Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ á nýársnótt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. janúar 2023 11:52 Sá sem varð fyrir hnífsstunguárásinni birti mynd af sér á Instagram eftir að hafa gengist undir aðgerð. Hann sagðist í færslunni vera á batavegi og myndi koma „sterkari og vitrari“ til baka. Instagram Fertugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps á nýársnótt í Reykjanesbæ fyrir þremur árum. Þrír til viðbótar, þeirra á meðal brotaþoli í tilrauninni, eru ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Greint var frá átökum tveggja hópa í fréttum fyrir þremur árum sem áttu sér stað í og fyrir utan heimahús við Faxabraut í Reykjanesbæ. Einn hlaut fimm hnífsstungur og gekkst undir aðgerð vegna lífshættulegra áverka. Tveir sættu gæsluvarðhaldi í tvo sólarhringa eftir að hafa verið handteknir af lögreglu. Barsmíðar og árásir á víxl Í ákæru héraðssaksóknara má sjá að tveir tæplega fertugir karlmenn stóðu í átökum við tvo tæplega tvítuga karlmenn. Sá eldri af þeim um fertugt er ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa ítrekað lagt til annars ungu mannanna með vasahníf. Hlaut sá ungi fimm stunguáverka, þar af einn sem náði inn í kviðarhol og í gegnum milta svo fjarlægja þurfti miltað og annan sem olli loftbrjósti. Þá eru tveir eldri mennirnir ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa veist að hinum unga manninum og slegið ítrekað með glerflösku og hnefahöggum í andlit. Sá eldri sömuleiðis fyrir að hafa sparkað í hann og reynt að stinga með hníf. Yngri mennirnir tveir eru sömuleiðis ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa veist að þeim elsta og ítrekað slegið hann bæði með glerflöskum og hnefahöggum í höfuð og búk. Bótakröfur í allar áttir Karlmennirnir gera allir kröfu um miskabætur í málinu úr hendi hinna. Sá sem var stunginn fimm sinnum krefst fjögurra milljóna króna og skaðabóta vegna sjúkrahússkostnaðar. Jafnframt að viðurkennd verði skaðabótaskylda þess elsta í málinu. Hinn yngri maðurinn krefst 1,5 milljóna króna samanlagt úr hendi eldri árásarmannanna. Sá yngri af þeim eldri krefur annan þeirra yngri, þann sem ekki var stunginn, um eina og hálfa milljóna króna í miskabætur. Að lokum krefst sá sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps, sá elsti, 1,6 milljóna króna frá þeim sem hann stakk og 600 þúsund króna í miskabætur frá hinum. Málið verður þingfest við Héraðsdóm Reykjaness á morgun. Reykjanesbær Dómsmál Tengdar fréttir Átján ára stunginn fimm sinnum á nýársnótt Átján ára karlmaður var stunginn fimm sinnum með hnífi aðfaranótt nýársdags. 8. janúar 2020 18:43 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira
Greint var frá átökum tveggja hópa í fréttum fyrir þremur árum sem áttu sér stað í og fyrir utan heimahús við Faxabraut í Reykjanesbæ. Einn hlaut fimm hnífsstungur og gekkst undir aðgerð vegna lífshættulegra áverka. Tveir sættu gæsluvarðhaldi í tvo sólarhringa eftir að hafa verið handteknir af lögreglu. Barsmíðar og árásir á víxl Í ákæru héraðssaksóknara má sjá að tveir tæplega fertugir karlmenn stóðu í átökum við tvo tæplega tvítuga karlmenn. Sá eldri af þeim um fertugt er ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa ítrekað lagt til annars ungu mannanna með vasahníf. Hlaut sá ungi fimm stunguáverka, þar af einn sem náði inn í kviðarhol og í gegnum milta svo fjarlægja þurfti miltað og annan sem olli loftbrjósti. Þá eru tveir eldri mennirnir ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa veist að hinum unga manninum og slegið ítrekað með glerflösku og hnefahöggum í andlit. Sá eldri sömuleiðis fyrir að hafa sparkað í hann og reynt að stinga með hníf. Yngri mennirnir tveir eru sömuleiðis ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa veist að þeim elsta og ítrekað slegið hann bæði með glerflöskum og hnefahöggum í höfuð og búk. Bótakröfur í allar áttir Karlmennirnir gera allir kröfu um miskabætur í málinu úr hendi hinna. Sá sem var stunginn fimm sinnum krefst fjögurra milljóna króna og skaðabóta vegna sjúkrahússkostnaðar. Jafnframt að viðurkennd verði skaðabótaskylda þess elsta í málinu. Hinn yngri maðurinn krefst 1,5 milljóna króna samanlagt úr hendi eldri árásarmannanna. Sá yngri af þeim eldri krefur annan þeirra yngri, þann sem ekki var stunginn, um eina og hálfa milljóna króna í miskabætur. Að lokum krefst sá sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps, sá elsti, 1,6 milljóna króna frá þeim sem hann stakk og 600 þúsund króna í miskabætur frá hinum. Málið verður þingfest við Héraðsdóm Reykjaness á morgun.
Reykjanesbær Dómsmál Tengdar fréttir Átján ára stunginn fimm sinnum á nýársnótt Átján ára karlmaður var stunginn fimm sinnum með hnífi aðfaranótt nýársdags. 8. janúar 2020 18:43 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira
Átján ára stunginn fimm sinnum á nýársnótt Átján ára karlmaður var stunginn fimm sinnum með hnífi aðfaranótt nýársdags. 8. janúar 2020 18:43