Auglýsingaherferð Heilsugæslunnar: „Þetta er voða ljótt“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. janúar 2023 21:26 Ragnheiður Baldursdóttir furðar sig á framsetningunni: Heima er pest. arnar halldórsson Eldra fólki á Grund brá mörgum í brún við auglýsingaherferð Heilsugæslunnar um að heima sé pest og þykir orðavalið heldur furðulegt. Nokkrar konur tóku fram nál og tvinna og tóku til við að sauma út skilaboðin í dag. Auglýsingaherferð heilsugæslunnar þar sem fólki er réttilega bent á að hvimleitt sé að fá niðurgang í bílnum og betra að æla bara heima, hefur vakið mikla athygli. Nokkrir íbúar á Grund saumuðu skilaboðin út með krosssaumi í dag en þeim íbúum sem fréttastofa ræddi við þykir skilaboðin heldur furðuleg og í besta falli afskræmi af þeirri fallegu og rótgrónu setningu: Heima er best. „Það er náttúrulega skömm af þessu. Það er sagt heima er pest. Það er voða ljótt. Þetta er klúður,“ segir Ragnheiður Baldursdóttir. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir segir að auglýsingin hafi virkað vel.arnar halldórsson „Þetta var hugmynd hjá auglýsingastofunni að koma með þessa skemmtilegu tilvitnun í Heima er best og þessar kæru konur hér sjá það strax að þetta eru skrítin skilaboð að segja heima er pest, það sé rangt,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hvað ætti að standa? „Heima er best, það er það sem hefur alla tíð gengið,“ segir Ragnheiður Baldursdóttir. Valgrður Kristjánsdóttir saumaði út í dag.arnar halldórsson „Heima er pest, það er heimapest,“ segir Valgerður Kristjánsdóttir. „Þetta er einhver sem er að gera grín, halda að þetta sé grín. En þetta er ekki grín,“ segir Ragnheiður. 30 þúsund beiðnir um vottorð á ári Nei grínið fellur mis vel í kramið. Ragnheiður Ósk segir að auglýsingin hafi að minnsta kosti svínvirkað, en markmið hennar er meðal annars að efla heilsulæsi fólks og hvetja atvinnurekendur til að sýna því skilning að fólk þurfi að vera heima þegar það er veikt. „Og við erum til dæmis núna að fá á hverju ári 30 þúsund beiðnir um vottorð fyrir fólk sem er veikt heima með flensu og það þykir okkur illa með tímann farið.“ Ragnheiður er afdráttarlaus þegar hún er spurð hvað henni finnist um skilaboðin á myndinni hér að ofan. „Ég myndi ekki setja þetta í kynningu eða auglýsingu eða neitt, þetta er bara bjánagangur,“ segir Ragnheiður Baldursdóttir. Heilsugæsla Hjúkrunarheimili Handverk Eldri borgarar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Heilsugæslan hvetur fólk til að æla heima: „Þetta er að gefnu tilefni“ Heilsugæslan biðlar til landsmanna að æla heima og bendir réttilega á að það sé hvimleitt að fá niðurgang í bílnum í nýrri auglýsingaherferð. En hvers vegna þykja þessi skilaboð nauðsynleg? 11. september 2022 21:15 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira
Auglýsingaherferð heilsugæslunnar þar sem fólki er réttilega bent á að hvimleitt sé að fá niðurgang í bílnum og betra að æla bara heima, hefur vakið mikla athygli. Nokkrir íbúar á Grund saumuðu skilaboðin út með krosssaumi í dag en þeim íbúum sem fréttastofa ræddi við þykir skilaboðin heldur furðuleg og í besta falli afskræmi af þeirri fallegu og rótgrónu setningu: Heima er best. „Það er náttúrulega skömm af þessu. Það er sagt heima er pest. Það er voða ljótt. Þetta er klúður,“ segir Ragnheiður Baldursdóttir. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir segir að auglýsingin hafi virkað vel.arnar halldórsson „Þetta var hugmynd hjá auglýsingastofunni að koma með þessa skemmtilegu tilvitnun í Heima er best og þessar kæru konur hér sjá það strax að þetta eru skrítin skilaboð að segja heima er pest, það sé rangt,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hvað ætti að standa? „Heima er best, það er það sem hefur alla tíð gengið,“ segir Ragnheiður Baldursdóttir. Valgrður Kristjánsdóttir saumaði út í dag.arnar halldórsson „Heima er pest, það er heimapest,“ segir Valgerður Kristjánsdóttir. „Þetta er einhver sem er að gera grín, halda að þetta sé grín. En þetta er ekki grín,“ segir Ragnheiður. 30 þúsund beiðnir um vottorð á ári Nei grínið fellur mis vel í kramið. Ragnheiður Ósk segir að auglýsingin hafi að minnsta kosti svínvirkað, en markmið hennar er meðal annars að efla heilsulæsi fólks og hvetja atvinnurekendur til að sýna því skilning að fólk þurfi að vera heima þegar það er veikt. „Og við erum til dæmis núna að fá á hverju ári 30 þúsund beiðnir um vottorð fyrir fólk sem er veikt heima með flensu og það þykir okkur illa með tímann farið.“ Ragnheiður er afdráttarlaus þegar hún er spurð hvað henni finnist um skilaboðin á myndinni hér að ofan. „Ég myndi ekki setja þetta í kynningu eða auglýsingu eða neitt, þetta er bara bjánagangur,“ segir Ragnheiður Baldursdóttir.
Heilsugæsla Hjúkrunarheimili Handverk Eldri borgarar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Heilsugæslan hvetur fólk til að æla heima: „Þetta er að gefnu tilefni“ Heilsugæslan biðlar til landsmanna að æla heima og bendir réttilega á að það sé hvimleitt að fá niðurgang í bílnum í nýrri auglýsingaherferð. En hvers vegna þykja þessi skilaboð nauðsynleg? 11. september 2022 21:15 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira
Heilsugæslan hvetur fólk til að æla heima: „Þetta er að gefnu tilefni“ Heilsugæslan biðlar til landsmanna að æla heima og bendir réttilega á að það sé hvimleitt að fá niðurgang í bílnum í nýrri auglýsingaherferð. En hvers vegna þykja þessi skilaboð nauðsynleg? 11. september 2022 21:15