Hafnar gagnrýni: „Hér er kafbátaeftirlit og regluleg lofthelgisgæsla“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. desember 2022 19:01 Forsætisráðherra hafnar alfarið gagnrýni á að það skorti frekari varnir í nýrri tillögu um breytingar á þjóðaröryggisstefnu landsins. Prófessor í stjórnmálafræði segir ríkja þögn um hervarnir Íslands. Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði skrifaði í gær gagnrýni á Facebook um nýjar tillögur um breytingar á þjóðaröryggisstefnu Íslendinga Baldur segir skorta kafla um hervarnir. „Það er tekið vel á almannavarnarþættinum en þegar kemur að hervörnum þá ríkir einfaldlega þögn. Þá er eins og íslensk stjórnvöld hafi ekki tekið afstöðu til þess hvernig þau vilja haga varnarviðbúnaði í Keflavík og þau láti það einfaldlega eftir bandalagsríkjum okkar, segir Baldur. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafnar þessari gagnrýni en hún leggur fram nýju tillöguna. „Þjóðaröryggisstefna Íslendinga tekur á öryggishugtakinu með mjög breiðum hætti þannig að það er ekki eingöngu verið að fjalla um varnarmál. Það er hins vegar fjallað um þau þó annað sé gefið í skin í þeirri grein sem þú vísar til,“ segir Katrín. Baldur gagnrýnir enn fremur að í nýrri tillögu sé ekki heldur tekið mið af hernaðarlegu mikilvægi Íslands. En í nýrri skýrslu Þjóðaröryggisráðsins kemur fram að hernaðarlegt mikilvægi Íslands hafi aukist vegna vaxandi spennu í samskiptum Rússlands og vestrænna ríkja. Katrín vísar þessari gagnrýni á bug. „Mér finnst Ísland hafa talað mjög skýrt á alþjóðavettvangi í tilefni af árásinni á Úkraínu. Við höfum tekið fullan þátt í þeirri vinnu sem hefur farið fram bæði á innan Evrópu og á vettvangi Atlantshafsbandalagsins. Hér er kafbátaeftirlit og regluleg lofthelgisgæsla og við erum auðvitað í mjög nánu samtali við þær þjóðir sem við erum að vinna með í þeim málum,“ segir Katrín. Baldur segir nýju tillöguna og þjóðaröryggisstefnuna litast af Vinstri grænum. „Vinstri græn eru á móti aðild Íslands að Nató. Trúa ekki á varnarþáttinn og vilja ekki varnarviðbúnað. Þessir þættir sérstaklega fælingarstefnan gagnaðist okkur mjög vel á tímum Kalda stríðsins. Ég held stefna Vinstri grænna liti öryggis og varnarstefnuna meira en maður heldur við fyrstu sýn, “ segir Baldur. Katrín segir mikilvægt að horfa til fleiri þátta en varnarmála. „Ísland er friðsælasta land í heimi og það byggir á þessari breiðu sýn að við séum ekki bara að hugsa um þessi hefðbundnu varnar-og öryggismál sem við vissulega gerum heldur líka samfélagslegt öryggi,“ segir Katrín. Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði skrifaði í gær gagnrýni á Facebook um nýjar tillögur um breytingar á þjóðaröryggisstefnu Íslendinga Baldur segir skorta kafla um hervarnir. „Það er tekið vel á almannavarnarþættinum en þegar kemur að hervörnum þá ríkir einfaldlega þögn. Þá er eins og íslensk stjórnvöld hafi ekki tekið afstöðu til þess hvernig þau vilja haga varnarviðbúnaði í Keflavík og þau láti það einfaldlega eftir bandalagsríkjum okkar, segir Baldur. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafnar þessari gagnrýni en hún leggur fram nýju tillöguna. „Þjóðaröryggisstefna Íslendinga tekur á öryggishugtakinu með mjög breiðum hætti þannig að það er ekki eingöngu verið að fjalla um varnarmál. Það er hins vegar fjallað um þau þó annað sé gefið í skin í þeirri grein sem þú vísar til,“ segir Katrín. Baldur gagnrýnir enn fremur að í nýrri tillögu sé ekki heldur tekið mið af hernaðarlegu mikilvægi Íslands. En í nýrri skýrslu Þjóðaröryggisráðsins kemur fram að hernaðarlegt mikilvægi Íslands hafi aukist vegna vaxandi spennu í samskiptum Rússlands og vestrænna ríkja. Katrín vísar þessari gagnrýni á bug. „Mér finnst Ísland hafa talað mjög skýrt á alþjóðavettvangi í tilefni af árásinni á Úkraínu. Við höfum tekið fullan þátt í þeirri vinnu sem hefur farið fram bæði á innan Evrópu og á vettvangi Atlantshafsbandalagsins. Hér er kafbátaeftirlit og regluleg lofthelgisgæsla og við erum auðvitað í mjög nánu samtali við þær þjóðir sem við erum að vinna með í þeim málum,“ segir Katrín. Baldur segir nýju tillöguna og þjóðaröryggisstefnuna litast af Vinstri grænum. „Vinstri græn eru á móti aðild Íslands að Nató. Trúa ekki á varnarþáttinn og vilja ekki varnarviðbúnað. Þessir þættir sérstaklega fælingarstefnan gagnaðist okkur mjög vel á tímum Kalda stríðsins. Ég held stefna Vinstri grænna liti öryggis og varnarstefnuna meira en maður heldur við fyrstu sýn, “ segir Baldur. Katrín segir mikilvægt að horfa til fleiri þátta en varnarmála. „Ísland er friðsælasta land í heimi og það byggir á þessari breiðu sýn að við séum ekki bara að hugsa um þessi hefðbundnu varnar-og öryggismál sem við vissulega gerum heldur líka samfélagslegt öryggi,“ segir Katrín.
Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira