23:00 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sögðum við frá því að heilt vistkerfi af veggjalúsum hefði fundist í rúmi ungrar stúlku í Grafarvogi. Ófögnuðurinn kom í ljós eftir að stúlkan, Sigurbjörg Ósk Gunnarsdóttir, hafði fundið fyrir bitum og óþægindum um margra vikna skeið og grunaði um að mýbit væri að ræða. Talið er að padda hafi leynst með í ferðatösku úr ferðalagi frá Frakklandi og þannig komist inn á heimilið og dreift sér svo um munaði. Meindýraeyðirinn Steinar Smári Guðbergsson kom að aðgerðum í Grafarvogi en þetta tilfelli er svo sannarlega ekki það eina sem hann hefur fengist við af þessu tagi undanfarið. Það var ekki fögur sjón sem blasti við fjölskyldu í Grafarvogi þegar rúmgafl var tekinn frá rúmi heimasætunnar, eftir að hún fann sífelt fleiri bit á líkama sínum. „Veggjalýs eru orðnar mjög algengar hér á landi, því miður. Ég fer að meðaltali í eitt útkall á viku en alveg upp í þrisvar í viku,“ segir Steinar í samtali við fréttastofu. Steinar sagði marga rugla veggjalúsinni við veggjatítlur ,þá tegund skordýra sem finnast inni í húsum og éta timbur og eru algengar í Skandinavíu. Að hans mati ætti frekar að styðjast við enska heitið, bed bugs og þýða nafnið á þessari óværu sem rúmlús. Steinar er eðli málsins samkvæmt öllu vanur, hann segir þó að veggjalúsin sé það kvikindi sem hann vildi síst fá heim til sín. „Það er hræðilegt að vita til þess að einhver padda ráðist á þig á meðan þú sefur. Alveg hrikalegt.“ Sem fyrr segir eru útköll af þessu tagi orðin óhugnalega mörg hér á landi. Steinar segist finna fyrir mikilli fjölgun undanfarið ár. „Það var slatti af þessu fyrir covid. Svo dalaði þetta í faraldrinum þegar ferðamenn hættu að koma og fólk ferðaðist minna. En nú er komin sprenging aftur, það er búið að vera brjálað að gera undanfarið ár, ekki síst á hótelum og í airbnb íbúðum.“
Reykjavík Dýr Tengdar fréttir Fyrsta hugsun að kveikja í húsinu þegar veggjalýs komu í ljós Heimasæta í Grafarvogi lýsir því sem áfalli og fær enn martraðir eftir að heilt vistkerfi af veggjalúsum fannst í rúminu hennar. Sem betur fer gekk hreinsunarstarfið vel svo ekki reyndist ástæða til að kveikja í húsinu, sem móðirin segir að hafi verið sín fyrsta hugsun. 11. janúar 2023 23:00 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Sjá meira
Fyrsta hugsun að kveikja í húsinu þegar veggjalýs komu í ljós Heimasæta í Grafarvogi lýsir því sem áfalli og fær enn martraðir eftir að heilt vistkerfi af veggjalúsum fannst í rúminu hennar. Sem betur fer gekk hreinsunarstarfið vel svo ekki reyndist ástæða til að kveikja í húsinu, sem móðirin segir að hafi verið sín fyrsta hugsun. 11. janúar 2023 23:00