Það var líka eins gott að öll vítin rötuðu rétta leið því Miami vann leikinn með minnsta mun, 112-111.
Miami sló þar með fjörutíu ára met en leikmenn Utah Jazz hittu úr öllum 39 vítaskotum sínum í leik gegn Portland Trail Blazers 7. desember 1982.
Miami Heat tonight:
— StatMuse (@statmuse) January 11, 2023
40 free throw attempts
40 free throw makes
The most free throws in a game on 100 FT% in NBA history. pic.twitter.com/hN3VuSAdf0
Það var vel við hæfi að Jimmy Butler hafi tryggt Miami sigurinn í leiknum í nótt þegar hann setti niður víti er 12,2 sekúndur voru eftir. Butler tók alls 23 víti í leiknum og var með hundrað prósent nýtingu.
Broke the NBA record by going a perfect 40-40 at the free throw line.
— Miami HEAT (@MiamiHEAT) January 11, 2023
Fitting way to end the game. pic.twitter.com/UB1vZIaShv
Gabe Vincent hitti úr sex vítum, Jamal Cain fimm og þeir Max Strus, Dewayne Dedmon og Victor Oladipo tveimur hver.
Butler skoraði 35 stig í leiknum og Strus 22. Miami er í 8. sæti Austurdeildarinnar með 22 sigra og tuttugu töp.