Allt að 350 flóttamenn til Akureyrar á þessu ári Eiður Þór Árnason skrifar 6. janúar 2023 16:08 Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra og Ásthildur Sturludóttur, bæjarstjóri Akureyrar. Akureyrarbær Akureyrarbær hyggst taka á móti allt að 350 flóttamönnum í samstarfi við stjórnvöld fram til ársloka 2023. Samningur um samræmda móttöku flóttafólks á Akureyri var undirritaður í dag af Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Nichole Leigh Mosty, forstöðukonu Fjölmenningarseturs og Ásthildi Sturludóttur, bæjarstjóra á Akureyri. Greint er frá þessu í tilkynningu frá Akureyrarbæ en samræmd móttaka flóttafólks nær til fólks sem fengið hefur alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða hér á landi. Á síðustu árum hefur fólk á flótta frá Sýrlandi, Afganistan, Úkraínu og víðar sest að á Akureyri en bærinn hefur verið móttökusveitarfélag fyrir flóttafólk og tekið á móti hópum sem stjórnvöld hafa boðið til landsins. Auk þess hefur sveitarfélagið verið þátttakandi í tilraunaverkefni um samræmda móttöku flóttafólks. Að sögn yfirvalda er markmið samræmdu móttökunnar að tryggja flóttafólki samfellda og jafna þjónustu óháð því hvaðan það kemur og í hvaða sveitarfélagi það sest að. Áhersla sé lögð á nauðsynlega aðstoð til að vinna úr áföllum og að fólk fái tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu, svo sem með atvinnu, samfélagsfræðslu og námi, þar með talið íslenskunámi. Mjög mikils virði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra segir í tilkynningu að Akureyrarbær hafi víðtæka reynslu af móttöku flóttafólks og það sé mjög mikils virði að sveitarfélagið ætli að taka á móti allt að 350 flóttamönnum til viðbótar. „Ég óska bæjaryfirvöldum og Akureyringum innilega til hamingju – og nýjum íbúum sveitarfélagsins velfarnaðar.“ „Það er samfélagsleg skylda okkar að taka eins vel og kostur er á móti fólki á flótta og mjög mikilvægt að það sé gert með skynsamlegum hætti og í traustu samstarfi við ríkisvaldið,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri í tilkynningunni. „Ég fagna fjölbreytileikanum og veit að fólk hvaðanæva að getur auðgað samfélagið og víkkað sjóndeildarhring okkar. Við bjóðum fólkið ævinlega velkomið og vonum að því muni farnast vel á Akureyri.“ Flóttamenn Akureyri Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Sjá meira
Greint er frá þessu í tilkynningu frá Akureyrarbæ en samræmd móttaka flóttafólks nær til fólks sem fengið hefur alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða hér á landi. Á síðustu árum hefur fólk á flótta frá Sýrlandi, Afganistan, Úkraínu og víðar sest að á Akureyri en bærinn hefur verið móttökusveitarfélag fyrir flóttafólk og tekið á móti hópum sem stjórnvöld hafa boðið til landsins. Auk þess hefur sveitarfélagið verið þátttakandi í tilraunaverkefni um samræmda móttöku flóttafólks. Að sögn yfirvalda er markmið samræmdu móttökunnar að tryggja flóttafólki samfellda og jafna þjónustu óháð því hvaðan það kemur og í hvaða sveitarfélagi það sest að. Áhersla sé lögð á nauðsynlega aðstoð til að vinna úr áföllum og að fólk fái tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu, svo sem með atvinnu, samfélagsfræðslu og námi, þar með talið íslenskunámi. Mjög mikils virði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra segir í tilkynningu að Akureyrarbær hafi víðtæka reynslu af móttöku flóttafólks og það sé mjög mikils virði að sveitarfélagið ætli að taka á móti allt að 350 flóttamönnum til viðbótar. „Ég óska bæjaryfirvöldum og Akureyringum innilega til hamingju – og nýjum íbúum sveitarfélagsins velfarnaðar.“ „Það er samfélagsleg skylda okkar að taka eins vel og kostur er á móti fólki á flótta og mjög mikilvægt að það sé gert með skynsamlegum hætti og í traustu samstarfi við ríkisvaldið,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri í tilkynningunni. „Ég fagna fjölbreytileikanum og veit að fólk hvaðanæva að getur auðgað samfélagið og víkkað sjóndeildarhring okkar. Við bjóðum fólkið ævinlega velkomið og vonum að því muni farnast vel á Akureyri.“
Flóttamenn Akureyri Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Sjá meira