Vilhjálmur Freyr steig fram á Omega: „Ég var einmana þetta kvöld“ Árni Sæberg skrifar 7. janúar 2023 10:38 Vilhjálmur Freyr hlaut fjögurra ára fangelsisdóm fyrir margvíslegt ofbeldi. Skjáskot/Omega Vilhjálmur Freyr Björnsson, maðurinn sem var í desember dæmdur fyrir margvísleg brot gegn konu sem hann hafði greitt fyrir vændi, var til viðtals á kristilegu sjónvarpsstöðinni Omega í apríl síðastliðnum. Hann kveðst hafa verið einmana umrætt kvöld og búinn að drekka þrjá sprittbrúsa þegar hann braut á konunni. Í gær var greint frá því að Vilhjálmur Freyr væri maðurinn sem dæmdur var í fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun, kaup á vændi, sérlega hættulega líkamsárás og frelsissviptingu í kjallara húss í Reykjavík í apríl í fyrra. Upphaflega var nafn hans afmáð þegar dómurinn var birtur á vef héraðsdómstólanna en sú ákvörðun sætti mikilli gagnrýni enda hlaut Vilhjálmur Freyr þungan dóm fyrir alvarlegt ofbeldisbrot og hefur enga tengingu við fórnarlamb sitt. Í sama mánuði og hann framdi umrætt brot veitti hann viðtal í þættinum Dýrðar Frelsi Guðs: Hefur Guð bjargað þér? á sjónvarpsstöðinni Omega. „Við erum með góðan gest í kvöld, maður sem hefur svolítið farið út af brautinni en komið inn á hana aftur, en svo farið út af henni og inn á hana aftur. Þetta er búið að vera svolítið ströggl hjá honum. Maður hefur verið að fylgjast með honum og stundum hefut maður brosað yfir því hve vel gengur hjá honum, en svo er hann dottinn út af brautinni aftur,“ segir þáttastjórnandinn Magnús Sigurðsson í upphafi þáttar. Ræddi æskuna og neysluna Magnús byrjar þáttinn á því að spyrja Vilhjálm Frey út í uppvaxtarár hans. Vilhjálmur Freyr kveðst vera fæddur og uppalinn á Akranesi á ástríku heimili með foreldrum sínum og fjórum systkinum. Hann segir það hafa verið gott að alast upp á Akranesi á tíunda áratugnum, þegar enginn læsti heimili sínu og engir glæpir voru framdir. Hann segir þó að fljótlega hafi farið að halla undan fæti hjá honum og hann farið að fremja smáglæpi þegar hann var unglingur. Snemma hafi hann svo leiðst í neyslu áfengis og annarra vímuefna. Leigði kjallaraíbúðina af systur sinni Vilhjálmur Freyr segist hafa farið í sex mánaða meðferð í Svíþjóð eftir að hann hafði verið farinn að neyta harðra fíkniefna um æð. Þegar heim var komið úr meðferðinni hafi hann leigt herbergi af systur sinni í kjallaranum í Breiðholti, þar sem hann framdi brotin, á meðan verið væri að standsetja íbúð fjölskyldu hans. Vilhjálmur Freyr á eiginkonu og tvö börn. „Ég var einmana þetta kvöld, ég man eftir því, og Covid var þarna nýbyrjað. Ég fer út í Iceland þarna í Breiðholtinu og ég kaupi mér þrjá sprittbrúsa og ég drekk þá. Og það kvöld, þá framdi ég ljótasta hlut sem ég hef gert. Ég beitti ofbeldi sem varð til þess að ég varð síðan handtekinn,“ segir Vilhjálmur Freyr en ræðir ofbeldið ekkert frekar. Hann segist þá hafa ákveðið að hefja kannabisreykingar í stað þess að neyta annarra vímuefna. „Af því að ég vissi að þá væri ég ekki að gera þessa skandala,“ segir hann. Viðtalið við Vilhjálm Frey má sjá í heild sinni hér að neðan: Kynferðisofbeldi Dómsmál Vændi Dómstólar Tengdar fréttir Nafngreindi manninn sem hélt vændiskonu og nauðgaði Héraðsdómur Reykjavíkur birti nafn manns sem var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga vændiskonu og halda henni í gíslingu í dag. Nafn mannsins var upphaflega afmáð úr dómnum en dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að birta það samkvæmt reglum. 6. janúar 2023 13:23 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Fleiri fréttir Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Sjá meira
Í gær var greint frá því að Vilhjálmur Freyr væri maðurinn sem dæmdur var í fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun, kaup á vændi, sérlega hættulega líkamsárás og frelsissviptingu í kjallara húss í Reykjavík í apríl í fyrra. Upphaflega var nafn hans afmáð þegar dómurinn var birtur á vef héraðsdómstólanna en sú ákvörðun sætti mikilli gagnrýni enda hlaut Vilhjálmur Freyr þungan dóm fyrir alvarlegt ofbeldisbrot og hefur enga tengingu við fórnarlamb sitt. Í sama mánuði og hann framdi umrætt brot veitti hann viðtal í þættinum Dýrðar Frelsi Guðs: Hefur Guð bjargað þér? á sjónvarpsstöðinni Omega. „Við erum með góðan gest í kvöld, maður sem hefur svolítið farið út af brautinni en komið inn á hana aftur, en svo farið út af henni og inn á hana aftur. Þetta er búið að vera svolítið ströggl hjá honum. Maður hefur verið að fylgjast með honum og stundum hefut maður brosað yfir því hve vel gengur hjá honum, en svo er hann dottinn út af brautinni aftur,“ segir þáttastjórnandinn Magnús Sigurðsson í upphafi þáttar. Ræddi æskuna og neysluna Magnús byrjar þáttinn á því að spyrja Vilhjálm Frey út í uppvaxtarár hans. Vilhjálmur Freyr kveðst vera fæddur og uppalinn á Akranesi á ástríku heimili með foreldrum sínum og fjórum systkinum. Hann segir það hafa verið gott að alast upp á Akranesi á tíunda áratugnum, þegar enginn læsti heimili sínu og engir glæpir voru framdir. Hann segir þó að fljótlega hafi farið að halla undan fæti hjá honum og hann farið að fremja smáglæpi þegar hann var unglingur. Snemma hafi hann svo leiðst í neyslu áfengis og annarra vímuefna. Leigði kjallaraíbúðina af systur sinni Vilhjálmur Freyr segist hafa farið í sex mánaða meðferð í Svíþjóð eftir að hann hafði verið farinn að neyta harðra fíkniefna um æð. Þegar heim var komið úr meðferðinni hafi hann leigt herbergi af systur sinni í kjallaranum í Breiðholti, þar sem hann framdi brotin, á meðan verið væri að standsetja íbúð fjölskyldu hans. Vilhjálmur Freyr á eiginkonu og tvö börn. „Ég var einmana þetta kvöld, ég man eftir því, og Covid var þarna nýbyrjað. Ég fer út í Iceland þarna í Breiðholtinu og ég kaupi mér þrjá sprittbrúsa og ég drekk þá. Og það kvöld, þá framdi ég ljótasta hlut sem ég hef gert. Ég beitti ofbeldi sem varð til þess að ég varð síðan handtekinn,“ segir Vilhjálmur Freyr en ræðir ofbeldið ekkert frekar. Hann segist þá hafa ákveðið að hefja kannabisreykingar í stað þess að neyta annarra vímuefna. „Af því að ég vissi að þá væri ég ekki að gera þessa skandala,“ segir hann. Viðtalið við Vilhjálm Frey má sjá í heild sinni hér að neðan:
Kynferðisofbeldi Dómsmál Vændi Dómstólar Tengdar fréttir Nafngreindi manninn sem hélt vændiskonu og nauðgaði Héraðsdómur Reykjavíkur birti nafn manns sem var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga vændiskonu og halda henni í gíslingu í dag. Nafn mannsins var upphaflega afmáð úr dómnum en dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að birta það samkvæmt reglum. 6. janúar 2023 13:23 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Fleiri fréttir Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Sjá meira
Nafngreindi manninn sem hélt vændiskonu og nauðgaði Héraðsdómur Reykjavíkur birti nafn manns sem var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga vændiskonu og halda henni í gíslingu í dag. Nafn mannsins var upphaflega afmáð úr dómnum en dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að birta það samkvæmt reglum. 6. janúar 2023 13:23