Kaldasti desember í meira en hundrað ár Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. janúar 2023 18:31 Kristín Björg Ólafsdóttir sérfræðingur í veðurfarsrannsóknum á Veðurstofunni. Vísir/Sigurjón Ríflega hundrað ára kuldamet féll í Reykjavík í desember en hann var síðast kaldari árið 1916. Veðurfræðingur segir of snemmt að segja til um hvort um sé að ræða áhrif loftslagsbreytinga en vissulega hafi verið miklar öfgar í veðri síðustu tvo mánuði. Tilfinning margra sem búa á suðvesturhorninu reyndist rétt, desember mánuður var óvenjukaldur og það eftir hlýjasta nóvember mánuði á landsvísu frá upphafi mælinga. „Desember mánuður var mjög óvenjulegur. Þetta er áttundi kaldasti desember á landsvísu frá upphafi mælinga. Síðast var kaldara árið 1973 og í Reykjavík hefur ekki verið kaldara frá árinu 1916,“ segir Kristín Björg Ólafsdóttir sérfræðingur í veðurfarsrannsóknum á Veðurstofu Íslands. Meðalhitinn í Reykjavík í desember var mínus þrjú komma níu stig. Kaldast var 30. desember þegar meðalhiti sólarhringsins mældist ellefu komma þrjú stig. Þá var frostakaflinn í Reykjavík líka óvenjulangur en meðalhiti sólarhringsins var undir frostmarki frá 7. desember og þar til í dag. Það fer þó að frysta aftur strax á morgun og varir út vikuna. Kristín segir að við séum þó enn langt frá kuldametinu. „Lang kaldasti desember mánuður, bæði á landinu öllu og í Reykjavík er árið 1880 og það var alveg töluvert kaldara eða mínus 7,5 stig að jafnaði í Reykjavík,“ segir hún. Hins vegar hafi ekki fallið met í snjóþyngslum. „Það er ekki óvenjulega mikill snjór. Hann var bara þurr og safnaðist mikið saman í sköflum. En mánuðurinn hefur verið óvenju úrkomulítill,“ segir hún. Hún segir of snemmt að segja til um hvort um sé að ræða áhrif vegna loftslagsbreytinga. „Þetta hefur verið óvenjulegt undanfarin ár. Við þurfum bara að skoða það betur hvort að öfgar í veðurfari komi svona fram á Íslandi. Við getum ekki svarað til um það strax. En það er auðvitað eitthvað sem við erum að skoða,“ segir Kristín að lokum. Veður Reykjavík Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
Tilfinning margra sem búa á suðvesturhorninu reyndist rétt, desember mánuður var óvenjukaldur og það eftir hlýjasta nóvember mánuði á landsvísu frá upphafi mælinga. „Desember mánuður var mjög óvenjulegur. Þetta er áttundi kaldasti desember á landsvísu frá upphafi mælinga. Síðast var kaldara árið 1973 og í Reykjavík hefur ekki verið kaldara frá árinu 1916,“ segir Kristín Björg Ólafsdóttir sérfræðingur í veðurfarsrannsóknum á Veðurstofu Íslands. Meðalhitinn í Reykjavík í desember var mínus þrjú komma níu stig. Kaldast var 30. desember þegar meðalhiti sólarhringsins mældist ellefu komma þrjú stig. Þá var frostakaflinn í Reykjavík líka óvenjulangur en meðalhiti sólarhringsins var undir frostmarki frá 7. desember og þar til í dag. Það fer þó að frysta aftur strax á morgun og varir út vikuna. Kristín segir að við séum þó enn langt frá kuldametinu. „Lang kaldasti desember mánuður, bæði á landinu öllu og í Reykjavík er árið 1880 og það var alveg töluvert kaldara eða mínus 7,5 stig að jafnaði í Reykjavík,“ segir hún. Hins vegar hafi ekki fallið met í snjóþyngslum. „Það er ekki óvenjulega mikill snjór. Hann var bara þurr og safnaðist mikið saman í sköflum. En mánuðurinn hefur verið óvenju úrkomulítill,“ segir hún. Hún segir of snemmt að segja til um hvort um sé að ræða áhrif vegna loftslagsbreytinga. „Þetta hefur verið óvenjulegt undanfarin ár. Við þurfum bara að skoða það betur hvort að öfgar í veðurfari komi svona fram á Íslandi. Við getum ekki svarað til um það strax. En það er auðvitað eitthvað sem við erum að skoða,“ segir Kristín að lokum.
Veður Reykjavík Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira