Dæmdur svindlari sakar aðra um svindl Valur Páll Eiríksson skrifar 28. desember 2022 10:30 Moggi afplánar lífstíðarbann frá fótbolta. Etsuo Hara/Getty Images Luciano Moggi, fyrrum framkvæmdastjóri Juventus, segir Roma hafa með hjálp knattspyrnuyfirvalda stolið ítalska meistaratitlinum af fyrrnefnda félaginu tímabilið 2000-2001. Moggi var dæmdur í lífstíðarbann frá fótbolta vegna hans hluts í Calciopoli-hneykslinu sem skók ítalskan fótbolta árið 2006. Hneykslið sneri að hagræðingu úrslita en ítölsk yfirvöld komust yfir upptökur af Moggi að leggjast á eitt með Pierliuigi Pairetto, yfirmanni dómaramála hjá ítalska knattspyrnusambandinu. Hann handvaldi þá dómara á leiki Juventus, sem og annarra liða og hafði þannig áhrif á úrslit leikja. Juventus var svipt ítölsku meistaratitlunum 2005 og 2006 og þá var Moggi einnig dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir ítölskum dómstólum fyrir glæpsamlegt athæfi. Hann áfrýjaði þeim dómi ítrekað og þurfti að endingu ekki að sitja inni vegna fyrningar meintra glæpa hans. Lífstíðarbannið frá ítölskum fótbolta stóð þó. Í nýlegu viðtali segir Moggi Juventus hafa unnið fyrrnefnda titla að verðleikum en aðrir hafi öllu heldur rænt titlum. „Þeir segja okkur vinna vegna þess að við stelum, en það er ekki satt,“ segir Moggi. „Við höfum alltaf unnið á eigin verðleikum á vellinum“. „Ef til vill er það öfugsnúið. Aðrir hafa rænt okkur. Líkt og 2001 þegar Roma stal ítalska meistaratitlinum af okkur. Það ár breytti forseti ítölsku Ólympíunefndarinnar reglum á miðju tímabili, sem leyfði [Hidetoshi] Nakata að spila við okkur í Tórínó. Hann tryggði þeim sigur og í rauninni deildartitilinn,“ segir hann enn fremur. Juventus er aftur skekið af skandal en öll stjórn liðsins sagði af sér seint á þessu ári. Ekki er endanlega víst hvað liggur þar að baki en félagið er sakað um að hafa vísvitandi farið á svig við reglur UEFA um fjárhagslega háttvísi. Ítalski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Leik lokið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu sigur í Fjarðabyggðarhöllina Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira
Moggi var dæmdur í lífstíðarbann frá fótbolta vegna hans hluts í Calciopoli-hneykslinu sem skók ítalskan fótbolta árið 2006. Hneykslið sneri að hagræðingu úrslita en ítölsk yfirvöld komust yfir upptökur af Moggi að leggjast á eitt með Pierliuigi Pairetto, yfirmanni dómaramála hjá ítalska knattspyrnusambandinu. Hann handvaldi þá dómara á leiki Juventus, sem og annarra liða og hafði þannig áhrif á úrslit leikja. Juventus var svipt ítölsku meistaratitlunum 2005 og 2006 og þá var Moggi einnig dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir ítölskum dómstólum fyrir glæpsamlegt athæfi. Hann áfrýjaði þeim dómi ítrekað og þurfti að endingu ekki að sitja inni vegna fyrningar meintra glæpa hans. Lífstíðarbannið frá ítölskum fótbolta stóð þó. Í nýlegu viðtali segir Moggi Juventus hafa unnið fyrrnefnda titla að verðleikum en aðrir hafi öllu heldur rænt titlum. „Þeir segja okkur vinna vegna þess að við stelum, en það er ekki satt,“ segir Moggi. „Við höfum alltaf unnið á eigin verðleikum á vellinum“. „Ef til vill er það öfugsnúið. Aðrir hafa rænt okkur. Líkt og 2001 þegar Roma stal ítalska meistaratitlinum af okkur. Það ár breytti forseti ítölsku Ólympíunefndarinnar reglum á miðju tímabili, sem leyfði [Hidetoshi] Nakata að spila við okkur í Tórínó. Hann tryggði þeim sigur og í rauninni deildartitilinn,“ segir hann enn fremur. Juventus er aftur skekið af skandal en öll stjórn liðsins sagði af sér seint á þessu ári. Ekki er endanlega víst hvað liggur þar að baki en félagið er sakað um að hafa vísvitandi farið á svig við reglur UEFA um fjárhagslega háttvísi.
Ítalski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Leik lokið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu sigur í Fjarðabyggðarhöllina Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira