Við höfum alltaf val – hvað velur þú? Hildur Inga Magnadóttir skrifar 10. janúar 2023 17:01 Lífið er ein stór áskorun sem samanstendur af ótal hindrunum. Þær geta verið stórar og smáar og óhjákvæmilega munu þær taka sinn toll af okkur. Það er ótal margt sem við getum ekki haft stjórn á í lífi okkar, til dæmis því sem gerst hefur í fortíðinni, hvað framtíðin ber í skauti sér eða skoðanir og hegðun annarra. Enginn veit hvað morgundagurinn mun færa þér eða hvað gerist næst. Lífið er hverfullt, fyndið, ósanngjarnt, erfitt, skemmtilegt og stundum höfum við lítið um framvindu lífshlaupsins okkar að segja. Verkefnin fáum við í hendurnar og við spilum úr þeim spilum sem okkur voru gefin. Það sem við hins vegar getum haft stjórn á í hringiðu lífsins eru til dæmis okkar eigin markmið, hvernig við tölum við okkur sjálf, hvort og hvernig mörk við setjum, hvert við beinum orkunni okkar, hugsanir og eigin hegðun og hvernig við tökumst á við hindranir. Þó að aðstæður geti verið krefjandi er gott að minna sig á að við höfum, þrátt fyrir allt, val um það hvernig við lítum á lífið og tökumst á við það. Viðhorf og hugarfar hafa áhrif á allt sem við gerum í lífinu, daglegar athafnir, hvernig einstaklingar við erum og hvernig við tökumst á við stór og smá verkefni lífsins. Viðhorf og hugarfar okkar stýrist m.a. af líðan, þeim atburðum sem við höfum gengið í gegnum, hvernig við lítum á okkur sjálf og á hvaða hátt við túlkum aðstæður eða einstaklinga. - Könnumst við ekki flest við að finnast aðrir verða skemmtilegri og vingjarnlegri þegar okkur sjálfum líður vel? - Könnumst við ekki líka flest við að við pirrum okkur frekar á asnaganginum í honum Sigga í næsta húsi eða að aulunum í umferðinni fer að fjölga þegar við erum illa fyrirkölluð, ósátt við okkur sjálf eða líður illa? Veruleikinn í kringum okkur er nefnilega spegilmynd af okkur sjálfum. Við sjáum það sem við viljum sjá og túlkum það sem við viljum túlka. Skoðum dæmi um krefjandi aðstæður: Þú eignast barn sem glímir við alvarleg veikindi. Þær hugmyndir sem þú hefur til foreldrahlutverksins koma sér vel fyrir á dökkgráu skýi í kollinum á þér og smám saman svífur það lengra og lengra í burtu þar til það hefur algjörlega horfið úr augsýn. Tækifærin til að nýta þekkinguna sem þú hafðir aflað þér um það að vera nýbakað foreldri eru nánast engin. Líf barnsins getur hangið á bláþræði og umönnun þess er algjörlega í höndum fagfólks – þú leggur allt þitt traust á það. Þú hefur enga stjórn á aðstæðum og hefur varla séð það svartara. Á þínum dimmustu stöðum og í mest krefjandi aðstæðum lífsins hefur þú val. Þú þarft að aðlagast breyttum veruleika – hvaða viðhorf og hugarfar tileinkar þú þér? Í aðstæðum sem þessum er auðvelt að finnast lífið ósanngjarnt og að maður hafi á einhvern hátt brugðist barninu sínu. Það er skiljanlegt að á erfiðustu stundum manns sé erfitt að draga jákvæðnina upp úr verkfæratöskunni. Það er samt hægt ef maður tekur ákvörðun um það og vinnur statt og stöðugt að því að hafa jákvæðni að leiðarljósi þó að hún geti dottið af og til niður á botn töskunnar. Jákvætt hugarfar getur aðstoðað okkur að sjá ljósa punkta þegar myrkur ríkir í kringum okkur og innra með okkur. Í stað þess að einblína á það sem illa gengur, að allt sé erfitt og ósanngjarnt (sem það vissulega er í mörgum aðstæðum), er áherslan færð yfir á litlu hlutina eða sigrana. Þeir geta nefnilega verið ótal margir ef við bara leyfum okkur að opna augun og líta á aðstæður frá öðrum sjónarhornum. Þegar margir ljósir punktar koma saman fara þeir smám saman að lýsa skærar og hafa áhrif á birtustigið innra með okkur Við getum þó auðvitað ekki verið jákvæð og glöð alla daga, alltaf. Það getur og jafnvel vill enginn. Allar tilfinningar eiga rétt á sér, tilfinningar sem veita okkur gleði, lífsfyllingu og ánægju, tilfinningar sem eru sársaukafullar, vekja hræðslu og depurð og allt þar á milli. Við erum mennsk og við upplifum sveiflur í líðan. Við getum samt sem áður tileinkað okkur jákvæð viðhorf og hugarfar heilt yfir sem getur auðveldað okkur lífið og mögulega gert það örlítið skemmtilegra. Hugurinn er eins og aðrir vöðvar, hann þarf að þjálfa og því mikilvægt að við minnum okkur á að ekkert gerist á einni nóttu. Fyrsta skrefið í breytingum á hugarfari er að taka ákvörðun. Ákvörðunin eða breytingin sem um ræðir þarf að hafa einhverja þýðingu fyrir okkur, skipta okkur einhverju máli. Svo hefst æfingaferlið – að prófa sig áfram, taka eftir því hvað gerist, gera mistök, læra af mistökunum en fyrst og fremst ekki gefast upp og halda áfram að gera okkar besta. Við erum öll ólík og engin ein leið er rétt þegar við ráðumst í hugarfarsbreytingu. Verum forvitin um hugarfarið okkar og spyrjum okkur að því hvernig við getum hugsað hlutina á nýjan hátt og fundið alla litlu sigrana í allskonar aðstæðum. Það er alltaf svigrúm til að vaxa og þroskast ef við bara höfum trú á því. Höfundur er doktorsnemi, foreldra- og uppeldisráðgjafi og markþjálfi hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Inga Magnadóttir Mest lesið Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Lífið er ein stór áskorun sem samanstendur af ótal hindrunum. Þær geta verið stórar og smáar og óhjákvæmilega munu þær taka sinn toll af okkur. Það er ótal margt sem við getum ekki haft stjórn á í lífi okkar, til dæmis því sem gerst hefur í fortíðinni, hvað framtíðin ber í skauti sér eða skoðanir og hegðun annarra. Enginn veit hvað morgundagurinn mun færa þér eða hvað gerist næst. Lífið er hverfullt, fyndið, ósanngjarnt, erfitt, skemmtilegt og stundum höfum við lítið um framvindu lífshlaupsins okkar að segja. Verkefnin fáum við í hendurnar og við spilum úr þeim spilum sem okkur voru gefin. Það sem við hins vegar getum haft stjórn á í hringiðu lífsins eru til dæmis okkar eigin markmið, hvernig við tölum við okkur sjálf, hvort og hvernig mörk við setjum, hvert við beinum orkunni okkar, hugsanir og eigin hegðun og hvernig við tökumst á við hindranir. Þó að aðstæður geti verið krefjandi er gott að minna sig á að við höfum, þrátt fyrir allt, val um það hvernig við lítum á lífið og tökumst á við það. Viðhorf og hugarfar hafa áhrif á allt sem við gerum í lífinu, daglegar athafnir, hvernig einstaklingar við erum og hvernig við tökumst á við stór og smá verkefni lífsins. Viðhorf og hugarfar okkar stýrist m.a. af líðan, þeim atburðum sem við höfum gengið í gegnum, hvernig við lítum á okkur sjálf og á hvaða hátt við túlkum aðstæður eða einstaklinga. - Könnumst við ekki flest við að finnast aðrir verða skemmtilegri og vingjarnlegri þegar okkur sjálfum líður vel? - Könnumst við ekki líka flest við að við pirrum okkur frekar á asnaganginum í honum Sigga í næsta húsi eða að aulunum í umferðinni fer að fjölga þegar við erum illa fyrirkölluð, ósátt við okkur sjálf eða líður illa? Veruleikinn í kringum okkur er nefnilega spegilmynd af okkur sjálfum. Við sjáum það sem við viljum sjá og túlkum það sem við viljum túlka. Skoðum dæmi um krefjandi aðstæður: Þú eignast barn sem glímir við alvarleg veikindi. Þær hugmyndir sem þú hefur til foreldrahlutverksins koma sér vel fyrir á dökkgráu skýi í kollinum á þér og smám saman svífur það lengra og lengra í burtu þar til það hefur algjörlega horfið úr augsýn. Tækifærin til að nýta þekkinguna sem þú hafðir aflað þér um það að vera nýbakað foreldri eru nánast engin. Líf barnsins getur hangið á bláþræði og umönnun þess er algjörlega í höndum fagfólks – þú leggur allt þitt traust á það. Þú hefur enga stjórn á aðstæðum og hefur varla séð það svartara. Á þínum dimmustu stöðum og í mest krefjandi aðstæðum lífsins hefur þú val. Þú þarft að aðlagast breyttum veruleika – hvaða viðhorf og hugarfar tileinkar þú þér? Í aðstæðum sem þessum er auðvelt að finnast lífið ósanngjarnt og að maður hafi á einhvern hátt brugðist barninu sínu. Það er skiljanlegt að á erfiðustu stundum manns sé erfitt að draga jákvæðnina upp úr verkfæratöskunni. Það er samt hægt ef maður tekur ákvörðun um það og vinnur statt og stöðugt að því að hafa jákvæðni að leiðarljósi þó að hún geti dottið af og til niður á botn töskunnar. Jákvætt hugarfar getur aðstoðað okkur að sjá ljósa punkta þegar myrkur ríkir í kringum okkur og innra með okkur. Í stað þess að einblína á það sem illa gengur, að allt sé erfitt og ósanngjarnt (sem það vissulega er í mörgum aðstæðum), er áherslan færð yfir á litlu hlutina eða sigrana. Þeir geta nefnilega verið ótal margir ef við bara leyfum okkur að opna augun og líta á aðstæður frá öðrum sjónarhornum. Þegar margir ljósir punktar koma saman fara þeir smám saman að lýsa skærar og hafa áhrif á birtustigið innra með okkur Við getum þó auðvitað ekki verið jákvæð og glöð alla daga, alltaf. Það getur og jafnvel vill enginn. Allar tilfinningar eiga rétt á sér, tilfinningar sem veita okkur gleði, lífsfyllingu og ánægju, tilfinningar sem eru sársaukafullar, vekja hræðslu og depurð og allt þar á milli. Við erum mennsk og við upplifum sveiflur í líðan. Við getum samt sem áður tileinkað okkur jákvæð viðhorf og hugarfar heilt yfir sem getur auðveldað okkur lífið og mögulega gert það örlítið skemmtilegra. Hugurinn er eins og aðrir vöðvar, hann þarf að þjálfa og því mikilvægt að við minnum okkur á að ekkert gerist á einni nóttu. Fyrsta skrefið í breytingum á hugarfari er að taka ákvörðun. Ákvörðunin eða breytingin sem um ræðir þarf að hafa einhverja þýðingu fyrir okkur, skipta okkur einhverju máli. Svo hefst æfingaferlið – að prófa sig áfram, taka eftir því hvað gerist, gera mistök, læra af mistökunum en fyrst og fremst ekki gefast upp og halda áfram að gera okkar besta. Við erum öll ólík og engin ein leið er rétt þegar við ráðumst í hugarfarsbreytingu. Verum forvitin um hugarfarið okkar og spyrjum okkur að því hvernig við getum hugsað hlutina á nýjan hátt og fundið alla litlu sigrana í allskonar aðstæðum. Það er alltaf svigrúm til að vaxa og þroskast ef við bara höfum trú á því. Höfundur er doktorsnemi, foreldra- og uppeldisráðgjafi og markþjálfi hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun