Áætlunin verður í gildi til 2024 og kveður á um ókeypis frystingu, varðveislu og nýtingu sæðisins.
Íbúar í Kherson í Úkraínu flýja nú heimaborg sína unnvörpum en árásir Rússa hafa færst í vöxt síðasta sólarhringinn. Sérfræðingar segja ljóst að baráttan um borgina hafi stigmagnast en Rússar eru sagðir hafa skotið 33 flugskeytum á borgina á síðustu klukkustundum.
Þá hafa þeir sent fleiri skriðdreka og brynvarin ökutæki á vístöðvarnar en Kherson var til skamms tíma undir stjórn Rússa. Þeir hafa nú flúið yfir á austurbakka árinnar Dnipro og skjóta þaðan á borgina.
Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna hefur gefið út nýjar tölur um fjölda almennra borgara sem taldir eru hafa látið lífið síðan Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar.
Staðfest dauðsföll eru 6.884, þar á meðal eru 429 börn.
Þó er tekið skýrt fram að raunverulega talan sé töluvert hærri, enda hafi gengið illa að afla upplýsinga frá svæðum sem Rússar ráða yfir.