Fjandinn varð laus eftir að Moritz Wagner, leikmaður Orlando, stjakaði við Detroit-manninum Killian Hayes. Í kjölfarið stukku nánast allir sem vettlingi gátu valdið til og tóku þátt í slagsmálunum.
Hayes sló Wagner meðal annars í hnakkann og fékk fyrir það þriggja leikja bann. Wagner fékk tveggja leikja bann.
Átta leikmenn fengu svo eins leiks bann. Hamidou Diallo frá Detroit og svo sjö leikmenn Orlando: Cole Anthony, RJ Hampton, Gary Harris, Kevon Harris, Admiral Schofield, Franz Wagner, Mo Bamba og Wendell Carter yngri.
Detroit vann leikinn með tuttugu stiga mun, 121-101. Liðið er samt sem áður í neðsta sæti Austurdeildarinnar.