Auglýsingaherferð Heilsugæslunnar: „Þetta er voða ljótt“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. janúar 2023 21:26 Ragnheiður Baldursdóttir furðar sig á framsetningunni: Heima er pest. arnar halldórsson Eldra fólki á Grund brá mörgum í brún við auglýsingaherferð Heilsugæslunnar um að heima sé pest og þykir orðavalið heldur furðulegt. Nokkrar konur tóku fram nál og tvinna og tóku til við að sauma út skilaboðin í dag. Auglýsingaherferð heilsugæslunnar þar sem fólki er réttilega bent á að hvimleitt sé að fá niðurgang í bílnum og betra að æla bara heima, hefur vakið mikla athygli. Nokkrir íbúar á Grund saumuðu skilaboðin út með krosssaumi í dag en þeim íbúum sem fréttastofa ræddi við þykir skilaboðin heldur furðuleg og í besta falli afskræmi af þeirri fallegu og rótgrónu setningu: Heima er best. „Það er náttúrulega skömm af þessu. Það er sagt heima er pest. Það er voða ljótt. Þetta er klúður,“ segir Ragnheiður Baldursdóttir. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir segir að auglýsingin hafi virkað vel.arnar halldórsson „Þetta var hugmynd hjá auglýsingastofunni að koma með þessa skemmtilegu tilvitnun í Heima er best og þessar kæru konur hér sjá það strax að þetta eru skrítin skilaboð að segja heima er pest, það sé rangt,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hvað ætti að standa? „Heima er best, það er það sem hefur alla tíð gengið,“ segir Ragnheiður Baldursdóttir. Valgrður Kristjánsdóttir saumaði út í dag.arnar halldórsson „Heima er pest, það er heimapest,“ segir Valgerður Kristjánsdóttir. „Þetta er einhver sem er að gera grín, halda að þetta sé grín. En þetta er ekki grín,“ segir Ragnheiður. 30 þúsund beiðnir um vottorð á ári Nei grínið fellur mis vel í kramið. Ragnheiður Ósk segir að auglýsingin hafi að minnsta kosti svínvirkað, en markmið hennar er meðal annars að efla heilsulæsi fólks og hvetja atvinnurekendur til að sýna því skilning að fólk þurfi að vera heima þegar það er veikt. „Og við erum til dæmis núna að fá á hverju ári 30 þúsund beiðnir um vottorð fyrir fólk sem er veikt heima með flensu og það þykir okkur illa með tímann farið.“ Ragnheiður er afdráttarlaus þegar hún er spurð hvað henni finnist um skilaboðin á myndinni hér að ofan. „Ég myndi ekki setja þetta í kynningu eða auglýsingu eða neitt, þetta er bara bjánagangur,“ segir Ragnheiður Baldursdóttir. Heilsugæsla Hjúkrunarheimili Handverk Eldri borgarar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Heilsugæslan hvetur fólk til að æla heima: „Þetta er að gefnu tilefni“ Heilsugæslan biðlar til landsmanna að æla heima og bendir réttilega á að það sé hvimleitt að fá niðurgang í bílnum í nýrri auglýsingaherferð. En hvers vegna þykja þessi skilaboð nauðsynleg? 11. september 2022 21:15 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Auglýsingaherferð heilsugæslunnar þar sem fólki er réttilega bent á að hvimleitt sé að fá niðurgang í bílnum og betra að æla bara heima, hefur vakið mikla athygli. Nokkrir íbúar á Grund saumuðu skilaboðin út með krosssaumi í dag en þeim íbúum sem fréttastofa ræddi við þykir skilaboðin heldur furðuleg og í besta falli afskræmi af þeirri fallegu og rótgrónu setningu: Heima er best. „Það er náttúrulega skömm af þessu. Það er sagt heima er pest. Það er voða ljótt. Þetta er klúður,“ segir Ragnheiður Baldursdóttir. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir segir að auglýsingin hafi virkað vel.arnar halldórsson „Þetta var hugmynd hjá auglýsingastofunni að koma með þessa skemmtilegu tilvitnun í Heima er best og þessar kæru konur hér sjá það strax að þetta eru skrítin skilaboð að segja heima er pest, það sé rangt,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hvað ætti að standa? „Heima er best, það er það sem hefur alla tíð gengið,“ segir Ragnheiður Baldursdóttir. Valgrður Kristjánsdóttir saumaði út í dag.arnar halldórsson „Heima er pest, það er heimapest,“ segir Valgerður Kristjánsdóttir. „Þetta er einhver sem er að gera grín, halda að þetta sé grín. En þetta er ekki grín,“ segir Ragnheiður. 30 þúsund beiðnir um vottorð á ári Nei grínið fellur mis vel í kramið. Ragnheiður Ósk segir að auglýsingin hafi að minnsta kosti svínvirkað, en markmið hennar er meðal annars að efla heilsulæsi fólks og hvetja atvinnurekendur til að sýna því skilning að fólk þurfi að vera heima þegar það er veikt. „Og við erum til dæmis núna að fá á hverju ári 30 þúsund beiðnir um vottorð fyrir fólk sem er veikt heima með flensu og það þykir okkur illa með tímann farið.“ Ragnheiður er afdráttarlaus þegar hún er spurð hvað henni finnist um skilaboðin á myndinni hér að ofan. „Ég myndi ekki setja þetta í kynningu eða auglýsingu eða neitt, þetta er bara bjánagangur,“ segir Ragnheiður Baldursdóttir.
Heilsugæsla Hjúkrunarheimili Handverk Eldri borgarar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Heilsugæslan hvetur fólk til að æla heima: „Þetta er að gefnu tilefni“ Heilsugæslan biðlar til landsmanna að æla heima og bendir réttilega á að það sé hvimleitt að fá niðurgang í bílnum í nýrri auglýsingaherferð. En hvers vegna þykja þessi skilaboð nauðsynleg? 11. september 2022 21:15 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Heilsugæslan hvetur fólk til að æla heima: „Þetta er að gefnu tilefni“ Heilsugæslan biðlar til landsmanna að æla heima og bendir réttilega á að það sé hvimleitt að fá niðurgang í bílnum í nýrri auglýsingaherferð. En hvers vegna þykja þessi skilaboð nauðsynleg? 11. september 2022 21:15