Katrín Tanja flaug heim til Íslands fyrir áramótin til að leggja línurnar með Anníe Mist áður en þær keppa saman í liðakeppninni á Wodapalooza CrossFit mótinu í Miami.
Mótið í Miami hefst á fimmtudaginn kemur og stendur yfir í fjóra daga. Liðakeppnin fer þó fram á laugardag og sunnudag.
Katrín Tanja og Anníe Mist hafa því náð nokkrum æfingum saman fyrir brottför þeirra til Bandaríkjanna. Þær eru þar í liði með CrossFit prinsessunni Mallory O'Brien sem endaði í öðru sæti í einstaklingskeppninni á síðustu heimsleikum.
Eins og vanalega eru það eru bara krafturinn og dugnaðurinn sem fær að njóta sín á æfingum Anníe og Katrínar heldur er alltaf mjög stutt í fjör og gamnið líka hjá þessum lífsglöðu og ofurhressu íþróttakonum.
Anníe Mist setti þannig inn myndband á samfélagsmiðla af henni og Katrínu Tönju að mæta vöðvana sína.
Mældu þær upphandleggsvöðvann sinn og þar kom í ljós að Katrín er með stærri vöðva en Anníe. Upphandleggsvöðvi Karínar Tönju var 33 sentimetrar en hann var 31 sentimetri hjá Anníe.
Hér fyrir neðan má sjá þetta myndband.