Óljóst er hvað manninum gekk til að sögn franskra miðla en lögreglumenn særðu hann skotsári og yfirbuguðu. Hann mun þó ekki vera alvarlega særður.
Innanríkisráðherra Frakka, Gérald Darmanin, hrósaði lögreglunni fyrir skjót viðbrögð í málinu á Twitter-síðu sinni í morgun.
Árásarvettvangurinn hefur nú verið lokaður af og hafa orðið tafir á lestarsamgöngum frá stöðinni þótt ekki hafi þurft að loka henni að fullu.
Un individu a blessé plusieurs personnes ce matin à la Gare du Nord. Il a rapidement été neutralisé. Merci aux forces de l ordre pour leur réaction efficace et courageuse.
— Gérald DARMANIN (@GDarmanin) January 11, 2023