Átök eftir mannskæða skotárás í París Samúel Karl Ólason skrifar 23. desember 2022 16:59 Lögreglan hefur beitt táragasi til að reyn að brjóta upp mótmæli sem virðast hafa hafist þegar innanríkisráðherra Frakklands mætti á svæðið eftir skotárásina í morgun. AP/Lewis Joly Lögregluþjónar beittu táragasi gegn mótmælendum sem komu saman í París í dag eftir að eldri maður skaut þrjá til bana og særði þrjá til viðbótar í menningarmiðstöð Kúrda í borginni. Þegar innanríkisráðherra Frakklands mætti á vettvang braust út mikil reiði meðal fólks sem hafði komið þar saman. Mótmælendur köstuðu hlutum að ráðherranum, sem heitir Gérald Darmanin, og lögregluþjónum og hefur komið til átaka milli lögreglunnar og mótmælenda. Árásin átti sér stað í tíunda hverfi borgarinnar. 69 ára maður var yfirbugaður af borgurum eftir árásina en hann er sagður hafa verið vopnaður skammbyssu. Embættismenn segja ekki ljóst hvort maðurinn hafi ætlað sér að myrða Kúrda sérstaklega en hann leitaði sérstaklega uppi fólk af erlendum uppruna. Maðurinn hefur tvisvar sinnum áður verið handtekinn vegna árása á fólk af erlendum uppruna. Fyrst í fyrra þegar hann er sagður hafa ráðist með sveðju á fólk í tjaldbúðum í París og svo aftur í úthverfi Parísar fyrir skömmu síðar. Upplýsingar um seinni handtökuna liggja ekki fyrir. France24 segir að Kúrdar í París hafi sagt að lögreglan hafi varað samfélagið við því að hótanir hefðu borist. Miðillinn hefur eftir fólki á svæðinu að Kúrdum finnist þau ekki njóta verndar yfirvalda í Frakklandi. Blaðamaður Le Parisien tók meðfylgjandi myndband í París í dag. #Fusillade à #Paris : les espoirs s échauffent. Un groupe de personnes chargent les forces de l ordre et lancent des projectiles. La manifestation jusque là pacifique dégénère. @le_Parisien @LeParisien_75 pic.twitter.com/pbzU6uGgdx— Paul Abran (@abran_paul) December 23, 2022 Le Parisien hefur eftir lögreglunni að ástandið þyki slæmt og að lögregluþjónar hafi verið króaðir af. Frakkland Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Mótmælendur köstuðu hlutum að ráðherranum, sem heitir Gérald Darmanin, og lögregluþjónum og hefur komið til átaka milli lögreglunnar og mótmælenda. Árásin átti sér stað í tíunda hverfi borgarinnar. 69 ára maður var yfirbugaður af borgurum eftir árásina en hann er sagður hafa verið vopnaður skammbyssu. Embættismenn segja ekki ljóst hvort maðurinn hafi ætlað sér að myrða Kúrda sérstaklega en hann leitaði sérstaklega uppi fólk af erlendum uppruna. Maðurinn hefur tvisvar sinnum áður verið handtekinn vegna árása á fólk af erlendum uppruna. Fyrst í fyrra þegar hann er sagður hafa ráðist með sveðju á fólk í tjaldbúðum í París og svo aftur í úthverfi Parísar fyrir skömmu síðar. Upplýsingar um seinni handtökuna liggja ekki fyrir. France24 segir að Kúrdar í París hafi sagt að lögreglan hafi varað samfélagið við því að hótanir hefðu borist. Miðillinn hefur eftir fólki á svæðinu að Kúrdum finnist þau ekki njóta verndar yfirvalda í Frakklandi. Blaðamaður Le Parisien tók meðfylgjandi myndband í París í dag. #Fusillade à #Paris : les espoirs s échauffent. Un groupe de personnes chargent les forces de l ordre et lancent des projectiles. La manifestation jusque là pacifique dégénère. @le_Parisien @LeParisien_75 pic.twitter.com/pbzU6uGgdx— Paul Abran (@abran_paul) December 23, 2022 Le Parisien hefur eftir lögreglunni að ástandið þyki slæmt og að lögregluþjónar hafi verið króaðir af.
Frakkland Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira