Haraldur starfar fyrir allar deildir Íþróttafélagsins Þórs og sinnir mjög stóru hlutverki hjá kvennaliði Þór/KA. Haraldur fer sem liðsstjóri í útileiki og er bílstjóri í flestum ferðum. Hann hefur umsjón með búningamálum og innkaupum, sér um þvott á keppnissettum og æfingafatnaði fyrir mfl., 2. og 3. fl.
Hann hefur umsjón með heimasíðunni thorka.is og nú nýlega einnig heimasíðu Þórs og samfélagsmiðlum og skrifar fréttatilkynningar. Haraldur hefur umsjón með fjáröflunum fyrir æfingaferðir, ásamt því að vera farastjóri í ferðunum. Einnig hefur hann umsjón með umgjörð heimleikja og er kynnir á þeim.
Fyrir karlafótboltann er hann einnig mikilvægur hlekkur, sér hann þvott á keppnissettum fyrir bæði mfl. og 2. flokk og hefur keyrt í útileiki. Haraldur er kynnir og sér um tónlistina á öllum heimaleikjum í handbolta og körfubolta bæði karla og kvenna. Sér um uppsetningu búnaðar og útsendingu á Þór/TV á heimaleikjum í Íþróttahöllinni.
Haraldur heldur utan um heimasíðu félagsins í samstarfi við ritstjóra og er 1X2 getraunarstjóri Þórs. Hann var mótstjóri Goðamótsins í nokkur ár og er mótstjóri Pollamóts og Árgangamóts Þórs. Hann heldur utan um framkvæmd íþróttakonu/karls Þórs og hefur setið í aðalstjórn sem varaformaður.