Gul viðvörun er enn í gildi á suðvesturhorni, Suðurlandi og Vesturlandi. Búist er við því að það stytti upp í kvöld og að ágætlega viðri til flugeldasprenginga. Uppúr miðnætti á að hvessa á ný.


Snjó kyngir nú niður á höfuðborgarsvæðinu og víða er lítið skyggni. Ofanhríð hófst upp úr klukkan tvö en fram að því hefur veður verið hið bærilegasta. Skjótt skipast veður í lofti, eins og þar segir.
Gul viðvörun er enn í gildi á suðvesturhorni, Suðurlandi og Vesturlandi. Búist er við því að það stytti upp í kvöld og að ágætlega viðri til flugeldasprenginga. Uppúr miðnætti á að hvessa á ný.