Nafngreindi manninn sem hélt vændiskonu og nauðgaði Kjartan Kjartansson skrifar 6. janúar 2023 13:23 Dómurinn var upphaflega birtur á vefsíðu Héraðsdóms Reykjavíkur í desember en þá kom nafn mannsins ekki fram. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur birti nafn manns sem var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga vændiskonu og halda henni í gíslingu í dag. Nafn mannsins var upphaflega afmáð úr dómnum en dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að birta það samkvæmt reglum. Samkvæmt skriflegu svari Ingibjargar Þorsteinsdóttur, dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur, við fyrirspurn Vísis bar að gefa út dóminn með nafni dómfellda samkvæmt reglum dómstólasýslunnar. Uppfærð útgáfa dómsins með nafni mannsins var birt nú um miðjan dag. Maðurinn heitir Vilhjálmur Freyr Björnsson og er tæplega þrítugur. Dómurinn yfir honum var kveðinn upp 20. desember en nafn hans var ekki getið þrátt fyrir þungan fangelsisdóm og að engin tengsl væru á milli hans og fórnarlambsins. Allajafna eru nöfn sakborninga birt í dómum í öllum tegundum ofbeldismála nema til að vernda brotaþola ef þeir eru tengdir sakborningnum. Nafnleysið sætti gagnrýni. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði þannig ekkert réttlæta nafnleynd vændiskaupenda af þessu tagi. Hún væri til þess fallin að hlífa gerendum. Í dómnum kom fram að Vilhjálmur Freyr braut bein í andliti konu sem hafði selt honum vændisþjónustu. Að sögn konunnar hafði hún veitt honum þjónustu í klukkustund þegar hann krafði hana um endurgreiðslu. Þegar hún sagðist ekki getað útvegað honum peningana fyrr daginn eftir hafi hann barið hana, tekið af henni símann og ítrekað tekið hana hálstaki. Í kjölfarið hafi hann margsinnis nauðgað henni. Frelsissviptingin hafi staðið yfir í um þrjár klukkustundir. Vilhjálmi Frey var gert að greiða konunni þrjár milljónir króna í miskabætur. Hann játaði brot sitt að litlum hluta. Við sakfellingu var litið til þess að atlaga hans hefði verið ofsafengin og gróf. Hann hefði valdið alvarlegum áverkum og brotið gegn kynfrelsi og trúnaði sem konan sýndi með komu sinni. Ásetningur hafi verið sterkur og telja megi mildi að ekki urðu enn alvarlegri afleiðingar fyrir konuna. Fréttin var uppfærð með nafni mannsins eftir að dómurinn var uppfærður á vef Héraðsdóms Reykjavíkur. Dómsmál Dómstólar Kynferðisofbeldi Vændi Tengdar fréttir Til greina kemur að nafngreina mann sem hélt vændiskonu í gíslingu og nauðgaði í kjallara Héraðsdómur Reykjavíkur hyggst skoða hvort ástæða sé til að nafngreina karlmann sem var nýverið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun, kaup á vændi, sérlega hættulega líkamsárás og frelsissviptingu í kjallara í Reykjavík. 28. desember 2022 12:01 Segir ekkert réttlæta nafnleynd vændiskaupenda Þingmaður Vinstri grænna segir ekkert réttlæta nafnleynd vændiskaupenda. Endurskoða þurfi hefð dómara um nafnleynd og ef lagabreytingu þurfi til verði þingheimur að bregðast við. 23. desember 2022 19:01 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Sjá meira
Samkvæmt skriflegu svari Ingibjargar Þorsteinsdóttur, dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur, við fyrirspurn Vísis bar að gefa út dóminn með nafni dómfellda samkvæmt reglum dómstólasýslunnar. Uppfærð útgáfa dómsins með nafni mannsins var birt nú um miðjan dag. Maðurinn heitir Vilhjálmur Freyr Björnsson og er tæplega þrítugur. Dómurinn yfir honum var kveðinn upp 20. desember en nafn hans var ekki getið þrátt fyrir þungan fangelsisdóm og að engin tengsl væru á milli hans og fórnarlambsins. Allajafna eru nöfn sakborninga birt í dómum í öllum tegundum ofbeldismála nema til að vernda brotaþola ef þeir eru tengdir sakborningnum. Nafnleysið sætti gagnrýni. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði þannig ekkert réttlæta nafnleynd vændiskaupenda af þessu tagi. Hún væri til þess fallin að hlífa gerendum. Í dómnum kom fram að Vilhjálmur Freyr braut bein í andliti konu sem hafði selt honum vændisþjónustu. Að sögn konunnar hafði hún veitt honum þjónustu í klukkustund þegar hann krafði hana um endurgreiðslu. Þegar hún sagðist ekki getað útvegað honum peningana fyrr daginn eftir hafi hann barið hana, tekið af henni símann og ítrekað tekið hana hálstaki. Í kjölfarið hafi hann margsinnis nauðgað henni. Frelsissviptingin hafi staðið yfir í um þrjár klukkustundir. Vilhjálmi Frey var gert að greiða konunni þrjár milljónir króna í miskabætur. Hann játaði brot sitt að litlum hluta. Við sakfellingu var litið til þess að atlaga hans hefði verið ofsafengin og gróf. Hann hefði valdið alvarlegum áverkum og brotið gegn kynfrelsi og trúnaði sem konan sýndi með komu sinni. Ásetningur hafi verið sterkur og telja megi mildi að ekki urðu enn alvarlegri afleiðingar fyrir konuna. Fréttin var uppfærð með nafni mannsins eftir að dómurinn var uppfærður á vef Héraðsdóms Reykjavíkur.
Dómsmál Dómstólar Kynferðisofbeldi Vændi Tengdar fréttir Til greina kemur að nafngreina mann sem hélt vændiskonu í gíslingu og nauðgaði í kjallara Héraðsdómur Reykjavíkur hyggst skoða hvort ástæða sé til að nafngreina karlmann sem var nýverið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun, kaup á vændi, sérlega hættulega líkamsárás og frelsissviptingu í kjallara í Reykjavík. 28. desember 2022 12:01 Segir ekkert réttlæta nafnleynd vændiskaupenda Þingmaður Vinstri grænna segir ekkert réttlæta nafnleynd vændiskaupenda. Endurskoða þurfi hefð dómara um nafnleynd og ef lagabreytingu þurfi til verði þingheimur að bregðast við. 23. desember 2022 19:01 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Sjá meira
Til greina kemur að nafngreina mann sem hélt vændiskonu í gíslingu og nauðgaði í kjallara Héraðsdómur Reykjavíkur hyggst skoða hvort ástæða sé til að nafngreina karlmann sem var nýverið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun, kaup á vændi, sérlega hættulega líkamsárás og frelsissviptingu í kjallara í Reykjavík. 28. desember 2022 12:01
Segir ekkert réttlæta nafnleynd vændiskaupenda Þingmaður Vinstri grænna segir ekkert réttlæta nafnleynd vændiskaupenda. Endurskoða þurfi hefð dómara um nafnleynd og ef lagabreytingu þurfi til verði þingheimur að bregðast við. 23. desember 2022 19:01