Sóli útskrifaður úr fimm ára krabbameinseftirliti: „Ég er hrikalega lánsamur einstaklingur“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 2. janúar 2023 15:49 Sóli Hólm er útskrifaður úr krabbameinseftirliti. Vísir/Vilhelm Grínistinn Sóli Hólm er formlega útskrifaður úr eftirliti vegna krabbameins sem hann greindist með fyrir rúmum fimm árum síðan. Í samtali við Vísi segist Sóli vera þakklátur og segir hann gott að byrja árið á svona jákvæðum nótum. „Ég áttaði mig eiginlega ekkert á því að ég væri að útskrifast úr þessu þessu fimm ára eftirliti fyrr en læknirinn sagði mér þetta áðan. Ég er svo lánsamur að ég hugsa eiginlega ekkert um það að ég hafi fengið krabbamein. Ég spái ekkert í þessu dagsdaglega, ég er bara heppinn með það. En það er auðvitað gaman að vera búinn,“ segir Sóli. Sóli greindist með Hodgkins eitilfrumukrabbamein í júlí árið 2017. Skömmu síðar hóf hann lyfjagjöf sem hann mætti í á tveggja vikna fresti fram í nóvember. Í lok nóvember fór hann svo til Kaupmannahafnar í svokallaðan PET skanna sem sýndi að hann væri laus við krabbameinið. Síðan þá hefur hann verið undir eftirliti Sigrúnar Eddu Reykdal, krabbameinslæknis en hann útskrifaðist úr því eftirliti fyrr í dag. View this post on Instagram A post shared by S O L I H O L M (@soliholm) Sóli segir það upphaflega ekki hafa staðið til að fagna þessum tímamótum sérstaklega. Hann ákvað þó að deila tíðindunum með fylgjendum sínum á Instagram og voru viðbrögðin meiri en hann átti von á. „Ég hef nú leyft fólki að fylgjast með minni baráttu og ákvað því að setja þessa mynd inn í dag og það eru allir svo rosalega glaðir. Þannig ég held þetta sé miklu stærra tilefni en ég áttaði mig á sjálfur. Þannig að jú, trúlega verð ég nú að fagna þessu á einhvern hátt.“ Hann segir umhyggjusemi fólks hafa veitt sér ómetanlegan styrk á meðan á baráttunni stóð. „Það kemur mér alltaf jafn notalega á óvart að finna hvað fólki er umhugað um velferð manns. Það er svo dýrmætt að finna hvað allir eru glaðir núna og eins hvað fólki var umhugað á meðan á baráttunni stóð. Fólk má hafa það hugfast að sína fólki í svona baráttu að því sé ekki sama, það er alveg ómetanlegt.“ Sóli segir það vera gott að byrja árið á svona jákvæðum nótum og vonar hann að þetta sé það sem koma skal á nýju ári. „Ég er hrikalega lánsamur einstaklingur. Ég treysti áfram á gæfuna sem hefur verið mér svo hliðholl.“ Heilsa Tímamót Tengdar fréttir „Við þroskuðumst bæði rosalega á þessu og öðluðumst nýja lífssýn“ Sóli og Viktoría höfðu aðeins verið saman í nokkra mánuði þegar alvara lífsins bankaði upp á. Þau segjast þó ekki taka lífinu of alvarlega og hafa þau tekist á við öll sín verkefni á einstakan hátt með jákvæðni, æðruleysi og húmor að vopni. 17. mars 2022 15:12 Sóli Hólm ekki lengur með krabbamein: „Ég er auðvitað í skýjunum “ Engin krabbameinsvirkni mældist í síðustu skoðun. 29. nóvember 2017 19:24 Mest lesið Heitustu trendin í haust Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Innblásturinn að gamanhrollvekju kom frá vídeoleigu bæjarins Bíó og sjónvarp Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Sjá meira
„Ég áttaði mig eiginlega ekkert á því að ég væri að útskrifast úr þessu þessu fimm ára eftirliti fyrr en læknirinn sagði mér þetta áðan. Ég er svo lánsamur að ég hugsa eiginlega ekkert um það að ég hafi fengið krabbamein. Ég spái ekkert í þessu dagsdaglega, ég er bara heppinn með það. En það er auðvitað gaman að vera búinn,“ segir Sóli. Sóli greindist með Hodgkins eitilfrumukrabbamein í júlí árið 2017. Skömmu síðar hóf hann lyfjagjöf sem hann mætti í á tveggja vikna fresti fram í nóvember. Í lok nóvember fór hann svo til Kaupmannahafnar í svokallaðan PET skanna sem sýndi að hann væri laus við krabbameinið. Síðan þá hefur hann verið undir eftirliti Sigrúnar Eddu Reykdal, krabbameinslæknis en hann útskrifaðist úr því eftirliti fyrr í dag. View this post on Instagram A post shared by S O L I H O L M (@soliholm) Sóli segir það upphaflega ekki hafa staðið til að fagna þessum tímamótum sérstaklega. Hann ákvað þó að deila tíðindunum með fylgjendum sínum á Instagram og voru viðbrögðin meiri en hann átti von á. „Ég hef nú leyft fólki að fylgjast með minni baráttu og ákvað því að setja þessa mynd inn í dag og það eru allir svo rosalega glaðir. Þannig ég held þetta sé miklu stærra tilefni en ég áttaði mig á sjálfur. Þannig að jú, trúlega verð ég nú að fagna þessu á einhvern hátt.“ Hann segir umhyggjusemi fólks hafa veitt sér ómetanlegan styrk á meðan á baráttunni stóð. „Það kemur mér alltaf jafn notalega á óvart að finna hvað fólki er umhugað um velferð manns. Það er svo dýrmætt að finna hvað allir eru glaðir núna og eins hvað fólki var umhugað á meðan á baráttunni stóð. Fólk má hafa það hugfast að sína fólki í svona baráttu að því sé ekki sama, það er alveg ómetanlegt.“ Sóli segir það vera gott að byrja árið á svona jákvæðum nótum og vonar hann að þetta sé það sem koma skal á nýju ári. „Ég er hrikalega lánsamur einstaklingur. Ég treysti áfram á gæfuna sem hefur verið mér svo hliðholl.“
Heilsa Tímamót Tengdar fréttir „Við þroskuðumst bæði rosalega á þessu og öðluðumst nýja lífssýn“ Sóli og Viktoría höfðu aðeins verið saman í nokkra mánuði þegar alvara lífsins bankaði upp á. Þau segjast þó ekki taka lífinu of alvarlega og hafa þau tekist á við öll sín verkefni á einstakan hátt með jákvæðni, æðruleysi og húmor að vopni. 17. mars 2022 15:12 Sóli Hólm ekki lengur með krabbamein: „Ég er auðvitað í skýjunum “ Engin krabbameinsvirkni mældist í síðustu skoðun. 29. nóvember 2017 19:24 Mest lesið Heitustu trendin í haust Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Innblásturinn að gamanhrollvekju kom frá vídeoleigu bæjarins Bíó og sjónvarp Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Sjá meira
„Við þroskuðumst bæði rosalega á þessu og öðluðumst nýja lífssýn“ Sóli og Viktoría höfðu aðeins verið saman í nokkra mánuði þegar alvara lífsins bankaði upp á. Þau segjast þó ekki taka lífinu of alvarlega og hafa þau tekist á við öll sín verkefni á einstakan hátt með jákvæðni, æðruleysi og húmor að vopni. 17. mars 2022 15:12
Sóli Hólm ekki lengur með krabbamein: „Ég er auðvitað í skýjunum “ Engin krabbameinsvirkni mældist í síðustu skoðun. 29. nóvember 2017 19:24