Stjórn franska knattspyrnusambandsins setti forsetann til hliðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2023 13:38 Noel Le Graet hefur verið forseti franska sambandsins í að verða tólf ár en nú er valdatími hans á enda. AP/Christophe Ena Stjórn franska knattspyrnusambandsins tók þá ákvörðun á fundi sínum í dag að leysa forseta sambandsins tímabundið frá störfum. Hinn 81 árs gamli Noël Le Graët, sem hefur verið forseti sambandsins frá árinu 2011, er ekki lengur í því starfi. Ástæðan eru ummælin sem hann lét falla um franska knattspyrnugoðið Zinedine Zidane. Le Graet fékk á sig mikla gagnrýni fyrir að lýsa því yfir að hann myndi aldrei taka við símtal frá Zidane um að verða þjálfari franska landsliðsins. Kylian Mbappe og Hugo Lloris voru meðal þeirra leikmanna sem gagnrýndu forsetann. Le Graet baðst afsökunar á ummælum sínum og sagði þau hafa verið klaufaleg. Það var hins vegar allt of seint og siðanefnd franska sambandsins skoraði á forsetann að segja af sér. Jean-Michel Aulas est sorti du siège de la FFF, où se tenait le comité exécutif exceptionnel : « Noël Le Graët est très malheureux. » pic.twitter.com/wD8EEaZX90— L'ÉQUIPE (@lequipe) January 11, 2023 Zidane varð heimsmeistari með Frökkum 1998 og átti magnaðan feril, lengst af sem einn af allra bestu knattspyrnumönnum heimsins. Því var spáð að Zidane yrði eftirmaður Didier Deschamps sem þjálfari franska landsliðsins en Deschamps framlengdi samning sinn til ársins 2026 á dögunum. Þegar gengið var á Le Graet með hvort hann hafi rætt við Zidane þá var hann ekkert nema stælar og gerði lítið úr einni stærstu fótboltastjörnu Frakka fyrr og síðar. Stjórnin tók þessa risaákvörðun í dag og varaforsetinn Philippe Diallo mun sinna forsetastarfinu til að byrja með. Það er ekki ljóst hvort eða hvenær Noël Le Graët fái að setjast aftur í forsetastólinn. View this post on Instagram A post shared by L'Équipe (@lequipe) Franski boltinn Frakkland Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Sjá meira
Hinn 81 árs gamli Noël Le Graët, sem hefur verið forseti sambandsins frá árinu 2011, er ekki lengur í því starfi. Ástæðan eru ummælin sem hann lét falla um franska knattspyrnugoðið Zinedine Zidane. Le Graet fékk á sig mikla gagnrýni fyrir að lýsa því yfir að hann myndi aldrei taka við símtal frá Zidane um að verða þjálfari franska landsliðsins. Kylian Mbappe og Hugo Lloris voru meðal þeirra leikmanna sem gagnrýndu forsetann. Le Graet baðst afsökunar á ummælum sínum og sagði þau hafa verið klaufaleg. Það var hins vegar allt of seint og siðanefnd franska sambandsins skoraði á forsetann að segja af sér. Jean-Michel Aulas est sorti du siège de la FFF, où se tenait le comité exécutif exceptionnel : « Noël Le Graët est très malheureux. » pic.twitter.com/wD8EEaZX90— L'ÉQUIPE (@lequipe) January 11, 2023 Zidane varð heimsmeistari með Frökkum 1998 og átti magnaðan feril, lengst af sem einn af allra bestu knattspyrnumönnum heimsins. Því var spáð að Zidane yrði eftirmaður Didier Deschamps sem þjálfari franska landsliðsins en Deschamps framlengdi samning sinn til ársins 2026 á dögunum. Þegar gengið var á Le Graet með hvort hann hafi rætt við Zidane þá var hann ekkert nema stælar og gerði lítið úr einni stærstu fótboltastjörnu Frakka fyrr og síðar. Stjórnin tók þessa risaákvörðun í dag og varaforsetinn Philippe Diallo mun sinna forsetastarfinu til að byrja með. Það er ekki ljóst hvort eða hvenær Noël Le Graët fái að setjast aftur í forsetastólinn. View this post on Instagram A post shared by L'Équipe (@lequipe)
Franski boltinn Frakkland Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Sjá meira