„Pabbi hótaði að lemja mig ef ég færi ekki“ Valur Páll Eiríksson skrifar 27. desember 2022 08:01 Gattuso lærði að helga líf sitt fótbolta á ólíklegum stað. Francesco Pecoraro/Getty Images Fyrrum fótboltamaðurinn Gennaro Gattuso segir föður sinn hafa haft mikið að segja um skipti hans til Glasgow Rangers í Skotlandi snemma á ferli hans. Gattuso átti stutt stopp á Skotlandi áður en hann varð margfaldur Evrópumeistari með AC Milan og heimsmeistari með Ítalíu. Gattuso er í dag þjálfari Valencia á Spáni en átti glæstan leikmannaferil. Hann hafði aðeins leikið 10 deildarleiki á tveimur leiktíðum fyrir uppeldisfélag sitt Perugia þegar hann fékk gylliboð frá Skotlandi. „Einn daginn bankar faðir minn upp á og segir að fulltrúi Glasgow Rangers sé í bænum og hafi boðið mér samning. Ég hafði engan áhuga á því og sagði föður mínum það,“ „Hann sagði að peningarnir sem þeir buðu mér væru svo miklir að hann gæti ekki einu sinni skrifað heildarupphæðina niður. Hann sagði mér að þetta væri fjórfalt á við heildarlaun hans á ævinni,“ „Þegar ég neitaði enn sagðist hann ætla að lemja mig ef ég færi ekki, svo ég samdi við Rangers,“ segir Gattuso. Gattuso kveðst hafa tileinkað sér hugarfar sem fylgdi honum það sem eftir lifði ferilsins þegar hann var á mála hjá skoska liðinu. „Ég flutti til Glasgow þar sem ég þekkti engan og kunni ekki stakt orð í ensku. En eftir tvær vikur virkaði ég skoskari en skoskir leikmenn. Ég æfði þrisvar til fjórum sinnum á dag og var stanslaust í ræktinni,“ „Ég byggði upp þetta hugarfar. Ég vissi að ég byggi ekki yfir mikilli tækni en undirbjó mig andlega til að drepa andstæðinga mína. Síðan hefur líf mitt verið helgað fótbolta,“ segir Gattuso. Gattuso entist aðeins í eina leiktíð með Rangers undir stjórn Walter Smith, 1997 til 1998, og var fastamaður í liðinu. Hollendingurinn Dick Advocaat tók þá við og hafði lítið álit á Gattuso. Hann var seldur til Salernitana á Ítalíu hvar hann spilaði í eitt ár áður en kallið kom frá AC Milan. Þar lék hann frá 1999 til 2012. Hann vann bæði ítalska meistaratitilinn og Meistaradeild Evrópu í tvígang með AC Milan og varð heimsmeistari með Ítölum árið 2006. Ítalski boltinn Skoski boltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Gattuso er í dag þjálfari Valencia á Spáni en átti glæstan leikmannaferil. Hann hafði aðeins leikið 10 deildarleiki á tveimur leiktíðum fyrir uppeldisfélag sitt Perugia þegar hann fékk gylliboð frá Skotlandi. „Einn daginn bankar faðir minn upp á og segir að fulltrúi Glasgow Rangers sé í bænum og hafi boðið mér samning. Ég hafði engan áhuga á því og sagði föður mínum það,“ „Hann sagði að peningarnir sem þeir buðu mér væru svo miklir að hann gæti ekki einu sinni skrifað heildarupphæðina niður. Hann sagði mér að þetta væri fjórfalt á við heildarlaun hans á ævinni,“ „Þegar ég neitaði enn sagðist hann ætla að lemja mig ef ég færi ekki, svo ég samdi við Rangers,“ segir Gattuso. Gattuso kveðst hafa tileinkað sér hugarfar sem fylgdi honum það sem eftir lifði ferilsins þegar hann var á mála hjá skoska liðinu. „Ég flutti til Glasgow þar sem ég þekkti engan og kunni ekki stakt orð í ensku. En eftir tvær vikur virkaði ég skoskari en skoskir leikmenn. Ég æfði þrisvar til fjórum sinnum á dag og var stanslaust í ræktinni,“ „Ég byggði upp þetta hugarfar. Ég vissi að ég byggi ekki yfir mikilli tækni en undirbjó mig andlega til að drepa andstæðinga mína. Síðan hefur líf mitt verið helgað fótbolta,“ segir Gattuso. Gattuso entist aðeins í eina leiktíð með Rangers undir stjórn Walter Smith, 1997 til 1998, og var fastamaður í liðinu. Hollendingurinn Dick Advocaat tók þá við og hafði lítið álit á Gattuso. Hann var seldur til Salernitana á Ítalíu hvar hann spilaði í eitt ár áður en kallið kom frá AC Milan. Þar lék hann frá 1999 til 2012. Hann vann bæði ítalska meistaratitilinn og Meistaradeild Evrópu í tvígang með AC Milan og varð heimsmeistari með Ítölum árið 2006.
Ítalski boltinn Skoski boltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira