Yfirlýsingar um vopnahlé ekkert nema blekkingar og áróður Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. janúar 2023 08:56 Margir hafa bent á að Rússar hafi ekki veigrað sér við að sprengja upp skotmörk 25. desember, þegar flestir Úkraínumanna héldu upp á jólin. AP/Alexei Alexandrov Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir yfirlýsingar Rússlandsforseta um vopnahlé yfir rússnesku jólahátíðina ekkert annað en blekkingarleik til að freista þess að tefja gagnsókn Úkraínuhers í austurhluta Donbas. Forsetinn sagði í næturávarpi sínu að markmið vopnahlésins væri eingöngu að gefa Rússum ráðrúm til að koma hermönnum og hergögnum á framlínur átakanna í Donbas. „En hverju mun það skila þeim? Bara frekari aukningu í fjölda látinna,“ sagði hann. Selenskí talaði á rússnesku í stað úkraínsku og sagði að átökin myndu ekki enda fyrr en hermenn Rússlands yfirgæfu Úkraínu sjálfviljugir eða yrði „hent út“ af Úkraínumönnum. Stjórnvöld í Úkraínu gáfu strax í gær lítið fyrir yfirlýsingar Vladimir Pútín um vopnahlé yfir jólahátíðina og Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði þær til marks um að Pútín væri að reyna að „finna súrefni“. Þá hefði honum orðið hugsað til þess að Rússlandsforseti hefði ekki veigrað sér við að sprengja upp sjúkrahús og kirkjur 25. desember, þegar flestir Úkraínumenn héldu upp á jólin. Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War segir yfirlýsingarnar líklega upplýsingaherferð ætlaða til að sverta orðspor Úkraínu. Pútín geti ekki gert kröfu um að stjórnvöld í Úkraínu samþykki vopnahlé á þessum tíma en Rússar muni í kjölfarið fordæma Úkraínumenn fyrir að vera óviljuga til sátta. Allar líkur séu á að Rússar hyggist nota tímann til að safna vopnum sínum. NEW: #Putin s announcement that Russian forces will conduct a 36-hour ceasefire in observance of Russian Orthodox Christmas is likely an information operation intended to damage #Ukraine s reputation. https://t.co/v9UjOap837 pic.twitter.com/MgBPo2FRQh— ISW (@TheStudyofWar) January 6, 2023 Úkraína Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Pútín vill jólavopnahlé Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur skipað Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra sínum, að koma á einhliða vopnahléi í hádegi á morgun til miðnættis á laugardagskvöld (7. janúar), eða í 36 klukkustundir. Það er eftir að æðsti klerkur rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar lagði slíkt vopnahlé til. 5. janúar 2023 15:47 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar sagðir stefna á aðra herkvaðningu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er að undirbúa þjóð sína fyrir langvarandi átök í Úkraínu og Rússar eru sagðir vera að undirbúa aðra herkvaðningu. Bakhjarlar Úkraínumanna vinna að því að senda ný vopnakerfi til landsins en forðast enn að senda skriðdreka. 5. janúar 2023 14:00 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Sjá meira
Forsetinn sagði í næturávarpi sínu að markmið vopnahlésins væri eingöngu að gefa Rússum ráðrúm til að koma hermönnum og hergögnum á framlínur átakanna í Donbas. „En hverju mun það skila þeim? Bara frekari aukningu í fjölda látinna,“ sagði hann. Selenskí talaði á rússnesku í stað úkraínsku og sagði að átökin myndu ekki enda fyrr en hermenn Rússlands yfirgæfu Úkraínu sjálfviljugir eða yrði „hent út“ af Úkraínumönnum. Stjórnvöld í Úkraínu gáfu strax í gær lítið fyrir yfirlýsingar Vladimir Pútín um vopnahlé yfir jólahátíðina og Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði þær til marks um að Pútín væri að reyna að „finna súrefni“. Þá hefði honum orðið hugsað til þess að Rússlandsforseti hefði ekki veigrað sér við að sprengja upp sjúkrahús og kirkjur 25. desember, þegar flestir Úkraínumenn héldu upp á jólin. Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War segir yfirlýsingarnar líklega upplýsingaherferð ætlaða til að sverta orðspor Úkraínu. Pútín geti ekki gert kröfu um að stjórnvöld í Úkraínu samþykki vopnahlé á þessum tíma en Rússar muni í kjölfarið fordæma Úkraínumenn fyrir að vera óviljuga til sátta. Allar líkur séu á að Rússar hyggist nota tímann til að safna vopnum sínum. NEW: #Putin s announcement that Russian forces will conduct a 36-hour ceasefire in observance of Russian Orthodox Christmas is likely an information operation intended to damage #Ukraine s reputation. https://t.co/v9UjOap837 pic.twitter.com/MgBPo2FRQh— ISW (@TheStudyofWar) January 6, 2023
Úkraína Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Pútín vill jólavopnahlé Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur skipað Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra sínum, að koma á einhliða vopnahléi í hádegi á morgun til miðnættis á laugardagskvöld (7. janúar), eða í 36 klukkustundir. Það er eftir að æðsti klerkur rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar lagði slíkt vopnahlé til. 5. janúar 2023 15:47 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar sagðir stefna á aðra herkvaðningu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er að undirbúa þjóð sína fyrir langvarandi átök í Úkraínu og Rússar eru sagðir vera að undirbúa aðra herkvaðningu. Bakhjarlar Úkraínumanna vinna að því að senda ný vopnakerfi til landsins en forðast enn að senda skriðdreka. 5. janúar 2023 14:00 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Sjá meira
Pútín vill jólavopnahlé Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur skipað Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra sínum, að koma á einhliða vopnahléi í hádegi á morgun til miðnættis á laugardagskvöld (7. janúar), eða í 36 klukkustundir. Það er eftir að æðsti klerkur rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar lagði slíkt vopnahlé til. 5. janúar 2023 15:47
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar sagðir stefna á aðra herkvaðningu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er að undirbúa þjóð sína fyrir langvarandi átök í Úkraínu og Rússar eru sagðir vera að undirbúa aðra herkvaðningu. Bakhjarlar Úkraínumanna vinna að því að senda ný vopnakerfi til landsins en forðast enn að senda skriðdreka. 5. janúar 2023 14:00