Alberti Klahn dæmdar 26 milljónir í bætur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. janúar 2023 14:13 Albert Klahn Skaftason var dæmdur í tólf mánaða fangelsi á sínum tíma. Hann var sýknaður við endurupptöku málsins löngu síðar. Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða Alberti Klahn Skaftasyni, sakborningi í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, 26 milljónir króna í miskabætur. Albert krafðist 200 milljóna króna í bætur en Héraðsdómur féllst á 26 milljóna bótagreiðslu vegna frelsissviptingar og sakfellingar í tengslum við málið á sínum tíma sem reist var á gallaðri rannsókn og málsmeðferð. Ríkið þarf að greiða ellefu milljónir króna en Albert fékk greiddar 15 milljónir króna í bætur frá ríkinu árið 2019. Albert var árið 1980 dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir að hafa aðstoðað við að flytja lík Guðmundar Einarsson í bifreið í Hafnarfjarðarhraun í tvígang árið 1974. Hann afplánaði rúma tvo mánuði í fangelsi áður en honum var veitt reynslulausn. Endurupptökunefnd féllst á endurupptöku máls Alberts árið 2017 og var það tekið fyrir í Hæstarétti ásamt málum fleiri karlmanna. Yfirheyrslur og frelsissvipting Í samantekt í skýrslu starfshóps innanríkisráðuneytisins frá 2013 kom fram að á tímabilinu 23. desember 1975 til 19. mars 1976 hefði Albert verið yfirheyrður að minnsta kosti 26 sinnum meðan hann var vistaður í gæsluvarðhaldi í Síðumúlafangelsi. Til viðbótar hefði verið farið með hann í að minnsta kosti ellefu vettvangsferðir á þessu tímabili. Samanlögð skráð tímalengd viðtala og yfirheyrslna á þessum tíma hefði verið að lágmarki sautján klukkustundir en gera mætti ráð fyrir að heildartíminn hefði verið mun lengri því tímalengd sumra viðtala og yfirheyrsla var ekki skráð. Samanlögð skráð tímalengd vettvangsferða á þessum tíma var rúm 21 klukkustund. Albert var handtekinn og færður í Síðumúlafangelsið 23. desember 1976. Sætti hann gæsluvarðhaldi frá þeim degi og þar til hann var látinn laus 19. mars 1976 eða samtals 88 daga, í óslitinni einangrunarvist. Þá sat hann inni í 63 daga í kjölfar dómsins. Samanlagt var hann frelsissviptur í 151 dag í tengslum við málið. Hæstiréttur sýknaði í september 2018 þá Sævar Marinó Cieselski, Tryggva Rúnar Leifsson, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn af ákærum um að hafa orðið þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Þeir hlutu allir misþunga dóma árið 1980 vegna málanna. Ári síðar var með nýjum lögum veitt heimild til að greiða bætur vegna sýknudómsins. Alberti voru dæmdar 15 milljónir króna í bætur. Hann fór svo sjálfur í bótamál við ríkið og féll dómur í dag. Fær hann ellefu milljónir til viðbótar frá ríkinu. Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Sjá meira
Albert krafðist 200 milljóna króna í bætur en Héraðsdómur féllst á 26 milljóna bótagreiðslu vegna frelsissviptingar og sakfellingar í tengslum við málið á sínum tíma sem reist var á gallaðri rannsókn og málsmeðferð. Ríkið þarf að greiða ellefu milljónir króna en Albert fékk greiddar 15 milljónir króna í bætur frá ríkinu árið 2019. Albert var árið 1980 dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir að hafa aðstoðað við að flytja lík Guðmundar Einarsson í bifreið í Hafnarfjarðarhraun í tvígang árið 1974. Hann afplánaði rúma tvo mánuði í fangelsi áður en honum var veitt reynslulausn. Endurupptökunefnd féllst á endurupptöku máls Alberts árið 2017 og var það tekið fyrir í Hæstarétti ásamt málum fleiri karlmanna. Yfirheyrslur og frelsissvipting Í samantekt í skýrslu starfshóps innanríkisráðuneytisins frá 2013 kom fram að á tímabilinu 23. desember 1975 til 19. mars 1976 hefði Albert verið yfirheyrður að minnsta kosti 26 sinnum meðan hann var vistaður í gæsluvarðhaldi í Síðumúlafangelsi. Til viðbótar hefði verið farið með hann í að minnsta kosti ellefu vettvangsferðir á þessu tímabili. Samanlögð skráð tímalengd viðtala og yfirheyrslna á þessum tíma hefði verið að lágmarki sautján klukkustundir en gera mætti ráð fyrir að heildartíminn hefði verið mun lengri því tímalengd sumra viðtala og yfirheyrsla var ekki skráð. Samanlögð skráð tímalengd vettvangsferða á þessum tíma var rúm 21 klukkustund. Albert var handtekinn og færður í Síðumúlafangelsið 23. desember 1976. Sætti hann gæsluvarðhaldi frá þeim degi og þar til hann var látinn laus 19. mars 1976 eða samtals 88 daga, í óslitinni einangrunarvist. Þá sat hann inni í 63 daga í kjölfar dómsins. Samanlagt var hann frelsissviptur í 151 dag í tengslum við málið. Hæstiréttur sýknaði í september 2018 þá Sævar Marinó Cieselski, Tryggva Rúnar Leifsson, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn af ákærum um að hafa orðið þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Þeir hlutu allir misþunga dóma árið 1980 vegna málanna. Ári síðar var með nýjum lögum veitt heimild til að greiða bætur vegna sýknudómsins. Alberti voru dæmdar 15 milljónir króna í bætur. Hann fór svo sjálfur í bótamál við ríkið og féll dómur í dag. Fær hann ellefu milljónir til viðbótar frá ríkinu.
Yfirheyrslur og frelsissvipting Í samantekt í skýrslu starfshóps innanríkisráðuneytisins frá 2013 kom fram að á tímabilinu 23. desember 1975 til 19. mars 1976 hefði Albert verið yfirheyrður að minnsta kosti 26 sinnum meðan hann var vistaður í gæsluvarðhaldi í Síðumúlafangelsi. Til viðbótar hefði verið farið með hann í að minnsta kosti ellefu vettvangsferðir á þessu tímabili. Samanlögð skráð tímalengd viðtala og yfirheyrslna á þessum tíma hefði verið að lágmarki sautján klukkustundir en gera mætti ráð fyrir að heildartíminn hefði verið mun lengri því tímalengd sumra viðtala og yfirheyrsla var ekki skráð. Samanlögð skráð tímalengd vettvangsferða á þessum tíma var rúm 21 klukkustund. Albert var handtekinn og færður í Síðumúlafangelsið 23. desember 1976. Sætti hann gæsluvarðhaldi frá þeim degi og þar til hann var látinn laus 19. mars 1976 eða samtals 88 daga, í óslitinni einangrunarvist. Þá sat hann inni í 63 daga í kjölfar dómsins. Samanlagt var hann frelsissviptur í 151 dag í tengslum við málið.
Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Sjá meira