Engar hömlur í kynlífsuppistandinu Sóðabrók Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. janúar 2023 15:01 Sigga Dögg kynfræðingur ætlar að halda uppistand um kynlíf. Vísir/Vilhelm „Þetta er eiginlega einkahúmor hjá mér og manninum mínum,“ segir Sigga Dögg kynfræðingur um nafnavalið á nýja uppistandinu hennar, Sóðabrók. „Það er reyndar smá fyndið af því að ég tók upp nærbuxnalausan lífsstíl,“ segir Sigga Dögg og hlær. „Það hefur alltaf verið skömm yfir því að konur séu miklar kynverur. Þetta var því notað til að niðra konur, að vera sóðabrók. Mig langaði því geðveikt mikið að faðma þetta orð og fá fólk í lið með mér.“ Sigga Dögg er ánægð með viðbrögðin en á samfélagsmiðlum hefur fólk skrifað ummæli eins og „Ég er sóðabrók og ætla að taka allar mínar sóðabrækur með mér.“ Sigga Dögg segir að þetta snúist um að faðma kynveruna sína og stíga út úr þessari skömm. „Segja bara, ég hef bara ótrúlega gaman af kynlífi og það má. Ég þarf ekki að skammast mín fyrir það. Þetta verður eins og uppskeruhátíð eða árshátíð sóðabróka. Þú ert ekki að fara að koma á þetta ef þér finnst ógeðslega óþægilegt að tala um kynlíf eða ef kynlíf stuðar þig í bíómyndum.“ Upplifun skemmtilegri en blóm Uppistandið hennar Sóðabrók verður flutt á Bóndadaginn, Konudaginn og Valentínusardaginn. „Þetta eru deitdagsetningar og mann vantar alltaf eitthvað skemmtilegt að gera,“ segir Sigga Dögg um valið á þessum tímasetningum. „Ég hef horft á karlmenn þeysast um bæinn með blómvönd. Það er stappað í blómabúðum og þeir einhvern veginn eru stundum eins og álfar út úr hól. Það er bara svo gaman að fara saman á uppistand. Það er líka ótrúlega mikilvægt að setja hlátur og húmor inn í sambandið sitt,“ útskýrir Sigga Dögg. Sigga Dögg ætlar að berskjalda sig í uppistandinu Sóðabrók.Vísir/Vilhelm „Það tengir okkur og hefur ótrúlega góð áhrif á hormónakerfið okkar. Það eru vísindi á bak við það hvað hlátur er mikilvægur fyrir okkur.“ Engar hömlur Sigga Dögg segir að svona upplifun geti líka kveikt neista í sambandinu. „Þetta er sóðabrókaruppistand. Við erum að fara að tala um eitthvað sem þau geta nýtt sér þegar heim er komið.“ „Það eru ótrúlega fá rými þar sem þú getur talað algjörlega tæpitungulaust um kynlíf.“ Sigga Dögg er reglulega bókuð í veislur og einkasamkvæmi en er spennt að geta tekið af sér allar hömlur og talað um allt sem henni sýnist, enda er fólk þarna að mæta til þess eins að hlusta á hana. „Ég get farið eins langt og ég vil sem er ótrúlega spennandi fyrir mig.“ Persónuleg berskjöldun Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Sigga Dögg heldur uppistand en hún var einnig með sýningu árið 2016. „Mér finnst þetta svo gaman. Svo er ég líka búin að vera í svo mikilli þróun og mikið búið að breytast hjá mér persónulega. Mér finnst þetta skemmtilegt og langar að gefa þessu pláss, kvöldstund þar sem það er hlegið að kynlífi og því að vera kynvera.“ Sigga Dögg segir að í fræðslu sé hún ekki á persónulegu nótunum en í uppistandi fái hún tækifæri til þess. Á einum tímapunkti íhugaði hún að flytja allt uppistandið nakin en var töluð af þeirri hugmynd. „Mig langar að berskjalda mig ógeðslega mikið. Þetta gefur mér rými til að tala öðruvísi um kynlíf en ég geri í vinnunni.“ Grín og gaman Kynlíf Allskonar kynlíf Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Sjá meira
„Það er reyndar smá fyndið af því að ég tók upp nærbuxnalausan lífsstíl,“ segir Sigga Dögg og hlær. „Það hefur alltaf verið skömm yfir því að konur séu miklar kynverur. Þetta var því notað til að niðra konur, að vera sóðabrók. Mig langaði því geðveikt mikið að faðma þetta orð og fá fólk í lið með mér.“ Sigga Dögg er ánægð með viðbrögðin en á samfélagsmiðlum hefur fólk skrifað ummæli eins og „Ég er sóðabrók og ætla að taka allar mínar sóðabrækur með mér.“ Sigga Dögg segir að þetta snúist um að faðma kynveruna sína og stíga út úr þessari skömm. „Segja bara, ég hef bara ótrúlega gaman af kynlífi og það má. Ég þarf ekki að skammast mín fyrir það. Þetta verður eins og uppskeruhátíð eða árshátíð sóðabróka. Þú ert ekki að fara að koma á þetta ef þér finnst ógeðslega óþægilegt að tala um kynlíf eða ef kynlíf stuðar þig í bíómyndum.“ Upplifun skemmtilegri en blóm Uppistandið hennar Sóðabrók verður flutt á Bóndadaginn, Konudaginn og Valentínusardaginn. „Þetta eru deitdagsetningar og mann vantar alltaf eitthvað skemmtilegt að gera,“ segir Sigga Dögg um valið á þessum tímasetningum. „Ég hef horft á karlmenn þeysast um bæinn með blómvönd. Það er stappað í blómabúðum og þeir einhvern veginn eru stundum eins og álfar út úr hól. Það er bara svo gaman að fara saman á uppistand. Það er líka ótrúlega mikilvægt að setja hlátur og húmor inn í sambandið sitt,“ útskýrir Sigga Dögg. Sigga Dögg ætlar að berskjalda sig í uppistandinu Sóðabrók.Vísir/Vilhelm „Það tengir okkur og hefur ótrúlega góð áhrif á hormónakerfið okkar. Það eru vísindi á bak við það hvað hlátur er mikilvægur fyrir okkur.“ Engar hömlur Sigga Dögg segir að svona upplifun geti líka kveikt neista í sambandinu. „Þetta er sóðabrókaruppistand. Við erum að fara að tala um eitthvað sem þau geta nýtt sér þegar heim er komið.“ „Það eru ótrúlega fá rými þar sem þú getur talað algjörlega tæpitungulaust um kynlíf.“ Sigga Dögg er reglulega bókuð í veislur og einkasamkvæmi en er spennt að geta tekið af sér allar hömlur og talað um allt sem henni sýnist, enda er fólk þarna að mæta til þess eins að hlusta á hana. „Ég get farið eins langt og ég vil sem er ótrúlega spennandi fyrir mig.“ Persónuleg berskjöldun Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Sigga Dögg heldur uppistand en hún var einnig með sýningu árið 2016. „Mér finnst þetta svo gaman. Svo er ég líka búin að vera í svo mikilli þróun og mikið búið að breytast hjá mér persónulega. Mér finnst þetta skemmtilegt og langar að gefa þessu pláss, kvöldstund þar sem það er hlegið að kynlífi og því að vera kynvera.“ Sigga Dögg segir að í fræðslu sé hún ekki á persónulegu nótunum en í uppistandi fái hún tækifæri til þess. Á einum tímapunkti íhugaði hún að flytja allt uppistandið nakin en var töluð af þeirri hugmynd. „Mig langar að berskjalda mig ógeðslega mikið. Þetta gefur mér rými til að tala öðruvísi um kynlíf en ég geri í vinnunni.“
Grín og gaman Kynlíf Allskonar kynlíf Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Sjá meira