„Staðan er að versna“ Atli Ísleifsson skrifar 27. desember 2022 11:27 Valur Sigurðarson, rekstrarstjóri Sorphirðu Reykjavíkur, segir að erfið færð tefji störf sorphirðumanna. Vísir Rekstrarstjóri Sorphirðu Reykjavíkur segir að sorphirða í borginni hafi gengið ágætlega síðustu daga. Staðan sé hins vegar að versna og ljóst sé að reikna megi með töfum. Þetta segir Valur Sigurðarson, rekstrarstjóri Sorphirðu Reykjavíkur, í samtali við fréttastofu. „Við vorum á áætlun í síðustu viku. Við unnum hins vegar ekki í gær þannig að áætlunin hliðrast núna og gerum við ráð fyrir að vinna á gamlársdag til að vinna þetta upp.“ Færðin hefur ekki verið góð á höfuðborgarsvæðinu og segir Valur að sökum þessa megi búast við töfum. „Við erum degi á eftir núna, en staðan á eftir að koma betur í ljós þegar líður á vikuna.“ Hann segir að sorphirðan hafi gengið hægt í dag. „Það hefur mikið snjóað og þetta gengur hægar en við áttum von á. En við gerum ráð fyrir að dagurinn í dag verði hægasti dagurinn. Staðan er að versna.“ Íbúar moki frá sorptunnunum Valur biðlar til fólks að fólk sé sem fyrr duglegt að moka frá tunnunum til að tryggja aðgengi fyrir sorphirðumenn. „Ef aðgengið er ekki í lagi þá gætum við þurft að skilja tunnur eftir og það er alls ekkert víst að við gætum komið aftur í einhverja aukaferð. Staðan er bara þannig,“ segir Valur. Valur segir að sorp stóraukist í kringum jólin, bæði almenna ruslið og svo náttúrulega jólagjafapappír sem hleðst upp. „Við höfum frétt af því að erfiðlega hafi gengið að losa grenndargámana, bæði vegna færðarinnar og svo berast fréttir af því að bílum sé lagt nærri grenndargámunum,“ segir Valur, en það er Terra sem sér um tæmingu á þeim. Þremur dögum á eftir áætlun Sorphirða í Hafnarfirði hefur sömuleiðis gengið brösulega og segir í færslu á Facebook-síðu bæjarins að hún sé að minnsta kosti þremur dögum á eftir áætlun. „Eins og staðan er núna er áhersla lögð á að halda stofnleiðum og stofnbrautum færum og á mokstur á bílaplönum við leikskóla bæjarins. Um leið og veður leyfir og tækifæri gefst mun starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar og verktakar hefjast handa við mokstur innan hverfa bæjarins allt í takti við áætlanir og forgang,“ segir í færslunni. Reykjavík Hafnarfjörður Sorphirða Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Þetta segir Valur Sigurðarson, rekstrarstjóri Sorphirðu Reykjavíkur, í samtali við fréttastofu. „Við vorum á áætlun í síðustu viku. Við unnum hins vegar ekki í gær þannig að áætlunin hliðrast núna og gerum við ráð fyrir að vinna á gamlársdag til að vinna þetta upp.“ Færðin hefur ekki verið góð á höfuðborgarsvæðinu og segir Valur að sökum þessa megi búast við töfum. „Við erum degi á eftir núna, en staðan á eftir að koma betur í ljós þegar líður á vikuna.“ Hann segir að sorphirðan hafi gengið hægt í dag. „Það hefur mikið snjóað og þetta gengur hægar en við áttum von á. En við gerum ráð fyrir að dagurinn í dag verði hægasti dagurinn. Staðan er að versna.“ Íbúar moki frá sorptunnunum Valur biðlar til fólks að fólk sé sem fyrr duglegt að moka frá tunnunum til að tryggja aðgengi fyrir sorphirðumenn. „Ef aðgengið er ekki í lagi þá gætum við þurft að skilja tunnur eftir og það er alls ekkert víst að við gætum komið aftur í einhverja aukaferð. Staðan er bara þannig,“ segir Valur. Valur segir að sorp stóraukist í kringum jólin, bæði almenna ruslið og svo náttúrulega jólagjafapappír sem hleðst upp. „Við höfum frétt af því að erfiðlega hafi gengið að losa grenndargámana, bæði vegna færðarinnar og svo berast fréttir af því að bílum sé lagt nærri grenndargámunum,“ segir Valur, en það er Terra sem sér um tæmingu á þeim. Þremur dögum á eftir áætlun Sorphirða í Hafnarfirði hefur sömuleiðis gengið brösulega og segir í færslu á Facebook-síðu bæjarins að hún sé að minnsta kosti þremur dögum á eftir áætlun. „Eins og staðan er núna er áhersla lögð á að halda stofnleiðum og stofnbrautum færum og á mokstur á bílaplönum við leikskóla bæjarins. Um leið og veður leyfir og tækifæri gefst mun starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar og verktakar hefjast handa við mokstur innan hverfa bæjarins allt í takti við áætlanir og forgang,“ segir í færslunni.
Reykjavík Hafnarfjörður Sorphirða Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira