„Það skortir alla skynsemi í þetta“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. janúar 2023 11:20 Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að beðið verði með milljarðaframkvæmdir á Grófarhúsi í miðborg Reykjavíkur í ljósi afleitrar fjárhagsstöðu borgarinnar. Alla skynsemi skorti í fyrirætlanir meirihlutans. Grófarhús gjörbreytist á næstu árum samkvæmt vinningstillögu. Grófarhús var reist árið 1931 eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar. Núverandi útlit þess er frá árinu 1995, þegar það var klætt með lituðum stálplötum sem hafa staðið misvel af sér veður og vinda. Nú vilja borgaryfirvöld færa húsið í örlítið glæstara horf, nær upphaflegri mynd. Efnt var til hönnunarsamkeppni á nýliðnu ári og á fundi borgarráðs í síðustu viku var samþykkt að ganga frá samkomulagi við sigurvegarana; hollensku arkitektastofuna JVST. Gert er ráð fyrir 50 milljónum í undirbúning og hönnunarvinnu á þessu ári og 200 milljónum á því næsta. Of dýr endurgerð Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Borgarbókasafninu í Grófarhúsi, með vinningstillöguna í baksýn.Vísir/Sigurjón Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir skjóta skökku við að ráðast í svo umfangsmikið verkefni í ljósi bágrar fjárhagsstöðu borgarinnar og rifjar upp nýlegar niðurskurðaraðgerðir upp á sjö milljarða. „Svo erum við hér og þessi endurgerð á að kosta fjóra milljarða á þessu kjörtímabili og sex milljarða þegar yfir lýkur. Og hvað er þá planið? Eigum við bara að spara til þess að eyða öllu í að endurgera þetta hús?“ Grófarhús séð frá Tryggvagötu samkvæmt tillögu JVST arkitekta.JVST arkitektar, Inside Outside, Hanrath Architect, Kreatíva tei Vinningstillagan sem hinar umdeildu framkvæmdir eiga að byggja á er undir yfirskriftinni Vitavegur. Hún dregur nafn sitt af breiðum aðalstiga sem tengja á hæðirnar saman. Svokallað Vitatorg er veigamikill þáttur tillögunnar.JVST arkitektar, Inside Outside, Hanrath Architect, Kreatíva tei Á meðal þess sem gjörbreytist er forsalur Borgarbókasafnsins en safnið skipar stærstan hluta Grófarhúss. Á þeim bletti er reiknað með svokölluðu Vitatorgi, stiginn upp á aðra hæð verður tekinn, brotið milli hæða og opnað upp í loft. Skortir alla skynsemi Þá breytist ásýnd hússins mjög, samkvæmt tillögunni. Gluggar verða víða stækkaðir og reiknað með göngugötu í gegnum húsið. Og Sjálfstæðismenn eru vissulega afar hrifnir af tillögunni, viðurkennir Ragnhildur Alda. „Þetta snýst í raun og veru ekki um ágæti tillögunnar, þetta snýst um að við höfum ekki efni á þessu. Það skortir einhvern veginn alla skynsemi í þetta. Ég meina, við færum ekki að gera upp eldhúsið heima hjá okkur ef fjölskyldan er varla að ná endum saman.“ Kynningu á vinningstillögu JVST arkítekta, Inside Outside, Hanrath Architect, Kreatíva teiknistofu, VSÓ ráðgjöf og Örugg verkfræðistofu má nálgast hér. Nýtt útlit Grófarhúss (fyrir miðju) samkvæmt tillögunni séð frá Reykjavíkurhöfn.JVST arkitektar, Inside Outside, Hanrath Architect, Kreatíva tei JVST arkitektar, Inside Outside, Hanrath Architect, Kreatíva tei JVST arkitektar, Inside Outside, Hanrath Architect, Kreatíva tei JVST arkitektar, Inside Outside, Hanrath Architect, Kreatíva tei Skipulag Byggingariðnaður Reykjavík Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Sjá meira
Grófarhús var reist árið 1931 eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar. Núverandi útlit þess er frá árinu 1995, þegar það var klætt með lituðum stálplötum sem hafa staðið misvel af sér veður og vinda. Nú vilja borgaryfirvöld færa húsið í örlítið glæstara horf, nær upphaflegri mynd. Efnt var til hönnunarsamkeppni á nýliðnu ári og á fundi borgarráðs í síðustu viku var samþykkt að ganga frá samkomulagi við sigurvegarana; hollensku arkitektastofuna JVST. Gert er ráð fyrir 50 milljónum í undirbúning og hönnunarvinnu á þessu ári og 200 milljónum á því næsta. Of dýr endurgerð Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Borgarbókasafninu í Grófarhúsi, með vinningstillöguna í baksýn.Vísir/Sigurjón Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir skjóta skökku við að ráðast í svo umfangsmikið verkefni í ljósi bágrar fjárhagsstöðu borgarinnar og rifjar upp nýlegar niðurskurðaraðgerðir upp á sjö milljarða. „Svo erum við hér og þessi endurgerð á að kosta fjóra milljarða á þessu kjörtímabili og sex milljarða þegar yfir lýkur. Og hvað er þá planið? Eigum við bara að spara til þess að eyða öllu í að endurgera þetta hús?“ Grófarhús séð frá Tryggvagötu samkvæmt tillögu JVST arkitekta.JVST arkitektar, Inside Outside, Hanrath Architect, Kreatíva tei Vinningstillagan sem hinar umdeildu framkvæmdir eiga að byggja á er undir yfirskriftinni Vitavegur. Hún dregur nafn sitt af breiðum aðalstiga sem tengja á hæðirnar saman. Svokallað Vitatorg er veigamikill þáttur tillögunnar.JVST arkitektar, Inside Outside, Hanrath Architect, Kreatíva tei Á meðal þess sem gjörbreytist er forsalur Borgarbókasafnsins en safnið skipar stærstan hluta Grófarhúss. Á þeim bletti er reiknað með svokölluðu Vitatorgi, stiginn upp á aðra hæð verður tekinn, brotið milli hæða og opnað upp í loft. Skortir alla skynsemi Þá breytist ásýnd hússins mjög, samkvæmt tillögunni. Gluggar verða víða stækkaðir og reiknað með göngugötu í gegnum húsið. Og Sjálfstæðismenn eru vissulega afar hrifnir af tillögunni, viðurkennir Ragnhildur Alda. „Þetta snýst í raun og veru ekki um ágæti tillögunnar, þetta snýst um að við höfum ekki efni á þessu. Það skortir einhvern veginn alla skynsemi í þetta. Ég meina, við færum ekki að gera upp eldhúsið heima hjá okkur ef fjölskyldan er varla að ná endum saman.“ Kynningu á vinningstillögu JVST arkítekta, Inside Outside, Hanrath Architect, Kreatíva teiknistofu, VSÓ ráðgjöf og Örugg verkfræðistofu má nálgast hér. Nýtt útlit Grófarhúss (fyrir miðju) samkvæmt tillögunni séð frá Reykjavíkurhöfn.JVST arkitektar, Inside Outside, Hanrath Architect, Kreatíva tei JVST arkitektar, Inside Outside, Hanrath Architect, Kreatíva tei JVST arkitektar, Inside Outside, Hanrath Architect, Kreatíva tei JVST arkitektar, Inside Outside, Hanrath Architect, Kreatíva tei
Skipulag Byggingariðnaður Reykjavík Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Sjá meira