Tungutak Baldur Hafstað skrifar 29. desember 2022 13:01 Málfræðingar trana sér yfirleitt ekki fram, og reyndar finnst mér að okkar virtustu málvísindamenn mættu láta meira í sér heyra á opinberum vettvangi. En nú verð ég að hrósa Ríkisútvarpinu og Guðrúnu Línberg Guðjónsdóttur fyrir að hafa í þáttunum Orð af orði rætt við þrjá sérfræðinga sem nýlega fluttu fyrirlestra á málþingi undir yfirskriftinni „Kynhlutlaust mál“. Á þinginu töluðu fulltrúar þriggja kynslóða: Finnur Ágúst Ingimundarson MA; dr. Guðrún Þórhallsdóttir dósent; og dr. Höskuldur Þráinsson, fyrrverandi prófessor. Til glöggvunar skal ég nefnda örfá atriði sem fram komu í máli þremenninganna: 1. Við höfum lengi sagt: „Allir velkomnir“ – í svokölluðu kynhlutlausu karlkyni. Að baki liggur „arfleifð indóevrópska samkynsins“. Þetta hefur ekkert með líffræðilegt kyn að gera frekar en orðin gestur og læknir: Við segjum t.d.: „Það komu margir gestir,“ og eigum við bæði konur og karla. 2. Hugtökin „sjálfgefið kyn“ og „vísandi kyn“ eru hjálpleg í umræðunni: „Heyra allir í mér?“ (sjálfgefið kyn) og „Heyrið þið öll í mér?“ (vísandi kyn). En stundum er ekki hægt að velja hér á milli, sbr. spurninguna: „Eru allir mættir?“ Við getum tæplega sagt: „Eruð þið öll mætt?“ 4. „Í þessu húsi eru íbúðir fyrir aldraða“ (ekki: öldruð). Málfræðilegt karlkyn er sjálfgefið í dæmum af þessu tagi, sbr.: Ég pantaði borð fyrir fjóra; Margur er ríkari en hann hyggur. Höskuldur Þráinsson spurði: „Getur fólk sem elst upp í íslensku málumhverfi komist hjá því að túlka karlkynið í dæmum af þessu tagi sem sjálfgefið, þ.e. þannig að það eigi ekkert sérstaklega við karla, sé kynhlutlaust?“ 5. Það er mikilvægt að eiga málstaðal sem allir skynja á sama hátt. Breytileiki í kynjanotkun getur valdið misskilningi. 6. Það verður erfitt að venja heila þjóð á nýja notkun málfræðilegra kynja. „Nýlenskan“ felur í sér handstýrða málbreytingu. Þetta nýja mál hefur aldrei verið til, enginn hefur alist upp við það; það hefur enginn beðið um að árþúsunda hefð að baki íslenskunni verði raskað. Ég hvet ykkur, ágætu lesendur, og þá kannski helst fréttamenn, stjórnmálamenn og auglýsendur, til að fara inn á slóðina https://islenskan.is/malfregnir þar sem fyrrnefndir sérfræðingar hafa orðið. Að lokum tvennt: 1. Nánast hver einasti viðmælandi fréttamanna talar enn það mál sem hann lærði ómeðvitað í bernsku, hvort sem hann er karl eða kona, ungur eða gamall. Hann segir t.d.: „Það var enginn heima“ (en ekki: „Það voru engin heima“). Hann segir: „Það komu margir í afmælið“ (en ekki: „Það komu mörg í afmælið“). 