Alexandra og stöllur gerðu í raun út um leikinn strax í fyrri hálfleik, en Alexandra kom liðinu í 3-0 í uppbótartíma hálfleiksins og þannig var staðan þegar liðin gengu til búningsherbergja.
Liðið bætti svo fjórða markinu við snemma í síðari hálfleik og þar við sat. Niðurstaðan 4-0 sigur Fiorentina og liðið trónir á toppi E-riðils með sex stig eftir tvo leiki.
Í F-riðli unnu Guðný Árnadóttir og stöllur hennar í AC Milan stórsigur á Lazio, 0-7. Guðný var í byrjunarliði Milan en fór meidd af velli í hálfleik.
Inter Milan, lið Önnu Bjarkar Kristjánsdóttur, gerði 1-1 jafntefli gegn Parma í D-riðli.
Að lokum unnu Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Juventus öruggan 4-1 sigur á Brescia í B-riðli.