Kennari enn þungt haldinn eftir að sex ára nemandi skaut hann Kjartan Kjartansson skrifar 9. janúar 2023 16:31 Lögreglumaður við RIchneck-grunnskólann í Virginíu eftir að sex ára drengur skaut kennara sinn í kennslustofu. AP/Billy Schueman/The Virginian-Pilot Ástand kennara sem var skotinn af sex ára gömlum nemanda sínum í grunnskóla í Virginíu í Bandaríkjunum á föstudag er sagt stöðugt en alvarlegt. Barnið var í haldi lögreglu fyrst eftir skotárásina en yfirvöld hafa ekki viljað segja hvar það er nú vistað. Sex ára gamalt drengur skaut Abby Swerner, 25 ára gamlan kennara fyrsta bekkjar, með skammbyssu í Richneck-grunnskólanum í Newport News í Virginíu á föstudag. Lögregla sagði áverka hennar lífshættulega í fyrstu en nú er hún sögð í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi, að sögn AP-fréttastofunnar. Steve Drew, lögreglustjóri, segir að skotið hafi ekki verið óhapp heldur hluti af einhvers konar rifrildi. Lögregla hefur hvorki viljað veita nánari upplýsingar um tilefnið né hvernig barnið komst yfir byssuna eða hver á hana. Ekki er hægt að sækja sex ára börn til saka sem fullorðna í Virginíu og þá er drengurinn of ungur til að vera vistaður í ungmennafangelsi. Dómari gæti hins vegar svipt foreldra drengsins forræði og falið barnavernd að koma því fyrir. Phillip Jones, borgarstjóri í Newport News, vildi ekki upplýsa hvar drengnum er haldið á laugardag. Hann fengi þó alla þá þjónustu sem hann þyrfti á að halda. Washington Post hefur eftir móður drengs sem varð vitni að skotárásinni að skólabróðir hans hafi dregið skammbyssuna úr bakpoka sínum og beint henni að kennaranum. Kennarinn hafi ætlað að taka byssuna af honum en hann hafi þá hleypt af skoti. Kennarinn hafi sagt börnunum að taka til fótanna, Þau hafi þá hlaupið inn í aðra kennslustofu þar sem þau héldu kyrru fyrir. Sonur hennar hafi talið að byssukúlan hefði hæft kennarann í handlegginn eða höndina. Samskipti viðbragðsaðila á vettvangi bentu til þess að kennarinn hefði verið skotinn í kviðinn og í gengum höndina. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira
Sex ára gamalt drengur skaut Abby Swerner, 25 ára gamlan kennara fyrsta bekkjar, með skammbyssu í Richneck-grunnskólanum í Newport News í Virginíu á föstudag. Lögregla sagði áverka hennar lífshættulega í fyrstu en nú er hún sögð í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi, að sögn AP-fréttastofunnar. Steve Drew, lögreglustjóri, segir að skotið hafi ekki verið óhapp heldur hluti af einhvers konar rifrildi. Lögregla hefur hvorki viljað veita nánari upplýsingar um tilefnið né hvernig barnið komst yfir byssuna eða hver á hana. Ekki er hægt að sækja sex ára börn til saka sem fullorðna í Virginíu og þá er drengurinn of ungur til að vera vistaður í ungmennafangelsi. Dómari gæti hins vegar svipt foreldra drengsins forræði og falið barnavernd að koma því fyrir. Phillip Jones, borgarstjóri í Newport News, vildi ekki upplýsa hvar drengnum er haldið á laugardag. Hann fengi þó alla þá þjónustu sem hann þyrfti á að halda. Washington Post hefur eftir móður drengs sem varð vitni að skotárásinni að skólabróðir hans hafi dregið skammbyssuna úr bakpoka sínum og beint henni að kennaranum. Kennarinn hafi ætlað að taka byssuna af honum en hann hafi þá hleypt af skoti. Kennarinn hafi sagt börnunum að taka til fótanna, Þau hafi þá hlaupið inn í aðra kennslustofu þar sem þau héldu kyrru fyrir. Sonur hennar hafi talið að byssukúlan hefði hæft kennarann í handlegginn eða höndina. Samskipti viðbragðsaðila á vettvangi bentu til þess að kennarinn hefði verið skotinn í kviðinn og í gengum höndina.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira