Buðu pöbbum sínum í allsherjar veislu: „Pabbkviss, PabbPong og Pabbvision“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 10. janúar 2023 14:01 Pabbar Bandmanna tóku sig vel út í gylltu einkennisjökkum hljómsveitarinnar. Aðsend Hljómsveitin Bandmenn hélt svokallað pabbakvöld síðastliðinn föstudag þar sem hljómsveitarmeðlimir buðu pöbbum sínum í allsherjar veislu með öllu tilheyrandi. Strákarnir hafa fengið mikil viðbrögð við þessum viðburði en blaðamaður tók púlsinn á þeim og fékk að heyra nánar frá þessu einstaka kvöldi. „Hugmyndin að þessu kvöldi kviknaði út frá því að við fórum saman í pílu eftir gigg,“ segja þeir Hörður og Pétur, meðlimir Bandmanna. „Menn byrjuðu að ræða tónlistarsmekk fjölskyldumeðlima en þá kom í ljós að talsvert af pöbbum okkar halda mikið upp á hljómsveitina Jethro Tull. Út frá því kom upp sú hugmynd að bjóða öllum gömlu körlunum í allsherjar veislu með alvöru skemmtidagskrá. Við erum miklir stemningsmenn og fórum því all in fyrir kvöldið.“ Það var ýmislegt á dagskrá á þessu pabbakvöldi en má þar meðal annars nefna Pabbkviss, þar sem þemað var pabbar og tónlist, og PabbPong, sem er í raun eins og beer pong. Þá voru pabbarnir fengnir til að klæðast gylltum jökkum sem eru eins konar einkennisbúningur Bandmanna þegar þeir koma fram. Hörður og Pétur segja að þrátt fyrir að feðurnir séu rúmlega þrjátíu árum eldri en þeir hafi jakkarnir „smellpassað“. Bandmenn og feður lögðu allt í alvöru stuðkvöld.Aðsend „Lagalistar pabbanna voru svo látnir rúlla allt kvöldið en hver og einn pabbi fékk að velja þrjátíu mínútur af lögum fyrir playlistann. Pabbarnir fengu goodie bag þar sem var að finna örtrefjaklút, bílavörur, sokka og derhúfu með lógói kvöldsins ásamt mörgum öðrum nytsamlegum varningi. Kvöldið endaði svo á Pabbvision þar sem leikið var á hljóðfæri og sungið fram á rauða nótt.“ Lógó kvöldsins, Pabbinn '23.Aðsend Það er mikið um að vera hjá Bandmönnum sem spila nánast allar helgar. „Við ákváðum að taka fyrstu helgi ársins í feðgafjörið þar sem við erum nánast uppbókaðir fram í mars.“ Bandmenn á sviði.Aðsend Kvöldið var svo vel heppnað að þeir hafa ákveðið að halda svipað partý að ári liðnu. „Veislan lukkaðist alveg gífurlega vel en við erum búnir að lofa alveg eins veislu að ári nema þá fá mæður okkar dúndur partý.“ Hér má sjá skemmtilegar feðgamyndir frá kvöldinu: Hörður Bjarkason og Bjarki Harðarson.Aðsend Franz Ploder Ottósson og Ottó Sveinn Hreinsson.Aðsend Finnbogi Ingólfsson og Pétur Finnbogason.Aðsend Unnsteinn Jónsson og Brynjar I. Unnsteinsson.Aðsend Andri Már Magnason og Magni Friðrik Gunnarsson.Aðsend Helgi Einarsson og Einar Olgeir Gíslason.Aðsend Eiríkur Magnússon og Jón Birgir Eiríksson.Aðsend Tónlist Tengdar fréttir Fara yfirleitt ekki á svið nema þeir séu búnir að setja krem á tásurnar Hljómsveitin Bandmenn hefur verið starfrækt í nokkur ár og notið mikilla vinsælda á ýmsum viðburðum hérlendis. Meðlimir sveitarinnar eru góðir vinir sem elska að koma fram saman en þeir verða á stóra sviðinu í Herjólfsdal um Verslunarmannahelgina. 23. júlí 2022 12:30 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
