Dómari lætur reyna á endurgreiðslur vegna ofgreiddra launa Kjartan Kjartansson skrifar 6. janúar 2023 07:02 Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur er nú með mál við dóminn til að láta reyna á lögmæti ákvörðun fjármálaráðuneytisins um að hann þurfi að endurgreiða ofgreidd laun. Vísir/Vilhelm Héraðsdómari höfðaði mál vegna kröfu Fjársýslu ríkisins um endurgreiðslu á ofgreiddum launum sem er til meðferðar hjá dómstólum. Æðstu embættismenn þjóðarinnar byrjuðu að endurgreiða launin í september. Fjársýslan greindi frá því í júlí í fyrra að 260 af æðstu embættismönnum landsins hefðu fengið ofgreidd laun um það sem nam um 105 milljónum króna. Launin voru ofgreidd vegna þess að fjársýslan notaðist ekki við lögbundið viðmið um laun þjóðkjörinna manna, ráðherra og tiltekinna embættismanna frá því að lög um þau tóku gildi árið 2019. Laun voru greidd samkvæmt réttum launataxta frá 1. júlí í fyrra en fjármálaráðuneytið ákvað jafnframt að krefja embættismennina um endurgreiðslu á ofgreiddu laununum. Endurgreiðslan átti að fara fram í áföngum á tólf mánaða tímabili. Þeir sem fengu ofgreitt voru forsetinn, ráðherra, þingmenn, dómarar, saksóknarar, lögreglustjórar, ráðuneytisstjórar, seðlabankastjóri, aðstoðarseðlabankastjóri og ríkissáttasemjari. Fjársýslan sagði að algengt væri að endurgreiðslufjárhæðin svaraði til um þriðjungs einna mánaðarlauna þeirra sem þáðu laun allt tímabili sem greitt var eftir röngum taxta. Endurgreiðslukrafan hleypur þá á hundruð þúsundum króna í tilfelli þeirra sem hafa hæstu launin. Dómsmálið hafi engin áhrif á framkvæmd endurgreiðslunnar Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu byrjaði fjársýslan að draga af launum þeirra sem eru enn á launum hjá rikinu og senda kröfur á þá sem voru hættir 1. september. Í skriflegu svari ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis kemur enn fremur fram að héraðsdómari hafi höfðað mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur um lögmæti ákvörðunarinnar í september. Það má sé nú til meðferðar hjá dómstólnum. Það hafi þó engin áhrif á framkvæmd endurgreiðslunnar, hvorki almennt né í tilfelli dómarans sem höfðaði málið, að svo stöddu. Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður Dómarafélagsins Íslands, sem gagnrýndi ákvörðun fjármálaráðuneytisins harðlega á sínum tíma segir við Vísi að félagið ætli ekki að tjá sig um mál dómarans vegna endurgreiðslnanna. Eðli málsins samkvæmt eru dómarar landsins vanhæfir til þess að fjalla um málið. Líklegt er því að skipa þurfi utanaðkomandi sérfræðinga til þess að dæma í því. Árið 2006 voru þrír lögfræðingar skipaðir til þess að dæma í máli Guðjóns St. Marteinssonar, héraðsdómara, gegn íslenska ríkinu. Málið höfðaði Guðjón vegna þess að Alþingi samþykkti lög þar sem úrskurður Kjaradóms, sem þá ákvað laun æðstu embættismanna, um hækkun launa embættismanna og þjóðkjörinna fulltrúa í desember 2005 var afnuminn. Þau Þórður S. Gunnarsson, þáverandi forstöðumaður lagadeildar Háskólans í Reykjavík, Ragnhildur Helgadóttir, lagaprófessor við HR, og Róbert Spanó, þá lagadósent við Háskóla Íslands, voru skipuð dómarar. Þau féllust á kröfu Guðjóns um að hann ætti rétt á launum í samræmi við úrskurð Kjaradóms. Dómstólar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Katrín um endurgreiðslu launa: „Ef einhver ætti að ráða við það þá erum það við“ Forsætisráðherra segir eðlilegt að þeir embættismenn sem hafi fengið ofgreidd laun síðustu þrjú ár endurgreiði hluta þeirra til ríkisins, sérstaklega í ljósi þess að þeir hafi hve hæst laun hjá hinu opinbera. 6. júlí 2022 11:32 Kallar eftir útskýringum: „Það er ekki boðlegt að hafa þetta í einhverju rugli“ Þingmaður Pírata segir nauðsynlegt að sátt ríki um laun æðstu embættismanna og vill nánari útskýringu á leiðréttingu þeirra eftir að í ljós kom að Fjársýslan hafi ofgreitt embættismönnum í þrjú ár. Þingmenn og fleiri hafi allan þann tíma þegið launin í góðri trú um að rétt væri með farið. Dómarar gætu endað með að fara með málið lengra, þó með tilheyrandi flækjum. 2. júlí 2022 20:09 „Mun fúslega greiða til baka það sem hefur verið ofgreitt“ Þingmenn virðast ekki taka undir gagnrýni dómara er varðar leiðréttingu og endurgreiðslu ofgreiddra launa sem tilkynnt var um í gær. Þingmaður Pírata fagnar því að laun þingmanna séu lækkuð en dregur þó í efa útreikninginn og mun krefjast frekari svara. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segist fúslega borga til baka ofgreidd laun og treystir því að rétt sé með farið. 2. júlí 2022 12:33 Dómarar munu leita réttar síns: „Eins og þetta blasir við okkur núna er þetta alfarið eftir geðþótta“ Fjársýsla ríkisins ofgreiddi öllum æðstu embættismönnum ríkisins laun í þrjú ár og krefst nú endurgreiðslu. Formaður Dómarafélagsins segir þetta stangast á við lög. Fjármálaráðherra segir það hins vegar vera auman málflutning, rétt skuli vera rétt. 1. júlí 2022 21:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Sjá meira
Fjársýslan greindi frá því í júlí í fyrra að 260 af æðstu embættismönnum landsins hefðu fengið ofgreidd laun um það sem nam um 105 milljónum króna. Launin voru ofgreidd vegna þess að fjársýslan notaðist ekki við lögbundið viðmið um laun þjóðkjörinna manna, ráðherra og tiltekinna embættismanna frá því að lög um þau tóku gildi árið 2019. Laun voru greidd samkvæmt réttum launataxta frá 1. júlí í fyrra en fjármálaráðuneytið ákvað jafnframt að krefja embættismennina um endurgreiðslu á ofgreiddu laununum. Endurgreiðslan átti að fara fram í áföngum á tólf mánaða tímabili. Þeir sem fengu ofgreitt voru forsetinn, ráðherra, þingmenn, dómarar, saksóknarar, lögreglustjórar, ráðuneytisstjórar, seðlabankastjóri, aðstoðarseðlabankastjóri og ríkissáttasemjari. Fjársýslan sagði að algengt væri að endurgreiðslufjárhæðin svaraði til um þriðjungs einna mánaðarlauna þeirra sem þáðu laun allt tímabili sem greitt var eftir röngum taxta. Endurgreiðslukrafan hleypur þá á hundruð þúsundum króna í tilfelli þeirra sem hafa hæstu launin. Dómsmálið hafi engin áhrif á framkvæmd endurgreiðslunnar Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu byrjaði fjársýslan að draga af launum þeirra sem eru enn á launum hjá rikinu og senda kröfur á þá sem voru hættir 1. september. Í skriflegu svari ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis kemur enn fremur fram að héraðsdómari hafi höfðað mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur um lögmæti ákvörðunarinnar í september. Það má sé nú til meðferðar hjá dómstólnum. Það hafi þó engin áhrif á framkvæmd endurgreiðslunnar, hvorki almennt né í tilfelli dómarans sem höfðaði málið, að svo stöddu. Kjartan Bjarni Björgvinsson, formaður Dómarafélagsins Íslands, sem gagnrýndi ákvörðun fjármálaráðuneytisins harðlega á sínum tíma segir við Vísi að félagið ætli ekki að tjá sig um mál dómarans vegna endurgreiðslnanna. Eðli málsins samkvæmt eru dómarar landsins vanhæfir til þess að fjalla um málið. Líklegt er því að skipa þurfi utanaðkomandi sérfræðinga til þess að dæma í því. Árið 2006 voru þrír lögfræðingar skipaðir til þess að dæma í máli Guðjóns St. Marteinssonar, héraðsdómara, gegn íslenska ríkinu. Málið höfðaði Guðjón vegna þess að Alþingi samþykkti lög þar sem úrskurður Kjaradóms, sem þá ákvað laun æðstu embættismanna, um hækkun launa embættismanna og þjóðkjörinna fulltrúa í desember 2005 var afnuminn. Þau Þórður S. Gunnarsson, þáverandi forstöðumaður lagadeildar Háskólans í Reykjavík, Ragnhildur Helgadóttir, lagaprófessor við HR, og Róbert Spanó, þá lagadósent við Háskóla Íslands, voru skipuð dómarar. Þau féllust á kröfu Guðjóns um að hann ætti rétt á launum í samræmi við úrskurð Kjaradóms.
Dómstólar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Katrín um endurgreiðslu launa: „Ef einhver ætti að ráða við það þá erum það við“ Forsætisráðherra segir eðlilegt að þeir embættismenn sem hafi fengið ofgreidd laun síðustu þrjú ár endurgreiði hluta þeirra til ríkisins, sérstaklega í ljósi þess að þeir hafi hve hæst laun hjá hinu opinbera. 6. júlí 2022 11:32 Kallar eftir útskýringum: „Það er ekki boðlegt að hafa þetta í einhverju rugli“ Þingmaður Pírata segir nauðsynlegt að sátt ríki um laun æðstu embættismanna og vill nánari útskýringu á leiðréttingu þeirra eftir að í ljós kom að Fjársýslan hafi ofgreitt embættismönnum í þrjú ár. Þingmenn og fleiri hafi allan þann tíma þegið launin í góðri trú um að rétt væri með farið. Dómarar gætu endað með að fara með málið lengra, þó með tilheyrandi flækjum. 2. júlí 2022 20:09 „Mun fúslega greiða til baka það sem hefur verið ofgreitt“ Þingmenn virðast ekki taka undir gagnrýni dómara er varðar leiðréttingu og endurgreiðslu ofgreiddra launa sem tilkynnt var um í gær. Þingmaður Pírata fagnar því að laun þingmanna séu lækkuð en dregur þó í efa útreikninginn og mun krefjast frekari svara. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segist fúslega borga til baka ofgreidd laun og treystir því að rétt sé með farið. 2. júlí 2022 12:33 Dómarar munu leita réttar síns: „Eins og þetta blasir við okkur núna er þetta alfarið eftir geðþótta“ Fjársýsla ríkisins ofgreiddi öllum æðstu embættismönnum ríkisins laun í þrjú ár og krefst nú endurgreiðslu. Formaður Dómarafélagsins segir þetta stangast á við lög. Fjármálaráðherra segir það hins vegar vera auman málflutning, rétt skuli vera rétt. 1. júlí 2022 21:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Sjá meira
Katrín um endurgreiðslu launa: „Ef einhver ætti að ráða við það þá erum það við“ Forsætisráðherra segir eðlilegt að þeir embættismenn sem hafi fengið ofgreidd laun síðustu þrjú ár endurgreiði hluta þeirra til ríkisins, sérstaklega í ljósi þess að þeir hafi hve hæst laun hjá hinu opinbera. 6. júlí 2022 11:32
Kallar eftir útskýringum: „Það er ekki boðlegt að hafa þetta í einhverju rugli“ Þingmaður Pírata segir nauðsynlegt að sátt ríki um laun æðstu embættismanna og vill nánari útskýringu á leiðréttingu þeirra eftir að í ljós kom að Fjársýslan hafi ofgreitt embættismönnum í þrjú ár. Þingmenn og fleiri hafi allan þann tíma þegið launin í góðri trú um að rétt væri með farið. Dómarar gætu endað með að fara með málið lengra, þó með tilheyrandi flækjum. 2. júlí 2022 20:09
„Mun fúslega greiða til baka það sem hefur verið ofgreitt“ Þingmenn virðast ekki taka undir gagnrýni dómara er varðar leiðréttingu og endurgreiðslu ofgreiddra launa sem tilkynnt var um í gær. Þingmaður Pírata fagnar því að laun þingmanna séu lækkuð en dregur þó í efa útreikninginn og mun krefjast frekari svara. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segist fúslega borga til baka ofgreidd laun og treystir því að rétt sé með farið. 2. júlí 2022 12:33
Dómarar munu leita réttar síns: „Eins og þetta blasir við okkur núna er þetta alfarið eftir geðþótta“ Fjársýsla ríkisins ofgreiddi öllum æðstu embættismönnum ríkisins laun í þrjú ár og krefst nú endurgreiðslu. Formaður Dómarafélagsins segir þetta stangast á við lög. Fjármálaráðherra segir það hins vegar vera auman málflutning, rétt skuli vera rétt. 1. júlí 2022 21:30
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent