Skoða að opna fljótandi gufubað á Pollinum Bjarki Sigurðsson skrifar 28. desember 2022 11:18 Fjórmenningarnir sem standa að verkefninu. Frá vinstri: Óli Rafn Kristinsson, Tinna Rún Snorradóttir, Elena Dís Víðisdóttir og Gauti Geirsson. Aðsend Fjórir Ísfirðingar vilja opna fljótandi gufubað við bryggju bæjarins. Gufubaðið er af norskri fyrirmynd og myndi nýtast heimamönnum sem og ferðamönnum sem koma til bæjarins. Hægt verður að nota gufubaðið allan ársins hring. Tvö ísfirsk pör, annars vegar Elena Dís Víðisdóttir og Gauti Geirsson og hins vegar Óli Rafn Kristinsson og Tinna Rún Snorradóttir, hafa í sameiningu reynt upp á síðkastið að fá leyfi til þess að byggja fljótandi gufubað við gamla olíumúlann á Ísafirði. Hafnarstjórn bæjarins hefur tekið vel í hugmyndina og staðsetninguna en nú er það undir hafnarstjóra að meta kostnað við verkefnið. Í samtali við fréttastofu segir Elena Dís að hún og Gauti hafi fengið hugmyndina eftir að hafa stundað nám í Tromsö í norðurhluta Noregs. „Þar eru bæði svona sánuklúbbar sem eru með sína sánu og svo eins og við erum að pæla, svona opnar sánur sem hægt er að bóka sér pláss í. Ég og Gauti vorum í Tromsö sem er miklu norðar en Ísafjörður, á 69 breiddargráðu. Þar er þetta mjög vinsælt allt árið í kring. Við prófuðum þetta þar og fannst þetta algjör snilld,“ segir Elena Dís. Svona lítur gufubaðið í Tromsö út á sumrin.Aðsend Hún segir að þeir sem þau hafa rætt við um hugmyndina hafi almennt tekið vel í hana. Gufubaðið henti öllum aldurshópum. Skíðamenn muni mögulega vilja sækjast í þetta á veturna og sjósundfólk eftir góðan sundsprett við fjörðinn. „Þetta gæti verið á floti allt árið, sama hvort Pollurinn sé ísilagður eða ekki. Þá bara velur maður hvort maður treysti sér að stinga sér til sunds eða ekki. Við myndum hafa það á floti við flotbryggju þannig það hangir við og fer með flóði og fjöru. Þetta liggur í raun eins og bátur við bryggju. Svo er alltaf möguleiki að draga þetta út á Poll og festa með akkeri á góðviðrisdögum,“ segir Elena Dís. Til að byrja með stefna þau að einu gufubaði með plássi fyrir tíu til tólf manns í einu. Líklega verður svipað fyrirkomulag og í Tromsö, það er að meirihluta dags verður hægt að bóka stakt pláss í gufubaðinu en á kvöldin verður hægt að leigja það í heild sinni fyrir hópa eða annað slíkt. Gufubaðið í Tromsö með borgina í vetrarbúning í bakgrunninum.Aðsend Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Sjá meira
Tvö ísfirsk pör, annars vegar Elena Dís Víðisdóttir og Gauti Geirsson og hins vegar Óli Rafn Kristinsson og Tinna Rún Snorradóttir, hafa í sameiningu reynt upp á síðkastið að fá leyfi til þess að byggja fljótandi gufubað við gamla olíumúlann á Ísafirði. Hafnarstjórn bæjarins hefur tekið vel í hugmyndina og staðsetninguna en nú er það undir hafnarstjóra að meta kostnað við verkefnið. Í samtali við fréttastofu segir Elena Dís að hún og Gauti hafi fengið hugmyndina eftir að hafa stundað nám í Tromsö í norðurhluta Noregs. „Þar eru bæði svona sánuklúbbar sem eru með sína sánu og svo eins og við erum að pæla, svona opnar sánur sem hægt er að bóka sér pláss í. Ég og Gauti vorum í Tromsö sem er miklu norðar en Ísafjörður, á 69 breiddargráðu. Þar er þetta mjög vinsælt allt árið í kring. Við prófuðum þetta þar og fannst þetta algjör snilld,“ segir Elena Dís. Svona lítur gufubaðið í Tromsö út á sumrin.Aðsend Hún segir að þeir sem þau hafa rætt við um hugmyndina hafi almennt tekið vel í hana. Gufubaðið henti öllum aldurshópum. Skíðamenn muni mögulega vilja sækjast í þetta á veturna og sjósundfólk eftir góðan sundsprett við fjörðinn. „Þetta gæti verið á floti allt árið, sama hvort Pollurinn sé ísilagður eða ekki. Þá bara velur maður hvort maður treysti sér að stinga sér til sunds eða ekki. Við myndum hafa það á floti við flotbryggju þannig það hangir við og fer með flóði og fjöru. Þetta liggur í raun eins og bátur við bryggju. Svo er alltaf möguleiki að draga þetta út á Poll og festa með akkeri á góðviðrisdögum,“ segir Elena Dís. Til að byrja með stefna þau að einu gufubaði með plássi fyrir tíu til tólf manns í einu. Líklega verður svipað fyrirkomulag og í Tromsö, það er að meirihluta dags verður hægt að bóka stakt pláss í gufubaðinu en á kvöldin verður hægt að leigja það í heild sinni fyrir hópa eða annað slíkt. Gufubaðið í Tromsö með borgina í vetrarbúning í bakgrunninum.Aðsend
Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Sjá meira