2. Þeir stjórnmálamenn sem vilja taka nýlenskuna upp eru þegar komnir í vanda: Fylgið hrynur af vinstri grænum sem auglýsa: „Öll velkomin“ – og segja niðurlútir eftir á: „Sárafá mættu“. En atkvæði sópast að Samfylkingunni sem auglýsir: „Allir velkomnir“ – og sendir frá sér frétt að fundi loknum: „Fjölmargir mættu“. Höfundur er fyrrverandi prófessor í íslensku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Málfræðingar trana sér yfirleitt ekki fram, og reyndar finnst mér að okkar virtustu málvísindamenn mættu láta meira í sér heyra á opinberum vettvangi. En nú verð ég að hrósa Ríkisútvarpinu og Guðrúnu Línberg Guðjónsdóttur fyrir að hafa í þáttunum Orð af orði rætt við þrjá sérfræðinga sem nýlega fluttu fyrirlestra á málþingi undir yfirskriftinni „Kynhlutlaust mál“. Á þinginu töluðu fulltrúar þriggja kynslóða: Finnur Ágúst Ingimundarson MA; dr. Guðrún Þórhallsdóttir dósent; og dr. Höskuldur Þráinsson, fyrrverandi prófessor. Til glöggvunar skal ég nefnda örfá atriði sem fram komu í máli þremenninganna: 1. Við höfum lengi sagt: „Allir velkomnir“ – í svokölluðu kynhlutlausu karlkyni. Að baki liggur „arfleifð indóevrópska samkynsins“. Þetta hefur ekkert með líffræðilegt kyn að gera frekar en orðin gestur og læknir: Við segjum t.d.: „Það komu margir gestir,“ og eigum við bæði konur og karla. 2. Hugtökin „sjálfgefið kyn“ og „vísandi kyn“ eru hjálpleg í umræðunni: „Heyra allir í mér?“ (sjálfgefið kyn) og „Heyrið þið öll í mér?“ (vísandi kyn). En stundum er ekki hægt að velja hér á milli, sbr. spurninguna: „Eru allir mættir?“ Við getum tæplega sagt: „Eruð þið öll mætt?“ 4. „Í þessu húsi eru íbúðir fyrir aldraða“ (ekki: öldruð). Málfræðilegt karlkyn er sjálfgefið í dæmum af þessu tagi, sbr.: Ég pantaði borð fyrir fjóra; Margur er ríkari en hann hyggur. Höskuldur Þráinsson spurði: „Getur fólk sem elst upp í íslensku málumhverfi komist hjá því að túlka karlkynið í dæmum af þessu tagi sem sjálfgefið, þ.e. þannig að það eigi ekkert sérstaklega við karla, sé kynhlutlaust?“ 5. Það er mikilvægt að eiga málstaðal sem allir skynja á sama hátt. Breytileiki í kynjanotkun getur valdið misskilningi. 6. Það verður erfitt að venja heila þjóð á nýja notkun málfræðilegra kynja. „Nýlenskan“ felur í sér handstýrða málbreytingu. Þetta nýja mál hefur aldrei verið til, enginn hefur alist upp við það; það hefur enginn beðið um að árþúsunda hefð að baki íslenskunni verði raskað. Ég hvet ykkur, ágætu lesendur, og þá kannski helst fréttamenn, stjórnmálamenn og auglýsendur, til að fara inn á slóðina https://islenskan.is/malfregnir þar sem fyrrnefndir sérfræðingar hafa orðið. Að lokum tvennt: 1. Nánast hver einasti viðmælandi fréttamanna talar enn það mál sem hann lærði ómeðvitað í bernsku, hvort sem hann er karl eða kona, ungur eða gamall. Hann segir t.d.: „Það var enginn heima“ (en ekki: „Það voru engin heima“). Hann segir: „Það komu margir í afmælið“ (en ekki: „Það komu mörg í afmælið“). 2. Þeir stjórnmálamenn sem vilja taka nýlenskuna upp eru þegar komnir í vanda: Fylgið hrynur af vinstri grænum sem auglýsa: „Öll velkomin“ – og segja niðurlútir eftir á: „Sárafá mættu“. En atkvæði sópast að Samfylkingunni sem auglýsir: „Allir velkomnir“ – og sendir frá sér frétt að fundi loknum: „Fjölmargir mættu“. Höfundur er fyrrverandi prófessor í íslensku.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar