Kallar eftir stigmögnun af hálfu bandamanna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. janúar 2023 11:07 Shirreff var nokkuð afdráttarlaus í orðum sínum. Getty Sir Richard Shirreff, fyrrverandi hershöfðingi hjá Atlantshafsbandalaginu, segir að Bretar hefðu átt að senda Úkraínumönnum skriðdreka fyrir mörgum mánuðum. Bretar íhuga nú að senda Challenger-2 skriðdreka til Úkraínu. Shirreff, sem var um tíma næstæðsti yfirmaður Evrópuherstjórnar Nató, sagði í samtali við útvarpsstöðina LBC í morgun að hann teldi rétt að bandamenn reyndu á hótanir Rússa um afdráttarlausar aðgerðir ef bandamenn gerðu eitthvað til að stigmagna átökin. „Það eina sem Rússar virða er styrkur. Og það verður alltaf þannig með Rússland. Sýndu meiri styrk en Rússar búa yfir og þá bakka þeir,“ sagði Shirreff. Hann sagði að í stað þess að hafa áhyggjur af stigmögnun ættu bandamenn þvert á móti að grípa til stigmögnunar; útvega Úkraínumönnum meiri vopn. Því meiri aðstoð sem þeir fengju og því hraðar, því fyrr myndi stríðinu ljúka. 'Overmatch the Russians and they will back off.'Former NATO Commander, General Sir Richard Shirreff, says we should 'escalate' our support for Ukraine because the quicker we do that 'the quicker the war will be over'.@NickFerrariLBC pic.twitter.com/E9BattEBMV— LBC (@LBC) January 10, 2023 Bandaríkjamenn eru sagðir velta því fyrir sér að senda vopnaðar brynvarðar bifreiðar, Stryker, til Úkraínu. Frá þessu greinir Politico, sem segir tíðinda að vænta í næstu viku. Nikolai Patrushev, sem situr í öryggisráði Rússlands og er náin bandamaður Vladimir Pútín Rússlandsforseta, sagði í samtali við dagblaðið Argumenti i Fakti í morgun að átökin í Úkraínu væru ekki á milli Moskvu og Kænugarðs, heldur á milli Rússlands og Nató. Það væri ætlum Vesturlanda að sundra Rússlandi. Varnarmálaráðherrann Sergei Shoigu sagði morgun að Rússar myndu halda áfram þróun kjarnorkuvopna til að tryggja fullveldi landsins. Þá myndu þeir einblína á að þróa flugher sinn gegn nútíma loftvarnakerfum og vinna að þróun ómannaðra loftfara. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland NATO Hernaður Bretland Bandaríkin Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Fleiri fréttir Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Sjá meira
Shirreff, sem var um tíma næstæðsti yfirmaður Evrópuherstjórnar Nató, sagði í samtali við útvarpsstöðina LBC í morgun að hann teldi rétt að bandamenn reyndu á hótanir Rússa um afdráttarlausar aðgerðir ef bandamenn gerðu eitthvað til að stigmagna átökin. „Það eina sem Rússar virða er styrkur. Og það verður alltaf þannig með Rússland. Sýndu meiri styrk en Rússar búa yfir og þá bakka þeir,“ sagði Shirreff. Hann sagði að í stað þess að hafa áhyggjur af stigmögnun ættu bandamenn þvert á móti að grípa til stigmögnunar; útvega Úkraínumönnum meiri vopn. Því meiri aðstoð sem þeir fengju og því hraðar, því fyrr myndi stríðinu ljúka. 'Overmatch the Russians and they will back off.'Former NATO Commander, General Sir Richard Shirreff, says we should 'escalate' our support for Ukraine because the quicker we do that 'the quicker the war will be over'.@NickFerrariLBC pic.twitter.com/E9BattEBMV— LBC (@LBC) January 10, 2023 Bandaríkjamenn eru sagðir velta því fyrir sér að senda vopnaðar brynvarðar bifreiðar, Stryker, til Úkraínu. Frá þessu greinir Politico, sem segir tíðinda að vænta í næstu viku. Nikolai Patrushev, sem situr í öryggisráði Rússlands og er náin bandamaður Vladimir Pútín Rússlandsforseta, sagði í samtali við dagblaðið Argumenti i Fakti í morgun að átökin í Úkraínu væru ekki á milli Moskvu og Kænugarðs, heldur á milli Rússlands og Nató. Það væri ætlum Vesturlanda að sundra Rússlandi. Varnarmálaráðherrann Sergei Shoigu sagði morgun að Rússar myndu halda áfram þróun kjarnorkuvopna til að tryggja fullveldi landsins. Þá myndu þeir einblína á að þróa flugher sinn gegn nútíma loftvarnakerfum og vinna að þróun ómannaðra loftfara.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland NATO Hernaður Bretland Bandaríkin Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Fleiri fréttir Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Sjá meira