Lagði allt í förðunarferilinn og hefur síðan ekki litið um öxl Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 4. janúar 2023 06:00 Förðunarfræðingurinn Sunna Björk Erlingsdóttir ræddi við blaðamann um sitt skapandi líf. Viðar Logi Sunna Björk Erlingsdóttir hefur gert það gott í förðunarheiminum undanfarin ár og hefur meðal annars unnið mikið með Björk Guðmundsdóttur tónlistarkonu. Blaðamaður hitti hana í kaffi og fékk að heyra nánar frá hennar skapandi lífi. Ástríðan tók yfir „Áhuginn kviknaði þegar ég var mjög ung, ég var í grunnskóla þegar ég byrjaði fyrst að leika mér með snyrtivörur og var alltaf að stelast í dótið hennar mömmu, læsti mig til dæmis inni á baði til að prófa alls konar look og þreif það síðan af mér,“ segir Sunna hlæjandi og bætir við: „Ég hélt lengi vel að það væri eitthvað sem ég myndi aldrei vinna við en svo þróaðist þetta einhvern veginn í þá áttina og ástríðan tók yfir.“ Förðun sem Sunna Björk gerði fyrir pólska Vogue. Fyrirsætan heitir Helena Mahama. Felicity Ingram Forsíður hjá stórum tískublöðum Sunna Björk sækir innblástur í ýmsar áttir listarinnar og á að baki sér mörg stór verkefni í tísku- og tónlistarheiminum. Má þar nefna að hún farðaði Björk fyrir forsíðu tímaritsins I-D magazine, hefur farðað fyrir breska, ítalska og pólska Vogue, forsíður hjá Elle Mexico og Numéro Tokyo, Gucci X Odda Magazine, tímaritin Paper og Hero og tískufyrirtæki á borð við Zara, Kalda, Erdem og Yeoman. „Það var aldrei meðvituð ákvörðun hjá mér að fara af fullum krafti í förðunina. Þegar ég var í Menntaskólanum á Akureyri var ég í skólablaðinu og þá vorum við Viðar Logi, ljósmyndari, alltaf að leika okkur að gera myndaþætti. Við sendum þá líka í önnur tímarit og það er svo gaman að sjá að þetta var bara eitthvað sem við vorum að leika okkur með í frítímanum og svo varð það hægt og rólega að einhverju alvöru. Fleiri og fleiri myndaþættir urðu að tækifærum.“ Sunna farðaði Björk fyrir þessa myndatöku í tengslum við plötuna Fossora og Viðar Logi tók myndina.Viðar Logi Sótti innblástur í háskólanámið Sunna og Viðar logi hafa verið saman í alls kyns verkefnum síðan þá og hafa bæði unnið náið með stórstjörnunni Björk. „Það er svo gaman að sjá að þetta var eitthvað sem var pjúra ástríða hjá okkur og ég vissi aldrei að þetta gæti verið eitthvað fullt starf. Það að vera sjálfstætt starfandi tekur pínu á, maður var svona svolítið að stökkva út í djúpu laugina og taka öllum verkefnum. Þá var pínu notalegt að vita af einhverri svona fótfestu í lífinu, að hafa það til að falla á ef þetta skyldi ekki virka. Ég var alltaf með það bak við eyrað að ég yrði að fá mér BA gráðu og gera hitt og þetta en svo fórum við bara svo mikið inn í þetta og þá leiddi eitt af öðru.“ Sunna Björk farðaði íslensku fyrirsætuna Kristínu Lilju fyrir tískutímaritið ELLE.Izack Morales Sunna fór fyrst í förðunarnám fyrir sjö árum en var samt alltaf með annan fótinn í háskólanum. Hún stundaði nám við listfræði í Háskóla Íslands, sem hún segir hafa gefið sér mikið í vinnunni sinni. „Þetta hélst í hendur lengi vel, það sem ég var að læra í listfræðinni hjálpaði mér í förðuninni. Ég var að skoða alls konar litasamsetningar og mismunandi áferðir og ég er rosa þakklát fyrir það sem ég lærði þar. Ég held það hafi tekið mig úr þessu hefðbundna inn í eitthvað meira óhefðbundið. Síðan varð vinnan svo mikil að ég varð að hætta í náminu, kláraði það ekki og já, fór bara á fullt í förðun og hef ekki litið til baka síðan.“ Fyrirsætan Jill Kortleve förðuð af Sunnu Björk fyrir breska Vogue. Myndatakan fór fram á Íslandi.Felicity Ingram Veröldin hafði önnur plön Sunna hefur verið með annan fótinn í París síðastliðin ár og fór í meira förðunarnám þar árið 2017. „Ég flutti svo aftur til Parísar árið 2019 og ætlaði mér bara að vera úti og vinna þar. Svo náttúrulega hafði veröldin önnur plön og ég flúði heim í Covid snemma árs 2020. Ég er rosalega þakklát fyrir það í dag því samstarf mitt og Bjarkar hefði aldrei byrjað ef ég hefði ekki verið á Íslandi. Þannig að ég myndi segja að það sé oftast eitthvað jákvætt sem kemur út úr erfiðum kringumstæðum.“ Sunna Björk farðaði Björk fyrir forsíðumynd plötunnar Fossora.Viðar Logi Samstarf Sunnu og Bjarkar hófst þegar Björk tilkynnti Orchestral tónleikaröðina sem hún hélt á Íslandi en þá var Sunna fengin til að farða hana. „Svo leiddi eitt af öðru, fleiri verkefni með henni komu í kjölfarið og við erum búnar að vera að bralla alls konar síðan.“ Frelsi til að hugsa út fyrir kassann Sunna á erfitt með að segja hvaða verkefni eru skemmtilegust. „Þau eru rosalega fjölbreytt og ég þrífst svo á fjölbreytninni, en ég myndi segja að tískuförðun og það að vinna með tónlistarfólki standi svolítið upp úr. Það hefur verið eitthvað sem ég fæ mest út úr því sköpunargleðin fær að vera í fyrirrúmi og maður fær að hugsa alveg út fyrir kassann, það eru engin mörk myndi ég segja. Ég hef verið að mála mikið síðan ég var krakki og í þessum verkefnum fæ ég að nota það svolítið, að mála og til dæmis henda glimmeri yfir allan líkamann,“ segir Sunna og hlær. Sunna að mála fyrirsætu með glimmeri.Aðsend Á að snúast um að skapa Hún segist hafa upplifað það að vera óörugg í sinni listsköpun. „Sérstaklega þegar ég var að byrja, ég fann að ég var rosa kvíðin og stressuð yfir því að maður væri ekki að gera nóg. Þú ert líka alltaf að fá samþykki annarra og leitast við það. Svo var maður auðvitað að segja já við öllu til að geta borgað leiguna.“ Sunna Björk mynduð af Viðari Loga.Viðar Logi Hún segir að það að fjarlægja egó-ið hafi hjálpað sér hvað mest. „Að vita að mitt sjálfsvirði tengist ekki vinnunni. Þetta er leikur, þetta á að snúast um að skapa, það er gleði. Ef ég einn daginn stend mig ekki eins vel og annan dag þá er það ekki því ég er slæm manneskja. Það tengist ekki sjálfsvirðinu og það er miklu öflugra að hugsa bara þá prófum við þetta næst og gerum betur síðar. Ég fann að þegar ég breytti þessum hugsunarhætti og einbeitti mér að því að skapa þá gekk allt miklu betur í rauninni, af því það er ekkert jákvætt sem kemur út úr því að efast um sjálfa sig. Bara hafa trú á sjálfri sér og þá gerast einhver ævintýri.“ Förðun sem Sunna Björk gerði fyrir Hero Magazine.Viðar Logi Öll í sama skapandi flæðinu Þrátt fyrir að hafa unnið með mikið af þekktum einstaklingum segist Sunna ekki mikla það fyrir sér, þó hún upplifi stundum eftir á að það megi alveg staldra við og taka allt inn. „Það er svo skrýtið hvað maður er til dæmis oft að vinna með ótrúlega skemmtilegu fólki og öll eru í sama skapandi flæðinu. Það koma svo margir aðilar að verkefninu þannig það er ekki þetta móment sem maður er eitthvað: Vá, þetta er risa stórt. Þá myndi stressið kannski kikka inn.“ Sunna Björk farðaði Björk fyrir forsíðu tískutímaritsins I-D Magazine.MERT & MARCUS Það er ýmislegt spennandi á döfinni hjá Sunnu sem ætlar sér áfram að vera með annan fótinn í París og njóta þess að vera til. „Þetta er allt í einhverju flæði og það sem mér finnst svo skemmtilegt við lífið er að ég vil ekki vera bara eitthvað eitt. Ég hef gaman að alls konar hlutum og ég elska að elda, dansa, hafa gaman, skapa og upplifa svo eitthvað sé nefnt. Það er allt partur af því að vera lifandi, að maður sé ekki bara eitthvað eitt ákveðið,“ segir Sunna að lokum. Förðun Tónlist Menning Tengdar fréttir Skapar ævintýralega heima með Björk Ljósmyndarinn Viðar Logi hefur verið að gera öfluga hluti í hinum skapandi heimi síðastliðin ár en að undanförnu hefur samstarfsverkefni hans og Bjarkar Guðmundsdóttir sérstaklega vakið athygli. Blaðamaður náði tali af Viðari Loga og fékk smá innsýn í hans skapandi og listræna hugarheim. 19. október 2022 06:00 Biðinni eftir Björk lokið Björk Guðmundsdóttir var að senda frá sér tónlistarmyndband við lagið „atopos“ og er um að ræða fyrsta lagið af væntanlegri plötu, „fossora“. 6. september 2022 14:31 Björk á lista Rolling Stone yfir bestu söngvara allra tíma Tónlistartímaritið Rolling Stone birti á dögunum lista yfir 200 bestu söngvara allra tíma og erum við Íslendingar með fulltrúa á listanum þar sem Björk Guðmundsdóttir situr í 64. sæti. 3. janúar 2023 13:31 Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Sjá meira
Ástríðan tók yfir „Áhuginn kviknaði þegar ég var mjög ung, ég var í grunnskóla þegar ég byrjaði fyrst að leika mér með snyrtivörur og var alltaf að stelast í dótið hennar mömmu, læsti mig til dæmis inni á baði til að prófa alls konar look og þreif það síðan af mér,“ segir Sunna hlæjandi og bætir við: „Ég hélt lengi vel að það væri eitthvað sem ég myndi aldrei vinna við en svo þróaðist þetta einhvern veginn í þá áttina og ástríðan tók yfir.“ Förðun sem Sunna Björk gerði fyrir pólska Vogue. Fyrirsætan heitir Helena Mahama. Felicity Ingram Forsíður hjá stórum tískublöðum Sunna Björk sækir innblástur í ýmsar áttir listarinnar og á að baki sér mörg stór verkefni í tísku- og tónlistarheiminum. Má þar nefna að hún farðaði Björk fyrir forsíðu tímaritsins I-D magazine, hefur farðað fyrir breska, ítalska og pólska Vogue, forsíður hjá Elle Mexico og Numéro Tokyo, Gucci X Odda Magazine, tímaritin Paper og Hero og tískufyrirtæki á borð við Zara, Kalda, Erdem og Yeoman. „Það var aldrei meðvituð ákvörðun hjá mér að fara af fullum krafti í förðunina. Þegar ég var í Menntaskólanum á Akureyri var ég í skólablaðinu og þá vorum við Viðar Logi, ljósmyndari, alltaf að leika okkur að gera myndaþætti. Við sendum þá líka í önnur tímarit og það er svo gaman að sjá að þetta var bara eitthvað sem við vorum að leika okkur með í frítímanum og svo varð það hægt og rólega að einhverju alvöru. Fleiri og fleiri myndaþættir urðu að tækifærum.“ Sunna farðaði Björk fyrir þessa myndatöku í tengslum við plötuna Fossora og Viðar Logi tók myndina.Viðar Logi Sótti innblástur í háskólanámið Sunna og Viðar logi hafa verið saman í alls kyns verkefnum síðan þá og hafa bæði unnið náið með stórstjörnunni Björk. „Það er svo gaman að sjá að þetta var eitthvað sem var pjúra ástríða hjá okkur og ég vissi aldrei að þetta gæti verið eitthvað fullt starf. Það að vera sjálfstætt starfandi tekur pínu á, maður var svona svolítið að stökkva út í djúpu laugina og taka öllum verkefnum. Þá var pínu notalegt að vita af einhverri svona fótfestu í lífinu, að hafa það til að falla á ef þetta skyldi ekki virka. Ég var alltaf með það bak við eyrað að ég yrði að fá mér BA gráðu og gera hitt og þetta en svo fórum við bara svo mikið inn í þetta og þá leiddi eitt af öðru.“ Sunna Björk farðaði íslensku fyrirsætuna Kristínu Lilju fyrir tískutímaritið ELLE.Izack Morales Sunna fór fyrst í förðunarnám fyrir sjö árum en var samt alltaf með annan fótinn í háskólanum. Hún stundaði nám við listfræði í Háskóla Íslands, sem hún segir hafa gefið sér mikið í vinnunni sinni. „Þetta hélst í hendur lengi vel, það sem ég var að læra í listfræðinni hjálpaði mér í förðuninni. Ég var að skoða alls konar litasamsetningar og mismunandi áferðir og ég er rosa þakklát fyrir það sem ég lærði þar. Ég held það hafi tekið mig úr þessu hefðbundna inn í eitthvað meira óhefðbundið. Síðan varð vinnan svo mikil að ég varð að hætta í náminu, kláraði það ekki og já, fór bara á fullt í förðun og hef ekki litið til baka síðan.“ Fyrirsætan Jill Kortleve förðuð af Sunnu Björk fyrir breska Vogue. Myndatakan fór fram á Íslandi.Felicity Ingram Veröldin hafði önnur plön Sunna hefur verið með annan fótinn í París síðastliðin ár og fór í meira förðunarnám þar árið 2017. „Ég flutti svo aftur til Parísar árið 2019 og ætlaði mér bara að vera úti og vinna þar. Svo náttúrulega hafði veröldin önnur plön og ég flúði heim í Covid snemma árs 2020. Ég er rosalega þakklát fyrir það í dag því samstarf mitt og Bjarkar hefði aldrei byrjað ef ég hefði ekki verið á Íslandi. Þannig að ég myndi segja að það sé oftast eitthvað jákvætt sem kemur út úr erfiðum kringumstæðum.“ Sunna Björk farðaði Björk fyrir forsíðumynd plötunnar Fossora.Viðar Logi Samstarf Sunnu og Bjarkar hófst þegar Björk tilkynnti Orchestral tónleikaröðina sem hún hélt á Íslandi en þá var Sunna fengin til að farða hana. „Svo leiddi eitt af öðru, fleiri verkefni með henni komu í kjölfarið og við erum búnar að vera að bralla alls konar síðan.“ Frelsi til að hugsa út fyrir kassann Sunna á erfitt með að segja hvaða verkefni eru skemmtilegust. „Þau eru rosalega fjölbreytt og ég þrífst svo á fjölbreytninni, en ég myndi segja að tískuförðun og það að vinna með tónlistarfólki standi svolítið upp úr. Það hefur verið eitthvað sem ég fæ mest út úr því sköpunargleðin fær að vera í fyrirrúmi og maður fær að hugsa alveg út fyrir kassann, það eru engin mörk myndi ég segja. Ég hef verið að mála mikið síðan ég var krakki og í þessum verkefnum fæ ég að nota það svolítið, að mála og til dæmis henda glimmeri yfir allan líkamann,“ segir Sunna og hlær. Sunna að mála fyrirsætu með glimmeri.Aðsend Á að snúast um að skapa Hún segist hafa upplifað það að vera óörugg í sinni listsköpun. „Sérstaklega þegar ég var að byrja, ég fann að ég var rosa kvíðin og stressuð yfir því að maður væri ekki að gera nóg. Þú ert líka alltaf að fá samþykki annarra og leitast við það. Svo var maður auðvitað að segja já við öllu til að geta borgað leiguna.“ Sunna Björk mynduð af Viðari Loga.Viðar Logi Hún segir að það að fjarlægja egó-ið hafi hjálpað sér hvað mest. „Að vita að mitt sjálfsvirði tengist ekki vinnunni. Þetta er leikur, þetta á að snúast um að skapa, það er gleði. Ef ég einn daginn stend mig ekki eins vel og annan dag þá er það ekki því ég er slæm manneskja. Það tengist ekki sjálfsvirðinu og það er miklu öflugra að hugsa bara þá prófum við þetta næst og gerum betur síðar. Ég fann að þegar ég breytti þessum hugsunarhætti og einbeitti mér að því að skapa þá gekk allt miklu betur í rauninni, af því það er ekkert jákvætt sem kemur út úr því að efast um sjálfa sig. Bara hafa trú á sjálfri sér og þá gerast einhver ævintýri.“ Förðun sem Sunna Björk gerði fyrir Hero Magazine.Viðar Logi Öll í sama skapandi flæðinu Þrátt fyrir að hafa unnið með mikið af þekktum einstaklingum segist Sunna ekki mikla það fyrir sér, þó hún upplifi stundum eftir á að það megi alveg staldra við og taka allt inn. „Það er svo skrýtið hvað maður er til dæmis oft að vinna með ótrúlega skemmtilegu fólki og öll eru í sama skapandi flæðinu. Það koma svo margir aðilar að verkefninu þannig það er ekki þetta móment sem maður er eitthvað: Vá, þetta er risa stórt. Þá myndi stressið kannski kikka inn.“ Sunna Björk farðaði Björk fyrir forsíðu tískutímaritsins I-D Magazine.MERT & MARCUS Það er ýmislegt spennandi á döfinni hjá Sunnu sem ætlar sér áfram að vera með annan fótinn í París og njóta þess að vera til. „Þetta er allt í einhverju flæði og það sem mér finnst svo skemmtilegt við lífið er að ég vil ekki vera bara eitthvað eitt. Ég hef gaman að alls konar hlutum og ég elska að elda, dansa, hafa gaman, skapa og upplifa svo eitthvað sé nefnt. Það er allt partur af því að vera lifandi, að maður sé ekki bara eitthvað eitt ákveðið,“ segir Sunna að lokum.
Förðun Tónlist Menning Tengdar fréttir Skapar ævintýralega heima með Björk Ljósmyndarinn Viðar Logi hefur verið að gera öfluga hluti í hinum skapandi heimi síðastliðin ár en að undanförnu hefur samstarfsverkefni hans og Bjarkar Guðmundsdóttir sérstaklega vakið athygli. Blaðamaður náði tali af Viðari Loga og fékk smá innsýn í hans skapandi og listræna hugarheim. 19. október 2022 06:00 Biðinni eftir Björk lokið Björk Guðmundsdóttir var að senda frá sér tónlistarmyndband við lagið „atopos“ og er um að ræða fyrsta lagið af væntanlegri plötu, „fossora“. 6. september 2022 14:31 Björk á lista Rolling Stone yfir bestu söngvara allra tíma Tónlistartímaritið Rolling Stone birti á dögunum lista yfir 200 bestu söngvara allra tíma og erum við Íslendingar með fulltrúa á listanum þar sem Björk Guðmundsdóttir situr í 64. sæti. 3. janúar 2023 13:31 Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Sjá meira
Skapar ævintýralega heima með Björk Ljósmyndarinn Viðar Logi hefur verið að gera öfluga hluti í hinum skapandi heimi síðastliðin ár en að undanförnu hefur samstarfsverkefni hans og Bjarkar Guðmundsdóttir sérstaklega vakið athygli. Blaðamaður náði tali af Viðari Loga og fékk smá innsýn í hans skapandi og listræna hugarheim. 19. október 2022 06:00
Biðinni eftir Björk lokið Björk Guðmundsdóttir var að senda frá sér tónlistarmyndband við lagið „atopos“ og er um að ræða fyrsta lagið af væntanlegri plötu, „fossora“. 6. september 2022 14:31
Björk á lista Rolling Stone yfir bestu söngvara allra tíma Tónlistartímaritið Rolling Stone birti á dögunum lista yfir 200 bestu söngvara allra tíma og erum við Íslendingar með fulltrúa á listanum þar sem Björk Guðmundsdóttir situr í 64. sæti. 3. janúar 2023 13:31