„Hugmyndin að þessu kvöldi kviknaði út frá því að við fórum saman í pílu eftir gigg,“ segja þeir Hörður og Pétur, meðlimir Bandmanna. „Menn byrjuðu að ræða tónlistarsmekk fjölskyldumeðlima en þá kom í ljós að talsvert af pöbbum okkar halda mikið upp á hljómsveitina Jethro Tull. Út frá því kom upp sú hugmynd að bjóða öllum gömlu körlunum í allsherjar veislu með alvöru skemmtidagskrá. Við erum miklir stemningsmenn og fórum því all in fyrir kvöldið.“ Það var ýmislegt á dagskrá á þessu pabbakvöldi en má þar meðal annars nefna Pabbkviss, þar sem þemað var pabbar og tónlist, og PabbPong, sem er í raun eins og beer pong. Þá voru pabbarnir fengnir til að klæðast gylltum jökkum sem eru eins konar einkennisbúningur Bandmanna þegar þeir koma fram. Hörður og Pétur segja að þrátt fyrir að feðurnir séu rúmlega þrjátíu árum eldri en þeir hafi jakkarnir „smellpassað“. Bandmenn og feður lögðu allt í alvöru stuðkvöld.Aðsend „Lagalistar pabbanna voru svo látnir rúlla allt kvöldið en hver og einn pabbi fékk að velja þrjátíu mínútur af lögum fyrir playlistann. Pabbarnir fengu goodie bag þar sem var að finna örtrefjaklút, bílavörur, sokka og derhúfu með lógói kvöldsins ásamt mörgum öðrum nytsamlegum varningi. Kvöldið endaði svo á Pabbvision þar sem leikið var á hljóðfæri og sungið fram á rauða nótt.“ Lógó kvöldsins, Pabbinn '23.Aðsend Það er mikið um að vera hjá Bandmönnum sem spila nánast allar helgar. „Við ákváðum að taka fyrstu helgi ársins í feðgafjörið þar sem við erum nánast uppbókaðir fram í mars.“ Bandmenn á sviði.Aðsend Kvöldið var svo vel heppnað að þeir hafa ákveðið að halda svipað partý að ári liðnu. „Veislan lukkaðist alveg gífurlega vel en við erum búnir að lofa alveg eins veislu að ári nema þá fá mæður okkar dúndur partý.“ Hér má sjá skemmtilegar feðgamyndir frá kvöldinu: Hörður Bjarkason og Bjarki Harðarson.Aðsend Franz Ploder Ottósson og Ottó Sveinn Hreinsson.Aðsend Finnbogi Ingólfsson og Pétur Finnbogason.Aðsend Unnsteinn Jónsson og Brynjar I. Unnsteinsson.Aðsend Andri Már Magnason og Magni Friðrik Gunnarsson.Aðsend Helgi Einarsson og Einar Olgeir Gíslason.Aðsend Eiríkur Magnússon og Jón Birgir Eiríksson.Aðsend
Tónlist Tengdar fréttir Fara yfirleitt ekki á svið nema þeir séu búnir að setja krem á tásurnar Hljómsveitin Bandmenn hefur verið starfrækt í nokkur ár og notið mikilla vinsælda á ýmsum viðburðum hérlendis. Meðlimir sveitarinnar eru góðir vinir sem elska að koma fram saman en þeir verða á stóra sviðinu í Herjólfsdal um Verslunarmannahelgina. 23. júlí 2022 12:30 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Fara yfirleitt ekki á svið nema þeir séu búnir að setja krem á tásurnar Hljómsveitin Bandmenn hefur verið starfrækt í nokkur ár og notið mikilla vinsælda á ýmsum viðburðum hérlendis. Meðlimir sveitarinnar eru góðir vinir sem elska að koma fram saman en þeir verða á stóra sviðinu í Herjólfsdal um Verslunarmannahelgina. 23. júlí 2022 12:30