Seinni bylgjan: Er ekki svolítið skrýtið að baráttumaðurinn hverfi í heilan mánuð? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2023 12:00 Ágúst Þór Jóhannsson er að gera frábæra hluti sem þjálfari kvennaliðs Vals en liðið tapar öllum leikjum þegar hann er upptekinn með karlalandsliðinu. Vísir/Hulda Margrét Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Vals í Olís deild kvenna, er upptekinn með karlalandsliðinu þessa dagana í tengslum við HM í handbolta og stýrir því ekki sínu liði í Olís deild kvenna í þessum mánuði. Dagur Snær Steingrímsson, aðstoðarþjálfari, og Óskar Bjarni Óskarsson munu stýra Valsliðinu á þessum tíma eins og í fyrra. Svava Kristín Gretarsdóttir og sérfræðingar hennar ræddu þetta í Seinni bylgjunni í gær. „Nú spyr ég ykkur. Byrjun á þér Einar. Ég veit að þú þekkir Gústa vel og allt það. Hvað finnst þér samt sem áður um þetta,“ spurði Svava Kristín. Ég myndi ekki sætta mig við þetta „Mér finnst þetta alls ekki gott. Auðvitað á bara þjálfarinn að sinna sinni vinnu sem þjálfari Vals. Hann á bara að vera á staðnum að mínu mati. Hann er mjög mikilvægur í þessu þjálfarateymi í karlalandsliðinu og þetta er bara að stangast á. Þetta er ákvörðun sem þau öll saman taka. Ef ég væri stjórnarmaður Vals þá myndi ég ekki sætta mig við þetta,“ sagði Einar Jónsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Í fyrra töpuðu þær öllum leikjunum þegar hann var ekki. Fyrsti leikurinn er kominn núna og það er tap. Þetta er náttúrulega bara áhyggjuefni og þú getur alveg sett spurningarmerki við þetta. Ef að það tapast allir leikirnir þegar hann er í burtu þá get ég ekki ímyndað mér að Valur sé til í það að hann geri þetta aftur,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Klippa: Seinni bylgjan: Ágúst Jóhannsson ekki með liði sínu Svava Kristín sýndi leikina sem Ágúst mun missa af en þar á meðal eru mögulega útileikir á móti Stjörnunni og KA/Þór. Hroðaleg tölfræði Hún fór síðan yfir tölfræði yfir árangur Valsliðsins þegar Ágúst er á staðnum eða þegar hann er upptekinn annars staðar. Valur hefur unnið 24 af 28 deildarleikjum og aðeins tapað þremur með hann á bekknum en hafa tapað öllum fjórum leikjum þegar hann er fjarverandi. „Það er engin tilviljun að Valur ræður Ágúst Jóhannsson sem þjálfara meistaraflokks kvenna. Hann er frábær þjálfari og væntanlega vilja þau hafa hann hjá liðinu til þess að þjálfa liðið í þeim leikjum sem eru í mótinu. Þetta segir sig sjálft. Dagur er frábær og Óskar er þarna líka og allt það. Ágúst er þjálfari liðsins. Hann dettur út í einhvern tíma og tölfræðin er náttúrulega bara hroðaleg,“ sagði Einar. Formúla sem er ekki að ganga upp á Hlíðarenda „Þetta er alla vega einhver formúla sem er ekki að ganga upp á Hlíðarenda miðað við töpin í deildinni. Svo þarftu bara að vega og meta. Ég held að þetta sé rosalega erfitt að vera í þjálfarateymi hjá karlalandsliðinu. Það er erfitt þegar þú ert með karlalið en hvað þá þegar þú ert með kvennalið og deildin er í gangi á meðan þeir fara út,“ sagði Sigurlaug. „Ef eitthvað er þá er Ágúst Jóhannsson einn harðasti baráttumaður íslenska kvennahandboltans. Hann lætur okkur vita af öllu sem honum vanhagar um og við kunnum vel að meta það. Alvöru baráttumál hjá Ágústi og við viljum koma kvennahandboltanum sem lengst. Er þá ekki svolítið skrýtið að þessi baráttumaður láti sig hverfa í heilan mánuð,“ spurði Svava Kristín. Það má horfa á alla umfjöllunina hér fyrir ofan. Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Valur Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Dagur Snær Steingrímsson, aðstoðarþjálfari, og Óskar Bjarni Óskarsson munu stýra Valsliðinu á þessum tíma eins og í fyrra. Svava Kristín Gretarsdóttir og sérfræðingar hennar ræddu þetta í Seinni bylgjunni í gær. „Nú spyr ég ykkur. Byrjun á þér Einar. Ég veit að þú þekkir Gústa vel og allt það. Hvað finnst þér samt sem áður um þetta,“ spurði Svava Kristín. Ég myndi ekki sætta mig við þetta „Mér finnst þetta alls ekki gott. Auðvitað á bara þjálfarinn að sinna sinni vinnu sem þjálfari Vals. Hann á bara að vera á staðnum að mínu mati. Hann er mjög mikilvægur í þessu þjálfarateymi í karlalandsliðinu og þetta er bara að stangast á. Þetta er ákvörðun sem þau öll saman taka. Ef ég væri stjórnarmaður Vals þá myndi ég ekki sætta mig við þetta,“ sagði Einar Jónsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Í fyrra töpuðu þær öllum leikjunum þegar hann var ekki. Fyrsti leikurinn er kominn núna og það er tap. Þetta er náttúrulega bara áhyggjuefni og þú getur alveg sett spurningarmerki við þetta. Ef að það tapast allir leikirnir þegar hann er í burtu þá get ég ekki ímyndað mér að Valur sé til í það að hann geri þetta aftur,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Klippa: Seinni bylgjan: Ágúst Jóhannsson ekki með liði sínu Svava Kristín sýndi leikina sem Ágúst mun missa af en þar á meðal eru mögulega útileikir á móti Stjörnunni og KA/Þór. Hroðaleg tölfræði Hún fór síðan yfir tölfræði yfir árangur Valsliðsins þegar Ágúst er á staðnum eða þegar hann er upptekinn annars staðar. Valur hefur unnið 24 af 28 deildarleikjum og aðeins tapað þremur með hann á bekknum en hafa tapað öllum fjórum leikjum þegar hann er fjarverandi. „Það er engin tilviljun að Valur ræður Ágúst Jóhannsson sem þjálfara meistaraflokks kvenna. Hann er frábær þjálfari og væntanlega vilja þau hafa hann hjá liðinu til þess að þjálfa liðið í þeim leikjum sem eru í mótinu. Þetta segir sig sjálft. Dagur er frábær og Óskar er þarna líka og allt það. Ágúst er þjálfari liðsins. Hann dettur út í einhvern tíma og tölfræðin er náttúrulega bara hroðaleg,“ sagði Einar. Formúla sem er ekki að ganga upp á Hlíðarenda „Þetta er alla vega einhver formúla sem er ekki að ganga upp á Hlíðarenda miðað við töpin í deildinni. Svo þarftu bara að vega og meta. Ég held að þetta sé rosalega erfitt að vera í þjálfarateymi hjá karlalandsliðinu. Það er erfitt þegar þú ert með karlalið en hvað þá þegar þú ert með kvennalið og deildin er í gangi á meðan þeir fara út,“ sagði Sigurlaug. „Ef eitthvað er þá er Ágúst Jóhannsson einn harðasti baráttumaður íslenska kvennahandboltans. Hann lætur okkur vita af öllu sem honum vanhagar um og við kunnum vel að meta það. Alvöru baráttumál hjá Ágústi og við viljum koma kvennahandboltanum sem lengst. Er þá ekki svolítið skrýtið að þessi baráttumaður láti sig hverfa í heilan mánuð,“ spurði Svava Kristín. Það má horfa á alla umfjöllunina hér fyrir ofan.
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Valur Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða