Liðin tvö voru jöfn að stigum í 3-.4. sæti deildarinnar fyrir leik gærdagsins sem fram fór í Bari. Mikil stemning var fyrir leiknum á þeim bænum.
Tæplega 50 þúsund manns lögðu leið sína á völlinn, raunar 48.887 manns, sem fóru langt með að fylla 58 þúsund manna heimavöll liðsins. Þar með var sett met, en aldrei hafa eins margir mætt á leik í ítölsku B-deildinni.
Heimafólk þurfti hins vegar að horfa upp á sína menn tapa, og höfðu að mestu Alberti Guðmundssyni fyrir að þakka.
Hann lagði upp fyrra mark Genoa sem George Puscas skoraði í upphafi leiks og skoraði svo sigurmark liðsins á 58. mínútu eftir að Bari hafði jafnað.
Genoa er eftir sigurinn í 3. sæti með 33 stig, þremur frá Reggina sem er sæti ofar og sex á eftir toppliði Frosinone. Bari er með 30 stig í 4. sæti.
Efstu tvö lið deildarinnar fara upp í A-deildina en liðin í 3.-8. sæti hafa í umspil og eitt sæti á meðal þeirra bestu á Ítalíu.