Ísfirðingar fengu loksins dýpkunarskip Árni Sæberg skrifar 29. desember 2022 18:23 Hér má sjá Sundahöfn á Ísafirði sem verður dýpkuð á næstu mánuðum. Sá hluti hafnarbakkans sem er ómálaður er nýr. Stöð 2/Ívar F Dýpkunarskip Björgunar kom loksins til Ísafjarðar í gær til þess að dýpka Sundahöfn. Dýpkun hafnarinnar átti upphaflega að hefjast í maí síðastliðnum. Hafnarstjórinn kveðst ánægður með að unnt verði að hefjast handa á réttu ári. Greint var frá því í upphafi desember að Ísfirðingar hefðu þurft að bíða ansi lengi eftir komu dýpkunarskips Björgunar og að þar á bæ væru menn farnir að ókyrrast vegna skuldbindinga Sundahafnar fyrir næsta sumar. Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, sagði þá að dýpkun hafnarinnar skipti bæinn gríðarlega miklu máli. Gert hafi verið ráð fyrir því að tekjur af komu skemmtiferðaskipa muni nema allt að 300 milljónum króna á næsta ári. Rætt var við Örnu Láru í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir skömmu: Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri hafna Ísafjarðarbæjar, segir í samtali við Vísi að dýpkunarskip hafi loksins komið til fjarðarins í gær. Landeyjahöfn hefur verið til friðs Guðmundur, sem ávallt er kallaður Muggi, segir að ýmislegt hafi komið til þess að koma dýpkunarskipa hafi tafist. Afhending nýs skips Björgunar hafi tafist og Landeyjarhöfn sé ofar í forgangsröðun Vegagerðarinnar. Guðmundur Magnús Kristjánsson er hæstánægður með að nú sjái fyrir endann á dýpkun Sundahafnar. Hann kveður hafnir Ísafjarðarbæjar á gamlársdag. „En á meðan það hangir í Norðanátt yfir landinu þá er Landeyjahöfn til friðs og þeir eru búnir að hreinsa hana það vel að þeir eru byrjaðir hjá okkur,“ segir Muggi. Þá segir hann að stefnt sé að því að annað skip komi til Ísafjarðar um miðjan janúar og að allt stefni í það að unnt verði að klára dýpkun hafnarinnar fyrir áætlaða komu skemmtiferðaskipanna mikilvægu. Nýr hafnarkantur sé tilbúinn og nú sé ekkert eftir nema að dýpka höfnina svo stærri skip, sem rista dýpra, geti lagst að höfn í Ísafirði. Yfir 70 prósent tekna Guðmundur tekur undir með Örnu Láru bæjarstjóra og segir komur skemmtiferðaskipa mjög mikilvægar. Tekjur vegna komu þeirra muni að öllum líkindum vera ríflega sjötíu prósent af öllum tekjum hafna Ísafjarðabæjar. „Þetta er gleðilegt og við erum ánægðir með að þetta byrji á réttu ári og að við sjáum fyrir endann á þessu. Sem betur fer,“ segir hann að lokum. Ísafjarðarbær Hafnarmál Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tafir á komu dæluskips ógna tugmilljóna tekjum Ísafjarðarbæjar Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ gagnrýnir Björgun og Vegagerðina fyrir margra mánaða tafir á uppdælingu til stækkunar á Sundahöfn bæjarins. Stækkun hafnarinnar skipti miklu máli fyrir tekjur bæjarins strax á næsta ári og megi ekki dragast á langinn. 6. desember 2022 19:21 Bæjarstjóranum í Eyjum blöskrar skoðun kollega síns í Ísafjarðarbæ Bæjarstjóri Vestmannaeyja furðar sig á því að bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar telji Vestmannaeyinga geta siglt með Herjólfi til og frá Þorlákshöfn svo flýta megi dýpkun hafnar Ísfirðinga fyrir komu skemmtiferðaskipa. 7. desember 2022 10:41 Kveður eftir tuttugu ár sem hafnarstjóri Guðmundur Magnús Kristjánsson hefur starfað sem hafnarstjóri hjá höfnum Ísafjarðarbæjar síðastliðin tuttugu ár. Nú er komið að starfslokum og ætlar Guðmundur að kveðja með flugeldasýningu á gamlársdag. Fyrsta verkefni eftir starfslok verður að læra á básúnu. 15. október 2022 07:01 Fyllir í skarð Mugga í Ísafjarðarhöfn Hilmar Kristjánsson Lyngmo hafnarvörður hefur verið ráðinn sem hafnarstjóri hjá höfnum Ísafjarðarbæjar og mun hann hefja störf sem slíkur í ársbyrjun. 21. nóvember 2022 09:16 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Mátti minnstu muna að harkalegur árekstur yrði í Þrengslum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira
Greint var frá því í upphafi desember að Ísfirðingar hefðu þurft að bíða ansi lengi eftir komu dýpkunarskips Björgunar og að þar á bæ væru menn farnir að ókyrrast vegna skuldbindinga Sundahafnar fyrir næsta sumar. Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, sagði þá að dýpkun hafnarinnar skipti bæinn gríðarlega miklu máli. Gert hafi verið ráð fyrir því að tekjur af komu skemmtiferðaskipa muni nema allt að 300 milljónum króna á næsta ári. Rætt var við Örnu Láru í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir skömmu: Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri hafna Ísafjarðarbæjar, segir í samtali við Vísi að dýpkunarskip hafi loksins komið til fjarðarins í gær. Landeyjahöfn hefur verið til friðs Guðmundur, sem ávallt er kallaður Muggi, segir að ýmislegt hafi komið til þess að koma dýpkunarskipa hafi tafist. Afhending nýs skips Björgunar hafi tafist og Landeyjarhöfn sé ofar í forgangsröðun Vegagerðarinnar. Guðmundur Magnús Kristjánsson er hæstánægður með að nú sjái fyrir endann á dýpkun Sundahafnar. Hann kveður hafnir Ísafjarðarbæjar á gamlársdag. „En á meðan það hangir í Norðanátt yfir landinu þá er Landeyjahöfn til friðs og þeir eru búnir að hreinsa hana það vel að þeir eru byrjaðir hjá okkur,“ segir Muggi. Þá segir hann að stefnt sé að því að annað skip komi til Ísafjarðar um miðjan janúar og að allt stefni í það að unnt verði að klára dýpkun hafnarinnar fyrir áætlaða komu skemmtiferðaskipanna mikilvægu. Nýr hafnarkantur sé tilbúinn og nú sé ekkert eftir nema að dýpka höfnina svo stærri skip, sem rista dýpra, geti lagst að höfn í Ísafirði. Yfir 70 prósent tekna Guðmundur tekur undir með Örnu Láru bæjarstjóra og segir komur skemmtiferðaskipa mjög mikilvægar. Tekjur vegna komu þeirra muni að öllum líkindum vera ríflega sjötíu prósent af öllum tekjum hafna Ísafjarðabæjar. „Þetta er gleðilegt og við erum ánægðir með að þetta byrji á réttu ári og að við sjáum fyrir endann á þessu. Sem betur fer,“ segir hann að lokum.
Ísafjarðarbær Hafnarmál Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tafir á komu dæluskips ógna tugmilljóna tekjum Ísafjarðarbæjar Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ gagnrýnir Björgun og Vegagerðina fyrir margra mánaða tafir á uppdælingu til stækkunar á Sundahöfn bæjarins. Stækkun hafnarinnar skipti miklu máli fyrir tekjur bæjarins strax á næsta ári og megi ekki dragast á langinn. 6. desember 2022 19:21 Bæjarstjóranum í Eyjum blöskrar skoðun kollega síns í Ísafjarðarbæ Bæjarstjóri Vestmannaeyja furðar sig á því að bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar telji Vestmannaeyinga geta siglt með Herjólfi til og frá Þorlákshöfn svo flýta megi dýpkun hafnar Ísfirðinga fyrir komu skemmtiferðaskipa. 7. desember 2022 10:41 Kveður eftir tuttugu ár sem hafnarstjóri Guðmundur Magnús Kristjánsson hefur starfað sem hafnarstjóri hjá höfnum Ísafjarðarbæjar síðastliðin tuttugu ár. Nú er komið að starfslokum og ætlar Guðmundur að kveðja með flugeldasýningu á gamlársdag. Fyrsta verkefni eftir starfslok verður að læra á básúnu. 15. október 2022 07:01 Fyllir í skarð Mugga í Ísafjarðarhöfn Hilmar Kristjánsson Lyngmo hafnarvörður hefur verið ráðinn sem hafnarstjóri hjá höfnum Ísafjarðarbæjar og mun hann hefja störf sem slíkur í ársbyrjun. 21. nóvember 2022 09:16 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Mátti minnstu muna að harkalegur árekstur yrði í Þrengslum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Sjá meira
Tafir á komu dæluskips ógna tugmilljóna tekjum Ísafjarðarbæjar Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ gagnrýnir Björgun og Vegagerðina fyrir margra mánaða tafir á uppdælingu til stækkunar á Sundahöfn bæjarins. Stækkun hafnarinnar skipti miklu máli fyrir tekjur bæjarins strax á næsta ári og megi ekki dragast á langinn. 6. desember 2022 19:21
Bæjarstjóranum í Eyjum blöskrar skoðun kollega síns í Ísafjarðarbæ Bæjarstjóri Vestmannaeyja furðar sig á því að bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar telji Vestmannaeyinga geta siglt með Herjólfi til og frá Þorlákshöfn svo flýta megi dýpkun hafnar Ísfirðinga fyrir komu skemmtiferðaskipa. 7. desember 2022 10:41
Kveður eftir tuttugu ár sem hafnarstjóri Guðmundur Magnús Kristjánsson hefur starfað sem hafnarstjóri hjá höfnum Ísafjarðarbæjar síðastliðin tuttugu ár. Nú er komið að starfslokum og ætlar Guðmundur að kveðja með flugeldasýningu á gamlársdag. Fyrsta verkefni eftir starfslok verður að læra á básúnu. 15. október 2022 07:01
Fyllir í skarð Mugga í Ísafjarðarhöfn Hilmar Kristjánsson Lyngmo hafnarvörður hefur verið ráðinn sem hafnarstjóri hjá höfnum Ísafjarðarbæjar og mun hann hefja störf sem slíkur í ársbyrjun. 21. nóvember 2022 09:16